Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.11.2014, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 13.11.2014, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. nóvember 2014 Verið velkomin á opnun sýningar minnar, FRÓNARI, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 17:00 í Eiðisskeri, sýningarsal Bókasafns Seltjarnarness. (annarri hæð Hagkaups á Eiðistorgi) Sýningin stendur til 9. janúar 2015 Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10-19 og föstudaga kl. 10-17. Ókeypis aðgangur Sigursveinn H. Jóhannesson Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Mér finnst óásættanlegt að vera hrakin út í þetta neyðarúrræði en ég er ekki tilbúin að sitja hjá þegar aðför er gerð að mínum starfs­ vettvangi. Að mitt starf sé gjald­ fellt og að ég þurfi að kyngja því að mín kennaramenntun og starf s­ reynsla sé ekki metin til jafns í launum við aðra kennara. Ég vil geta sagt með stolti: ég er kennari, já ég er tónlistarkennari. Af hverju erum við sett í þá stöðu að þurfa að réttlæta okkur, hvort kennslan á þessum eða hinum vettvanginum sé of ólík eða miserfið svo réttlætanlegt sé að mis­ muna í launum? Við hvað á að miða? Er það kannski minna virði ef þér finnst gaman í vinnunni? Erum við ekki öll sérfræðingar á okkar sviði? Hvað er eiginlega málið? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég sakna nemendanna minna og finnst sárt að vera sett í þessa að stöðu. Ég hef áhyggjur af hvern ig þeim vegnar og hvort þau spili á hljóðfærið sitt. Hvers eiga þau að gjalda? Ég er hrædd um að að þessi „stopp“­tími komi ansi illa við eðlilega framvindu námsins á haustönninni sem hefur þá lam­ andi áhrif á undirbúning jólatón­ leika og fleiri áhugaverð verkefni. Það vill nefnilega svo til að skipu­ lag, æfingar og önnur þjálfun er ekki hrist fram úr erminni korter í tónleika eða próf heldur afrakstur stöðugrar vinnu, þolinmæði og sjálfsaga. Eftir því sem verkfall dregst á langinn er hætt við að einhverjir nemendur heltast úr lestinni. Það tekur tíma að ná upp færni og það þarf gott utanumhald og vökult auga kennarans til að finna bestu og áreynslu­ lausustu aðferðina við að ná árangri. Það getur vel verið að einhver árangur náist án aðkomu kennarans en hætt er við að nemendur fari fram úr sjálfum sér, temji sér slæma ávana sem geti leitt til álags ein kenna og ýmissa kvilla sem tekur tíma að ná til baka, ef það er þá hægt. Þetta er nefnilega ekki bara spurningin um hversu mörg lög þú kannt heldur hvernig þú berð þig að við að spila. Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Ég hef hvergi heyrt neinar skilgreiningar á því hvernig það fólk sem fær greitt fyrir setu í sveitarstjórnum, og er nú í aðstöðu til að hafa okkar lífsviðurværi í hönd um sér, er metið til launa. Hvað þá að þau þurfi að sækja eðlilegar kjarabætur með svo erfiðum hætti sem tónlistar­ kennarar og fleiri þurfa. Þó eru þau á launum hjá okkur og nota bene við erum ekki spurð hvað okkur finnist eðlileg launaþróun þar á bæ! Hvernig getur það gengið upp að okkar viðsemjendur setja það sem skilyrði fyrir því að samningar náist að þeir geti, algjörlega ein­ ráðir, stillt okkur upp við vegg og þjappað skólaárinu saman svo vikuleg dagvinna fari jafnvel yfir 50 klst., nemendum fjölgi og hvað – jú þið fáið þá bara lengra sum­ arfrí!!! Hvar er metnaðurinn, hvar er faglega greiningin? Fyrir utan þá augljósu kjara­ skerðingu sem verður þar sem hætt er við að kennarar nái ekki að uppfylla 100% kennsluskyldu sína á svo samþjöppuðum tíma. Í flestum tilfellum er tónlistar­ kennsla að loknum skóladegi neme