Fjarðarpósturinn - 23.10.2014, Page 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 23. október 2014
Verum virk í skólamálum
Skólamálin eru stærsti og
merki legasti málaflokkur sveit
ar félagsins. Það lætur nærri að
sex af hverju tíu krónum, sem
bæjarbúar treysta okkur kjörnum
fulltrúum fyrir, fari í
þenn an málaflokk. Það
sem einkennt hefur
umræður um hafnfirskt
skólastarf er hins vegar
húsnæðisskortur, léleg
ur tækjakostur og
óá sætt anlegur árangur
skóla barna í grunn
fögum. Það verður ekki
sakast við kennara eða
embættismenn í þeim
efnum, því vandinn tengist fram
tíðarsýn og ákvarðanatöku hjá
okkur sem berum hina pólitísku
ábyrgð.
Skólastefna Hafnarfjarðar er
að megingrunni frá árinu 2005
og hefur einungis einu sinni
verið endurskoðuð síðan, þrátt
fyrir að svo beri að gera á 3 ára
fresti. Það veit auðvitað ekki á
gott, að stefna sem varðar okkar
stærsta og merkilegasta mála
flokk sé ekki endurskoðuð reglu
lega, einnig í ljósi þess að hafn
firskir skólar standast ekki
samanburð í nokkrum veiga
miklum atriðum.
Á síðastliðnum fræðsluráðs
fundi var samþykkt að endur
skoðun skólastefnunni hæfist nú
þegar og miðað er við að þeirri
vinnu ljúki á fyrsta ársfjórðungi
2015. Skólastefna er verkfæri
sem á stöðugt að vera til
skoðunar, þótt grunnþættir henn
ar verði að lifa af pólitískar
breyt ingar.
Húsnæðismál leik og grunn
skóla er flókið verkefni að því
leiti að börnum fjölgar og fækkar
innan sama hverfis á tiltölulega
skömmum tíma og því þurfa
lausnir í húsnæðis mál
um að vera sveigjan
legar. Það er þó margt
sem hægt er að sjá fyrir
í þeim efnum og því
ætti að vera óþarft að
grípa til skyndilausna
eða taka ákvarðanir í
tímahraki.
Hraunvallaskóli á við
húsnæðisskort að stríða
sem mátti afstýra.
Færan legar skólastofur sem áttu
að vera tilbúnar í ágúst verða því
miður ekki tilbúnar fyrr en eftir
áramót vegna langs ákvarðana
ferlis. Þá eru húsnæðismál
Ás lands skóla eitt af brýnustu
úrlausnar efnum okkar. Óvissa er
um hvað tekur við að samningi
loknum árið 2025, þar sem
bænum var ekki tryggð eign
skóla bygginganna við samn
ingslok. Síðastliðin 12 ár hefði
mátt nýta betur til að finna lausn
á þessu máli.
Meirihluti Bjartrar framtíðar
og Sjálfstæðisflokks hefur ein
sett sér að leysa húsnæðismál
Hraunvalla og Áslandsskóla til
frambúðar og að þau verði í höfn
fyrir upphaf næsta skólaárs.
Grunn ur að góðu og árangursríku
skólastarfi er skýr stefna og
öflugt skólafólk sem hefur
vinnu aðstæður til að sinna fag
legu starfi sínu.
Höfundur er bæjarfulltrúi
Bjartrar framtíðar.
Einar Birkir
Einarsson
Skipulags og byggingarráð
(SBH) hefur frá því í vor sett
nokkur mikilvæg verkefni af
stað. Fyrst skal nefna Skarðs
hlíðina þar sem ráðið samþykkti
þ. 1.7. sl. að hlé verði gert á
lóðarúthlutunum. Horft
er til þess að skipulag
svæðisins og nýting
taki sem best mið af
þörf markaðar ins um
minni og hag kvæmari
sérbýli og fjölbýli.
Skipaður hef ur verið
hópur sér fræð inga sem
muni skila tillögum
fljót lega. Markmiðið er
að geta boðið upp á
ódýrar lóðir með möguleika á
hagkvæmu sérbýli í bland við
stærri sérbýli ásamt íbúðum í
fjölbýli fyrir alla markhópa.
Flensborgarhöfn
Smábátahöfnin sem gjarnan er
nefnd Flensborgarhöfn er ein af
okkar dýrmætustu perlum. Í
aðalskipulagi Hafnarfjarðar sem
samþykkt var síðasta vor segir
m.a. „Í þessari endur skoð un er
notkun þess (Flens borgarhafnar,
innskot greinar höfundar) breytt,
þannig að það verður nú
skilgreint sem blanda af hafn
arsvæði og verslunar og þjón
ustu svæði.“ Í þessu felst að
svæðið verði notað fyrir fjöl
breytta starfsemi sem tengist
hafinu á ein hvern hátt, söfnum,
veit inga stöðum, gisti aðstöðu, og
að sjálf sögðu smábátahöfn,
siglingaklúbbnum og tengdri
starf semi. Efnt var til
fundar í Kæn unni þar
sem kynnt var ákvörð
un skipu lags og bygg
ingarráðs um að ráðast
í gerð skipulags lýsing
ar með það að mark
miði að ná samkomu
lagi við hags muna aðila
og bæj arbúa um fram
t íðaruppbyggingu
svæð isins. Framhald
vinn unar ræðst svo af því hvort
hags munaaðilar á skipulags
svæðinu séu sam mála um leiðir
til uppbyggingar.
