Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.11.2014, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 13.11.2014, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. nóvember 2014 St. Jósefsspítali verður seldur Deilt um sölu á St. Jósefsspítala Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku með 3 atkvæðum drög fjármálaráðneytis að sölu­ auglýsingu með þeim breyting­ um sem gerðar voru á fundinum. Fulltrúar Samfylkingar og VG sátu hjá og kvörtuðu yfir skorti á samráði Í bókun fulltrúa Samfylkingar og VG segir að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafi bæjaryfirvöld og einstaka bæjarfulltrúar meiri hluta flokk­ anna verið í samskipt um við fulltrúa ríkisins um málið allt frá því síðla sumars án þess að bæjarráð hafi verið upplýst. Erindi sem borist hafa frá m.a. fjármálaráðuneyti hafi ekki verið kynnt í bæjarráði né fjölskyldu­ ráði og ekkert samráð hafi verið haft um málið við fulltrúa minni­ hlutans. Segja þeir þetta enn eitt dæmið um það hvernig nýr meirihluti kýs að standa að málum þvert á yfirlýsingar um aukið samráð og samvinnu þvert á stjórnmálaflokka. Fulltrúar Samfylkingar og VG benda á að í fyrri samskiptum við ríkisvaldið vegna sama máls hefur verið haft fullt samráð við þáverandi minnihluta. Í fyrirliggjandi drögum að auglýsingu umræddra eigna er lögð áhersla á að eignirnar verði nýttar undir heilbrigðis starfsemi. Kemur fram að krafa þessi sé sett fram af hálfu Hafnar fjarðar­ bæjar. Fulltrúar minni hlutans segja enga umræða eða samþykkt þess efnis hafa verið gerða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eða fastanefndum sveitar­ félagsins, né hafi verið sett fram einhver rök fyrir þessu fyrir­ komulagi. Það liggi því ekkert fyrir um það hvers vegna þessi sérstaka heimild sé gerð né hvernig það geti þjónað hags­ munum sveitarfélagsins og íbúum þess að þrengja með þessum hætti mögulega nýtingu umræddra fasteigna. Benda þeir á að núverandi heilbrigðis ráð­ herra hafi tekið af öll tvímæli um að til standi að nýta umræddar byggingar undir opinbera heil­ brigðisþjónustu af einhverju tagi. Í samræmi við málefnasamning Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar svöruðu með bókun þar sem vitnað er í málefna samning meirihluta Sjálf stæðisflokks og Bjartrar framtíðar þar sem segi að leitað verði leiða til að hefja aftur starfsemi í St. Jósefsspítala í samstarfi hagsmunaaðila. Í samræmi við þetta hafi forseti bæjarstjórnar, formaður bæjar­ ráðs og bæjarstjóri gert grein fyrir stöðu mála í september sl. á óformlegum fundi með stjórn Hollvinasamtaka St. Jósefs­ spítala í framhaldi af umbeðnum fundi með fulltrúum Fasteigna ríkisins. Á forræði bæjarstjóra Að öðru leyti hafi bæjarstjóri annast framgang málsins. „Enn um sinn mun meirihlutinn leitast við að framtíðarstarfsemi í húsinu endurspegli á einhvern hátt fyrri sögu þess í bænum, þótt það sé ekki skilyrt í auglýs­ ingunni,“ segir í bókuninni Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu Miða pantanir “Stórt Læk á þessa” frumsýningargestur 565 5900 midi.is gaaraleikhusid.is Síðustu sýningar fyrir jól sunnudagur 16. nóvember kl 17.00 sunnudagur 23. nóvember kl 20.00 Frúardagur Menntaskólans í Reykjavík sýnir söngleikinn Leg eftir Hugleik Dagsson Frumsýning föstudaginn 14. nóvember kl. 20.00 2 sýning sunnudaginn 16. nóvember kl 20.00 3 sýning þriðjudaginn 18. nóvember kl 20.00 Eimskip hefur ákveðið að ráðast í byggingu á fullkominni 10.000 tonna frystigeymslu á athafnasvæði sínu í Hafnarfirði. