Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.10.2014, Qupperneq 5

Fjarðarpósturinn - 23.10.2014, Qupperneq 5
www.fjardarposturinn.is 5 Fimmtudagur 23. október 2014 • Hansasambandið í fortíð og nútíð - Björn Pétursson, bæjarminjavörður Hafnarfjarðar. • Hansakirkjan í Hafnarfirði, fyrsta lúterska kirkjan á Íslandi, reist 1533 aflögð 1603 – Jónatan Garðarsson, fjölmiðlamaður. • Streng stillir fingur – Spilamenn Ríkínís syngja og leika á forn hljóðfæri veraldlega og andlega tónlist sem rekja má til Hansatímabilsins. • Orgelið í Skálholti og reikningurinn frá Hinrik Marthens Hamborgara – Bjarki Sveinbjörnsson, tónlistarfræðingur. • Hamborgarar í Hafnarfirði. Þegar Hafnarfjörður var miðstöð utanríkisverslunar Íslendinga – Pétur Eiríksson, sagnfræðingur MA. • „Afsegjum vjer þann mjöð, sem skömmu seinna verður daufur og fúll“ Um bjórföng og áfengisdrykkju Íslendinga á tímum Hansakaupmanna - Stefán Pálsson, sagnfræðingur. • Annríki – Þjóðbúningar og skart sýna tóvinnu þar sem ullarreyfi verður skipt í tog og þel, ullin kembd og spunnin á snældu og undirbúin í vefnað eða til að prjóna úr. Einnig verður sýnd gerð gamla hringavíravirkisins eins og það var unnið í skartgripi á þessum tíma. • Boðið verður uppá veitingar í anda tímabilsins, nýbakað brauðmeti framreitt af Jóni Árelíussyni bakarameistara • Leikfélag Hafnarfjarðar mun forsýna leikritið „Draugagangan – göngum aftur“ þar sem áhugahópur um draugaveiðar reynir að veiða drauga í Pakkhúsinu Laugardaginn 25. október 2014 kl. 14:00-17:00. Pakkhús Byggðasafns Hafnarfjarðar, Vesturgata 6. Fyrirlestrar, tónlist, matur og leikrit. Á Hansahátíð Byggðasafns Hafnarfjarðar verður boðið uppá margvísilegan fróðleik og skemmtun um það tímabil í sögu Hafnarfjarðar þegar þýskir Hansakaupmenn réðu þar ríkjum. Ókeypis aðgangur Það var oft blautt á þátttak­ endum í Ratleik Hafnarfjarðar sem stóð í allt sumar. Alls hafði verið komið fyrir 27 ratleiks­ merkjum víðs vegar í upplandi Hafnarfjarðar. Einstaka merki voru þó örlítið út fyrir bæjar­ mörkin en eins og þeir sem hafa farið um upplandið vita þá eru sveitarfélagamörkin ekki áberandi og allt er þetta eitt útivistarsvæði. Þátttakendur fengu að kynnast hinum fjölmörgu þjóðleiðum og voru flest merkjanna nálægt leiðum sem forfeður okkar hafa mótað í landið á ferðum sínum til og frá Hafnarfirði síðustu aldir. Fólk á öllum aldri tekur þátt í leiknum og heilu fjölskyldurnar og vinahópar fara gjarnan saman. Sumir eru búnir að taka þátt, öll 17 árin sem leikurinn hefur verið haldinn en aðrir voru að taka þátt í fyrsta sinn. Markmið með leiknum er að hvetja til útivistar og náttúru­ skoðunar í fjölbreyttu upplandi Hafnarfjarðar og um leið að vekja athygli á þeim fjölmörgu perlum sem þar leynast. Segja sumir að upplandið okkar sé best geymda náttúrperlan á Íslandi. Þann 21. september var skiladagur á lausnum úr leiknum en hver keppandi skráir niður númer sem er á hverju ratleiks­ merki. Þeir kallast Léttfetar sem fundið hafa a.m.k. 9 merki, Göngugarpar hafi þeir fundið a.m.k. 18 merki og Þrautakóngar kallast þeir sem fóru á alla 27 staðina og voru þeir 53 í ár. Það telst nokkuð gott afrek að ljúka leiknum enda spannar hann um 10 km² svæði. Alls skiluðu 118 inn lausnum en engin skráning er í leikinn og alls ekki allir sem taka þátt skila inn lausnarblöðum. Þrautakóngur 2014 Sólveig L. Kristjánsdóttir, Engjaseli 67, Reykjavík var dreg in út sem Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2014 á upp skeru hátíð í Gúttó 15. okt. sl. Fær hún að launum árskort í Hress líkams rækt. Agnes Agnarsdóttir, Engjahlíð 3a varð í öðru sæti og hlaut að launum 6 mánaða sundkort í sundlaugar Hafnarfjarðar. Margrét Ólöf Sveinbjörns­ dóttir, Breiðvangi 52 varð í þriðja sæti og hlaut göngustafi og sokka frá Músik og sport. Göngugarpur 2014 Adam Breki Birgisson, Klukkubergi 4 varð Göngugarpur Ratleiks Hafnarfjarðar 2014 og hlaut hann að launum Scarpa Mojito skó frá Fjallakofanum. Sveinn K. Valdimarsson, Öldu slóð 43 varð í öðru sæti og hlaut 15 þús. kr. gjafabréf frá Altis. Ýmir Atli Kárason, Danmörku varð í þriðja sæti og hlaut 6 mán­ aða kort í sund frá Hafnar­ fjarðarbæ. Léttfeti 2014 Sveinn Elliði Björnsson varð Léttfeti Ratleiks Hafnarfjarðar 2014 og hlaut 6 mánaða kort frá Hress líkamsrækt. Elín Margrét Guðmundsdóttir, Blikaási 5 varð í öðru sæti og hlaut 3 mánaða kort í Hress líkams rækt. Ágúst Haraldsson, Efstuhlíð 19 varð í þriðja sæti og hlaut 6 mán aða kort í sund frá Hafnar­ fjarðarbæ. Heppnir Auk þess hlutu 6 heppnir þátttakendur sem mættu á upp­ skeru hátíðina útdrátt ar vinninga, göngustafi og sokka frá Músik og sport, Höfnina ­ myndabók frá Hafnarfjarðarhöfn og kvöldverð fyrir 2 í Fjörukránni. Styrktaraðilar Hönnunarhúsið ehf. gefur leikinn út fyrir Hafnarfjarðarbæ og sér um lagningu hans. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaði við val á stöðum og skrifaði fróðleiksmola. Allir vinningar eru gefnir af styrktaraðilum en auk þeirra sem áður hafa verið nefndir þá styrktu leikinn eftirtaldir aðilar: Fjarðar­ pósturinn, Altis, Fjarðarkaup, Gámaþónustan, Húsasmiðjan, Valitor , Gróðrarstöðin Þöll auk Fjallakofans sem var aðal­ styrktaraðili leiksins í ár. Sjá nánar um leikinn á www. ratleikur.blog.is og á Facebook síðu leiksins, Ratleikur Hafnar­ fjarðar. Vinningshafarnir og heppnir þátttakendur ásamt Guðlaugu Kristinsdóttur forseta bæjarstjórnar sem afhenti vinningana á uppskeruhátíð í Gúttó 15. október sl. Fjögur þúsund sinnum komið að Ratleiksmerki í sumar 53 luku við allan leikinn sem spannaði um 10 ferkílómetra svæði í upplandi Hafnarfjarðar

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.