ndanna þ.e. eftir hádegi og fram á kvöld. Hvorki kennarar, né nemendur, eru tölur í Excel­skjali. Nú eru liðnar þrjár vikur í verk­ falli og ekki mikil von um samn­ inga. Eftir því sem lengra líður, þá magnast reiðin og ósættið svo hætt er við að taki langan tíma að ná sáttum. Allur sá vilji til auka­ verka sem ekki eru metin til launa en hafa hingað til verið unnin af gleði, áhuga og velvilja dofnar og jafnvel hverfur. Hvar verðum við stödd þá? Ég er tónlistarkennari í verkfalli. Það er óþolandi. Óþolandi! Kristrún Helga Björnsdóttir Vilja þétta byggð og nýja byggðarkjarna Samþykkja um 13 milljónir til vinnuhóps Skipulags­ og byggingarráð hefur samþykkt að verja a.m.k. 13 millj. kr. til þess að leita leiða til að þétta byggð og gefa kost á nýjum byggðarkjörnum Segir í fundargerð að þetta sé metnaðarfull nálgun þar sem verið sé að tengja svæðisskipu­ lagsvinnu við Höfuðborgar­ svæð ið við íbúaþróun Hafnar­ fjarðar þar sem samgöngur, þétting byggðar og hverfaskipt­ ing verði til skoðunar. Á fjögurra ára fresti sé sveitafélaginu gert að taka ákvörðun um endur­ skoðun aðalskipulags sveitar­ félags ins. Til þess þurfi faglega nálgun og yfirsýn sem taki á móti breyttu landslagi í skipu­ lagsmálum. Segir í fundar­ gerðinni að þetta sé fyrsta skrefið í þeirri vinnu. Samþykkt var að ráða Kára Eiríksson arkitekt, Sigrúnu Magnúsdóttur arkitekt og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt til verks ins og er áætlað umfang verksins 750 klst. sem kosta sveitar félagið um 10,1 milljón kr. auk virðisaukaskatts auk útlagðs kostnaðar auk þess sem hópurinn fær svigrúm til að kaupa viðbótar sérfræðiráðgjöf fyrir 50­150 tíma. Í verkefnalýsingu segir að breytingar í svæðisskipulagi kalli á enn frekari nýtingu „inná við“ svo nýta megi betur gatnakerfi, samgöngukerfi, skólahverfi og nærþjónustu sem til staðar er. Einnig svo hægt sé að koma á frekari jafnvægi á þeim skólum sem nú þegar eru byggðir. Vinnu hópsins á að ljúka í mars 2015 og niðurstaða hópsins verður kynnt í formi uppdrátta þar sem bent er á svæðin, fjallað um þau í hverfissamhengi og jafn vel sýnd dæmi um þéttingu. Meirihluti skipulags­ og byggingarráðs samþykkti tillög­ una um starfhópinn og verkefna­ lýsingu og fól sviðsstjóra að ganga frá málinu. Fulltrúar Sam­ fylkingarinnar og VG sátu hjá við afgreiðslu og í bókun vísuðu þeir málinu til frekari umræðu í bæjarstjórn vegna kostnaðar og höfðu uppi spurningar hvort skipulags­ og byggingarsvið geti tekið verkefnið að sér. Einnig með tilliti til fjármögnunar og hvort hægt sé að framkvæma verkefnið á hagkvæmari hátt. Minnihlutinn var þó ekki mótfallinn verkefninu efnislega. Fulltrúar Bjartrar framtíðár og Sjálfstæðisflokks telja hins vegar að gert sér ráð fyrir þessum útgjöldum í fjárhagsáætlun fyrir 2015 Vegna aukinna umsvifa leitum við að jákvæðum og kraftmiklum vaktstjóra í fullt starf. Um er að ræða vaktir og þarf viðkomandi að hafa náð 21 árs aldri og tala bæði góða íslensku og ensku. Umsóknir sendist á glo@glo.is fyrir fimmtudaginn 20. nóvember. VAKTSTJÓRI ÓSKAST Á YFIRNÁTTÚRU- LEGAN VEITINGASTAÐ Laugavegur 20b · Engjateigur 19 · Hafnarborg Hafnarfirði Sími 553 1111 · www.glo.is · #gloiceland Hlutu Dansbikarinn 2014 Þær Þórhildur Ýr Atladóttir, Anna Vala Guðrúnardóttir og Sara Mist Aðalsteinsdóttir sigruðu í danskeppnini „Dans­ bikarinn 2014“ í Gaflaraleik­ húsinu á vegum Listdansskóla Hafnarfjarðar. Keppt var í tveim ur aldursflokkum í ein­ stakl ings dansi en stúlkurnar sigruðu í keppni um besta hópatriðið. Keppnin er árlegur viðburður.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.