Fjarðarpósturinn - 02.10.2014, Page 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 2. október 2014
5 ættliðir í kvenlegg
Fimm ættliðir í hreinan kven-
legg komu saman í mynda töku
fyrir skömmu. Ættmóðirin er
Sólveig Guðfinna Stígsdóttir
Sæland en foreldrar hennar voru
Stígur Sveinsson Sæland (1890-
1974) sem var þekktur lögreglu-
maður í Hafnarfirði og var frá
Sveinsbæ sem nú er Lækjargata
6 og Sigríð ur Eiríksdóttir Sæland
(1889-1970) ljósmóðir frá Sjón-
ar hóli.
Áróra Kristína Marsden fædd
2013, Kolbrún Björg Ómarsdóttir
fædd 1985, Hildur Harðardóttir
fædd 1967 í Hafnarfirði, Björg
Gréta Sæland Eiríksdóttir, fædd
1947 í Hafnarfirði og Sólveig
Guð finna Stígsdóttir fædd 1928 í
Hafnarfirði.
Kolbrún Björg með Áróru Kristínu í fanginu, Hildur, Björg Gréta
og Sólveig Guðfinna
Næsta laugardag
fjallar Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður
bæjarráðs um bæjarmálin og helstu áherslur
á fyrsta starfsári nýs meirihluta
Allir velkomnir!
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði
Laugardagskaffi
Alla laugardagsmorgna í vetur
milli kl. 10 og 12
í Sjálfstæðisheimilinu að Norðurbakka 1.
Erum á Facebook: Skottsala í Firði
í bílakjallaranum í Firði
laugardaginn 4. október
Opið frá 12.00 til 16.00
Stuð og stemmning
Komdu og grúskaðu
Prúttaðu og gerðu góð kaup
Erlendur skipaður
forstöðumaður
Kvikmyndasafnsins
Mennta- og menningarmála-
ráðherra hefur skipað Erlend
Sveinsson í embætti forstöðu-
manns Kvikmyndasafns Íslands
til fimm ára frá 1. október nk. að
telja en hann var settur forstöðu-
maður safnsins árið 2012.
Erlendur er kvikmyndagerðar-
maður og hefur komið að starf-
semi Kvikmyndasafns Íslands
um áratugaskeið sem stjórnar-
maður, ráðgjafi og starfsmaður
auk þess sem hann gegndi starfi
forstöðumanns safnsins frá 1980
til 1986. 15 sóttu um stöðuna.
Erlendur segist sjá fyrir sér
þrjú höfuðverkefni:
1) Að lóðsa safnið með mínu
góða samstarfsfólki inn í staf-
rænu öldina því með vissum
hætti má segja að safnið sé nú
statt á nýjum byrjunarreit á
öllum sviðum þess í umróti staf-
rænu byltingarinnar
2) Að finna nútímalegar leiðir
fyrir miðlun safnskostsins, sem
þjóðin öll getur notið
3) Að tryggja að ungt fólk
verði komið til starfa hjá safninu
og í stakk búið að halda merkinu
á lofti þegar við eldri starfsmenn
þess látum af störfum.
Jafnframt þessu þarf að efla
vitund þjóðarinnar fyrir því að
Kvikmyndasafn Íslands er sú
stofnun í hennar eigu sem er
ætlað það viðamikla verkefni að
varðveita og miðla arfleifð henn-
ar í lifandi myndum. Það er
gríðarlega stórt viðfangsefni á
góðu pari með verkefnum höfuð-
safna landsins.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Erlendur Sveinsson
Leikskólinn Hjalli við Víði-
staðatún fagnaði 25 ára afmæli
sínu 25. september sl. Tíma-
mótunum var fagnað með ýmsu
móti eins og vera ber en hæst bar
þó þegar leiskólinn fékk afhentan
sinn annan Grænfána fyrir að
hafa undanfarin tvö ár unnið
með vatn og orku.
Ekki hefur verið ákveðið enn
hvað unnið verður með næstu
tvö árin en fyrstu árin var unnið
að endurvinnslu.
Fulltrúi Landverndar afhenti
fánann og þegar fáninn hafði
verið dreginn að hún sungu
krakkarnir og starfsfólk saman
afmælissönginn.
Börnin forvitin um fánann.
Fékk Grænfánann í annað sinn
Leikskólinn Hjalli fékk grænfánann á 25 ára afmæli sínu
Starfsfólk og leikskólabörnin stolt af sínum öðrum Grænfána á Hjalla.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Um 400 hlupu í Flensborgarhlaupinu
Metþátttaka var í Flens-
borgarhlaupinu í síðustu viku er
um 400 manns á öllum aldri
hlupu. Hlaupið er öllum opið
hvort sem þeir tengjast Flens-
borgarskólanum eða ekki. Á
milli 60-70 útdráttarverðlaun
voru veitt sem ýmis fyrirtæki
og stofnanir gáfu. Fljótasti karl-
inn og konan úr framhaldsskóla
hlutu titilinn Framhald skóla-
meistarinn í 10 km og fengu
bikar að launum. Ágóði af
hlaup inu var tvö hundruð þús-
und krónur sem renna til Barn-
aheilla.
10 km konur 18 ára +
1. Anna Berglind Pálmadóttir, 40:21
2. Helga Guðný Elíasdóttir, 41:54
3. Hrönn Guðmundsdóttir, 43:13
10 km konur 17 ára og yngri
1.-.2. Oddrún Inga Marteinsdóttir og
Ingibjörg Dís Níelsdóttir, 1:03:11
3. Karen Alfa Rut Kolbeinsdóttir,
1:09:28
10 km karlar 18 ára +
1. Kári Steinn Karlsson, 32:07
2.Ingvar Hjartarson, 36:01
3. Örvar Steingrímsson, 36:19
10 km karlar 17 ára og yngri
1. Daníel Einar Hauksson, 39:52
2. Starri Snær Valdimarsson, 40:37
3. Ágúst Örn Víðisson, 41:44
5 km karlar, 18 ára +
1. Arnar Pétursson, ÍR, 17:14
2. Sigurjón Ernir Sturluson, 17:29
3. Ívar Trausti Jósafatsson, 17:53
5 km karlar, 17 ára og yngri
1. Fannar Óli Friðleifsson, 19:27
2. Birgir Þór Þorsteinsson, 20:39
3. Friðleifur K. Friðleifsson, 21:28
5 km konur, 18 ára +
1. Eva Skarpaas Einarsdóttir, 20:11
2. Aldís Arnardóttir, 22:27
3. Júlíana Jónsdóttir, 22:28
5 km konur, 17 ára og yngri
1. Sylvía Rún Hálfdánardóttir, 24:31
2. Bryndís Kristjánsdóttir, 24:58
3. Andrea Marín Árnadóttir, 25:27
Daníel Einar Hauksson og
Karen Sif Pujarini Jónsdóttir,
bæði úr Flensborg voru krýnd
framhaldsskólameistarar í 10
km hlaupi 2014.