Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.11.2014, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 13.11.2014, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. nóvember 2014 Það vottar ekki mikið fyrir sam­ ráðs­ og samstarfsviljanum í bæj­ ar stjórn. Virðist sem fögur fyrirheit heyri sögunni til. Það er kannski ekkert skrýtið þegar sama fólkið á í hlut og átti að leika sér saman í síðustu bæjar­ stjórn. Þar var leikgleðin ekki meiri en svo að þeir sem réðu töldu sig þurfa að hafa hina út undan svo þeir skemmdu ekki fyrir í leiknum. Leikurinn var líka mikil­ vægur og snérist um endurfjármögnun á erlendum lánum Hafnarfjarðarbæjar. Hvort tilgangurinn helgi meðalið verða aðrir að dæma um en það er aumkunarvert að sjá þá sömu sem gagnrýna leynimakk og viðhalda því svo sjálf ir þegar þeir fá að ráða í leiknum. Það er eins gott að sandkassinn sé stór. Það sem vekur mig til umhugsunar er sú staðreynd að stjórnmálamenn eru greinilega ekkert sérstaklega að fylgjast með hvort verið sé að fara eftir fjárhagsáætlun og treysta greinilega embættismönnum til þess þó þeir sjálfir beri ábyrgðina. Undanfarin ár er búið að skipta nokkrum sinnum um upplýsingahugbúnað sem í hvert sinn átti að vera sá besti á markaðnum og vera til þess að hægt væri að fylgjast með öllum fjármálahreyfingum frá degi til dags. Með hjálp slíks hugbúnaðs hefur verið hægt að birta uppgjör mun oftar en ella. Hvernig geta 105 milljónir horfið sjónum manna og finnast svo ekki fyrr en beðið er sérstaklega um yfirlit? Nú er komið nóg af leynimakki og pukri. Greinið skýrt og greinilega frá því hvernig 105 milljón kr. samningur var gerður – án sérstaks samþykkis bæjarráðs. Það er reyndar sérstakt að fulltrúar í bæjarráði skuli aðeins tala saman í fjölmiðlum um þetta mál, engum dettur víst í hug að hafa samband við hinn til að fá upplýsingar. Það sem vakti mig líka til umhugsunar er að yfirlýsing, í kjölfar frétta af bæjarráðsfundi, skuli hafa komið frá bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar. Er bæjarstjóri þá farinn að taka þátt í pólitísku þrasi? Af hverju skrifar forseti bæjarstjórnar undir yfirlýsingu í kjölfar fundar í bæjarráði? Er það vegna þess að hann er fulltrúi hins meirihlutaflokksins en ekki vegna stöðu sinnar í bæjarstjórn sem forseti? Stór hluti þjóðarinnar hefur nú kannað stöðu sína á leiðretting.is Sumir fagna og aðrir eru óánægðir. Jafnvel þeir sem fá væna leiðréttingu eru ekkert sérstaklega ánægðir. Vegna þess að þeir vita að þetta er bara lítill hluti sem er verið að leiðrétta. Þeir hafa fengið fréttir af hækk­ un matarskatts, af lækkun skatta á stóreignafólk og vita að þeir sem hafa m.a. þurft að borga hærra verð fyrir leigu húsnæði, fá ekki þessa leiðréttingu. Auðvitað kemur það fólki vel að höfuðstóll lána þeirra sé lækkaður. Fólk getur þá valið að greiða minna á mánuði eða leggja lækkunina til hliðar og greiða sjálft inn á höfuðstól lána sinna. Þá greiðast þau hraðar niður. Menn gátu skráð sig inn á leiðretting.is með veflykli RSK og séð hvort þeir höfðu fengið leiðréttingu, hversu mikla og hvernig hún deildist á þau lán sem fólk var með. Með þessum sama veflykli getur þú fyllt út þína skattskýrslu, skoðað eldri gögn og ýmislegt fleira. En þegar kemur að því að samþykkja þessa leiðréttingu á verðbólguskoti hrunáranna, þá kveður við annan tón. Nú þarf að nota sérstakt rafrænt skilríki sem á að vera mikið öruggara en þú sjálfur. Það skapar fjölmörgu fólki vinnu og auðvitað munu skattgreiðendur og eða notendur síðan greiða fyrir þá þjónustu. Hvað getur verið svo hættulegra að smella á takkann SAMÞYKKJA en takkann SKOÐA? Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 16. nóvember Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldvaka kl. 20 Umfjöllunarefni: Ástin og hjónabandið. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. www.frikirkja.is Sunnudaginn 16. nóvember Leikhúsdagur Sunnudagaskóli kl. 11 Tófa kemur í heimsókn „Upp, upp“ kl. 20 Stoppleikhópurinn sýnir leikritið sem er um ævi Hallgríms Péturssonar Starf eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 - 15.30. www.astjarnarkirkja.is Sunnudagurinn 16. nóvember Messa kl. 11 Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur predikar í tilefni 100 ára afmælis kirkjunnar. Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari. Félagar úr Barbörukórnum syngja undir stjórn Guðmundar organista. Kaffisopi eftir stundina Sunnudagaskóli kl. 11 með Önnur Elísu og aðstoðarfólki. Alla miðvikudagsmorgna Morgunmessa kl. 8.15 Morgunverður. Fimmtudagur 13. nóvember Kvenfélagsfundur kl. 19.30 Salsa og stílistakvöld. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Víðistaðakirkja Sunnudagur 16. nóvember: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 Sr. Hulda Hrönn Helgadóttir þjónar. Félagar úr kór Víðstaðakirkju leiða söng undir stjórn Helgu Þórdísar. Siggi og María stýra sunnudagaskólanum. Kaffi og djús á eftir. Allir velkomnir www.vidistadakirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Þekkir þú staðinn? Þegar myndir eru teknar með aðdráttarlinsu virðast fjarlægðir verða óraunverulegar. Þessi mynd var tekin í Hafnarfirði sl. þriðjudag. Veist þú hvar þetta er? www.facebook.com/fjardarposturinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.