Þétting byggðar –
Svæðisskipulag
Vinna við svæðisskipulag
höfuð borgarsvæðisins er langt
komin og hefur verið mörkuð
sú stefna að byggja inn á við
með vistvænu skipulagi, þetta
þýðir að leitast verði við að
þétta núverandi byggð þar sem
því verði komið við. Kostir
þess arar stefnu eru að innviðir
samfélagsins sem við höfum
fjárfest í nýtast betur, má þar
nefna samgöngumannvirki,
skóla og íþróttahús. Með þetta
að leiðarljósi samþykkti SBH
að skipaður yrði ráðgjafahópur
til að gera tillögu að þróunar
svæð um innan núverandi
byggðar í Hafnarfirði í samræmi
við stefnu svæðisskipulags
höfuð borgarsvæðisins 2015
2040. Hópnum er ætlað að skila
tillögum fyrri part næsta árs.
Einnig
…ber að geta hreinsunarátaks
sem nú er í fullum gangi. SBH
samþykkti að setja af stað
átakið og nú yrði gengið lengra
en í fyrri átökum. Gámum hefur
verið komið fyrir víðsvegar um
bæinn, gengið hefur verið í
fyrirtæki og hvatt til betri
umgengni þar sem það á við. Þó
svo að átakinu ljúki formlega
22. nóvember erum við hvergi
hætt og verður haldið áfram
með aðgerðir þar sem umgengni
er ábótavant. Þetta og margt
fleira hefur verið á dagskrá
SBH þar sem samstarf allra
full trúa í ráðinu hefur verið
mjög gott. Hægt er að skoða
fundargerðir á heimasíðu
Hafnar fjarðar.
Höfundur er bæjarfulltrúi og
formaður skipulags- og
byggingarráðs.
Skarðshlíð – Flensborgarhöfn
– Þétting byggðar
Ó. Ingi
Tómasson
Verður haldinn á Sörlastöðum
Fimmtudaginn 30. október kl. 20:00
Dagskrá aðalfundar
➤ Kosning fundarstjóra og fundarritara
➤ Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um
starfsemi félagsins á liðnu ári
➤ Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins
➤ Umræður og atkvæðagreiðslur
➤ Formenn nefnda leggja fram og skýra skýrslur um starf
viðkomandi nefnda á liðnu ári
➤ Kosning formanns
➤ Kosning sex manna í stjórn
➤ Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara
➤ Kosið í nefndir og skal kjósa formenn sérstaklega
➤ Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs
➤ Önnur mál sem félagið varðar
Veittar verða viðurkenningar og nefndabikarinn eftirsótti afhentur nýrri nefnd,
sem skarað hefur framúr á liðnu starfsári.
Veitingar í fundarhléi
Stjórnin hvetur Sörlafélaga til að mæta vel og stundvíslega og taka þátt í umræðum.
Nánari uppl‡singar ver›a birtar á vefnum www.sorli.is.
Stjórnin
70 . AÐALFUNDUR
Hestamannafélagsins sörla
Hlaupahópur FH í samstarfi
við Krabbameinsfélag Hafnar
fjarðar stóð fyrir Bleika hlaupinu
sl. laugardag. Hlaupið var til
styrktar þeirri herferð sem
Krabbameinsfélagið hefur verið
í til að hvetja konur til að mæta
reglulega í leghálskrabba meins
leit.
Þátttakendur komu víða að úr
ýmsum hlaupahópum á höfuð
borgarsvæðinu og greiddi hver
1.000 kr. Samtals söfnuðust
156.400 kr. sem afhent var í gær
kvöldi.
Boðið var upp á 5, 10 og 20
km hlaup í upplandi Hafnar
fjarðar og var hlaupið í flottu
veðri. Flestir voru í einhverju
bleiku og mátti sjá allt frá
bleikum slaufum að bleiku
strápilsi. Félagar úr Hlaupahópi
FH buðu svo upp á dýrindis
kræsingar þegar í mark var
komið við Suðurbæjarlaug og
Hafnarfjarðarbær bauð hlaup
urum frítt í sund.
Litríkur hópurinn áður en lagt var af stað frá Suðurbæjarlaug.
Söfnuðu 156.400 kr. í bleiku hlaupi
Hlauparar komu víða að í styrktarhlaup fyrir Krabbameinsfélagið
Falleg hlaupaleiðin við Ástjörn.
Ingólfur þjálfari með flotta
bleika slaufu í tilefni dagsins.
Það er ekki oft sem ástæða
fæst til að nota strápilsið!
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Fjarðarpósturinn
Vettvangur fyrir skoðanaskipti í Hafnarfirði
Smelltu á LIKE á www.facebook.com/fjardarposturinn