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að veruleg aukning hefur orðið í veiðum og vinnslu á upp­ sjávarfiski sem kallar á vaxandi frystigeymsluþjónustu. Einnig er aukin eftirspurn eftir vöru­ hótelþjónustu fyrir frystar neyt­ enda vörur. Eimskip hefur verið með starfsemi í Hafnarfirði allt frá árinu 1970 og rekur þar frysti geymsluna Fjarðarfrost sem rúmar um 3.000 tonn, ásamt því að vera með umfangsmikla lönd unar þjónustu fyrir sjávar­ útveginn auk tengdrar hliðar­ þjónustu. Eimskip hefur lengi átt þessa lóð sem gefur kost á mun meiri uppbyggingu en hún hefur að mestu verið notað eins og hvert annað geymslusvæði. Hefur mörgum sviðið að sjá svo illa farið með verðmætt hafnarsvæði. Í tilkynningu á heimasíðu Eimskipa segir að markmið félags ins sé að byggja upp öfluga þjónustumiðstöð fyrir sjávar­ útveginn staðsetta í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarhöfn er vel staðsett og býður upp á góða aðstöðu fyrir útgerðir. Gert er ráð fyrir að fram­ kvæmdir hefjist fyrir áramót og að fyrsti áfangi nýrrar frysti­ geymslu verði tilbúinn til notk­ unar sumarið 2015. Auk þess er til staðar möguleiki á að stækka nýju geymsluna í áföngum um allt að 14.000 tonn í samræmi við þarfir viðskiptavina. „Með þessari ákvörðun er Eimskip að fylgja eftir þeirri þróun sem verið hefur til að geta þjónustað viðskiptavini sína enn betur en áður, enda er sjávar­ útvegurinn ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs og þjónusta við sjávarútveginn er mikilvæg stoð í rekstri félagsins.“ Hafnfirðingar fagna aukinni starfsemi félagsins í Hafnarfirði. Grænleita svæðið er lóð Eimskipa, rauðleiti flöturinn er Fjarðarfros en nýbyggingin verður vestast á lóðinni. Gamli Suðurgarðurinn sést efst á myndinni fyrir miðju. 10 þúsund tonna frystigeymsla Eimskip ætlar að fjórfalda geymslugetu sína við Hafnarfjarðarhöfn S am se tt úr g öf nu m á v ef H af na rfj ar ða rb æ ja r Laun bæjarfulltrúa hækka um 6,2% Bæjarráð samþykkti á fundi símum 7. nóvember tillögu forseta nefndar um að laun kjör­ inna full trúa taki breytingum í samræmi við nýgerða kjara­ samn inga. Samband íslenskra sveitar­ félaga hefur metið nýgerða kjara samninga starfs manna­ félaga sveitarfélaganna sem 8,3% og nýgerða samninga við BHM sem 6,2%. Laun sviðsstjóra hjá Hafnar­ fjarðarbæ breyttust í samræmi við kostnaðarmat samninga BHM eða um 6,2%. Lagði for­ seta nefndin til að viðmiðunarlaun kjörinna fulltrúa breytist um 6,2% og verði 532.380 kr. Bendir nefndin á að hefðu við­ mið unarlaun kjörinna fulltrúa breyst í samræmi við vísitölu launa starfsmanna sveitarfélaga þá væru þau í dag 561.993. Launahæstu bæjarfulltrúarnir eru Guðlaug Kristinsdóttir með 90% af viðmiðunarlaunum. Rósa Guðbjartsdóttir með 82,5% af viðmiðunarlaunum. Helga Ingólfsdóttir með 70,5% af viðmiðunarlaunum. Ólafur Ingi Tómasson með 66,5% af viðmiðunarlaunu. Aðeins er miðað við laun bæjarfulltrúa í ráðum bæjarins og í Hafnarstjórn. Hlutfall af viðmiðunarlaunum* Laun Forseti bæjarstjórnar 49,50% 263.528 Aðrir bæjarfulltrúar 33,00% 175.685 Formaður bæjarráðs 27,00% 143.743 Nefndarmenn í bæjarráði 18,00% 95.828 Önnur ráð en bæjarráð formaður 22,50% 119.786 Aðrir ráðsmenn 15,00% 79.857 Barnaverndarnefnd, formaður 10,50% 55.900 Barnaverndarnefnd, aðrir 7,00% 37.267 Hafnarstjórn, formaður 16,50% 87.843 Hafnarstjórn, aðrir 11,00% 58.562 Formaður nefndar 4,50% 23.957 Aðrir nefndarmenn 3,00% 15.971 Starfsnefndir, formaður 3,00% 15.971 Starfsnefndir, aðrir nefndarmenn 2,00% 10.648 Bæjarfulltrúar í ráðum fá þau laun til viðbótar. Við Hvaleyrarlón

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.