Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.10.2014, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 02.10.2014, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 2. október 2014 Fær 9% afslátt á grundvelli þéttingu byggðar Bæjarráð hefur að tillögu skipu lags- og byggingarsviðs ákveðið að Costa Investments ehf verði veitt afsláttur á gatna gerð- argjöldum í samræmi við 6. gr. samþykktar um gatna gerðar gjöld í Hafnarfirði, á grundvelli þétt ingar byggðar og verði 9% af vísi- töluhúsi fjölbýlis, á þeirri bygg- ingarvísitölu sem gildir þeg ar byggingarárform eru sam þykkt. Costa Investment ehf. á lóðirnar að Austurgötu 22 og Strandgötu 19. Hafði fyrirtækið óskað eftir undanþágu frá upp- settu verði á gatnagerðar gjöldum vegna óvissu í niðurstöðu í kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem er á engan hátt á forræði Hafnarfjarðar- bæjar. Í ofangreindri 6. gr. stendur: „Heimilt er að lækka eða fella niður gatnagerðargjald af ein- stökum lóðum við sérstakar aðstæður svo sem vegna þétt- ingar byggðar, atvinnu upp- byggingar, lítillar ásóknar í við- komandi lóð eða eftirspurnar eftir leiguhúsnæði. Einnig er heimilt að lækka eða fella niður gjöld vegna sérhæfðs félagslegs húsnæðis, svo sem sambýla fy rir fatlaða, þjónustuíbúða fyrir aldraða og félagslegs leigu húsnæðis end sé slíkt hús- næði í eigu stofnana, félags- samtaka eða félaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Þinglýsa skal kvöð á umrætt húsnæði, um að greiða skuli gatnagerðargjald af því, ef það fellur af einhverjum ástæðum ekki lengur undir ákvæði þetta.“ Söfnuðu fé til góðgjörðar Börnin styrkja Rauða krossinn Þau Víkingur Úlfarsson, Ísabella Alexandra og Kjartan Ingi Jónsson söfnuðu í ágúst 704 kr. fyrir Rauða krossinn. Þær Guðrún Birna Eyjólfs- dóttir, Katrín Ásta Eyþórsdóttir og Rakel Björk Heimisdóttir héldu hlutaveltu fyrir utan Sam- kaup og söfnuðu 5.817 kr. til styrktar Rauða krossins. Guðrún, Katrín og Rakel. Víkingur, Ísabella og Kjartan. Vill loftgæðamælistöð Talið að mengun sé vel innan viðmiðunarmarka Heilbrigðiseftirlit Hafnar- fjarðar- og Kópavogs svæðis leggur eindregið að Hafnar- fjarðar bæ að hann komi sér upp loftgæðamælistöð. Áætlaður kostnaður við slíka stöð er um 18 millj. kr. skv. áætlun eftirlitsins en það var kynnt á fundi umhverfisnefndar Hafnarfjarðar fyrir skömmu. Eftir mikið fjölmiðlafár eftir útkomu á skýrslu um mengunar- mælingar á iðnaðarsvæðinu sunn an Valla voru nýjar mæl- ingar gerðar og er það mat Heil- brigðiseftirlitsins að svæðið sé undir „viðráðanlegu“ álagi. Telur Heilbrigðiseftirlitið að almenningur og fyrirtæki muni krefjast svara um mengun á svæðinu og því sé nauðsynlegt að koma upp fastri loftgæða- mælistöð. Hefur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs verið falið að skoða málið nánar. Við Krýsuvíkurveg, undir hlíðum Stórhöfða var á níunda áratuginum byggt húsæði undir minkabú. Eftir að loðdýrarækt lagðist þar niður var húsnæðið að mestu notað undir ýmislegt drasl og síðast var það í eigu byggingarfyrirtækis sem geymdi þar mikið af aflóga byggingarefni og öðru drasli. Húsnæðið komst svo í eigu Íslandsbanka sem auglýsti það til sölu á 59 milljónir kr. í lok síðasta árs. Fyrirtækið Gámakó hf. sem er í sömu eigu og Gámaþjónustan hf. keypti eignina sem stendur á 15 þúsund m² leigulandi í júní sl. á 15 milljónir kr. Síðan þá hafa hús verið rifin og allt drasl sem þarna var hefur verið fjarlægt og nú stendur þar eftir ein skemma. Athafnasvæðið hefur verið jafnað undirbúið fyrir malbik en Gámaþjónustan stefnir í að nota svæðið undir moltugerð. Hinn frægi Stórhöfðastígur liggur frá Stórhöfðanum, rétt norðan við athafnasvæði en honum er ekkert raskað við framkvæmdirnar á svæðinu. Stórhöfðann má sjá til hægri og eina húsið sem eftir stendur til vinstri. Allt drasl horfið við Stórhöfða Minkabú breyttist í risastjóran ruslahaug sem nú er loks horfinn Litlu myndirnar sýna svæðið á síðasta ári. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.