Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.11.2014, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 13.11.2014, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. nóvember 2014 Nýjar rannsóknir Náttúrufræði­ stofnunar Íslands við iðnaðar­ svæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði sýna að mosi á svæðinu er sums staðar talsvert skemmdur. Þar sem skemmdirnar eru mestar er mosi dauður og endurvöxtur ekki sjáanlegur. Út frá loftmyndum má sjá að mosi hefur byrjað að láta á sjá eftir að iðnaðarstarfsemi hófst á svæðinu á milli Berghellu og Gjáhellu. Háplöntur á svæðinu virðast þrífast allvel. Í byrjun júlí 2014 fóru starfmenn Náttúrufræðistofnunar að Hellna­ hrauni til að kanna hugsanlegar skemmdir á gróðri við há spennu­ línuna sem flytur orku að álverinu í Straumsvík en þekkt er að gal­ van húðuð háspennumöstur geta valdið skemmdum á gróðri í sínu næsta nágrenni. Áhugavert þótti að kanna skemmdir á mosa við línuna en sett hafði verið fram sú tilgáta að háan styrk nokkurra þungmálma sem mælst hefur í mosa við Hellnahraun mætti rekja til háspennulínunnar. Í ljós kom að mosinn hraun­ gambri var sums staðar mikið skemmdur við iðnaðarsvæðið í Hellna hrauni en hann er ríkjandi á hraununum við Hafnarfjörð eins og víðast á ungum hraunum hér á landi. Ákveðið var að kanna þetta nánar og dagana 29.­31. júlí 2014 var gróður skoðaður og skemmdir kortlagðar með kerfisbundnum hætti við háspennulínuna og sunnan við hana þar sem hún liggur meðfram iðnaðarsvæðinu í Hellnahrauni. Kortlagning skemmda Afmörkuð voru snið u.þ.b. hornrétt á háspennulínuna, eitt út frá hverju mastri og síðan eitt á milli þeirra. Á hverju sniði var mosi skoðaður á stöðum með um 60 m millibili, bæði beint undir línunni og síðan í um 150 og 300 m fjarlægð frá henni þar sem því var við komið vegna bygginga og gatna. Alls voru skoðunarstaðir 46 að tölu. Útbreiðsla skemmda Skemmdir á mosa var að finna allvíða á rannsóknarsvæðinu en þær voru mjög mismiklar. Lang­ mestar voru þær næst lóð fyrir­ tækisins Furu sem er á milli gatn­ anna Gjáhellu og Berghellu. Skemmd irnar teygja sig þaðan til suðvesturs en úr þeim dregur tiltölulega hratt með aukinni fjarlægð. Þar sem skemmdir voru mestar var nánast allur mosi dauð­ ur og endurvöxtur ekki sjáanlegur. Háplöntur virtust hins vegar ekki hafa orðið fyrir eins miklum áhrifum en tegundirnar krækilyng, bláberjalyng, beitilyng og blá­ vingull litu út fyrir að vera þar í allgóðum vexti. Mosaskemmdir var að finna á til tölulega takmörkuðu svæði norð vestan við öll háspennu­ möstur. Hvenær skemmdist mosinn og hvers vegna? Með því að skoða loftmyndir frá mismunandi tímum má fá upplýsingar um hvenær skemmdir komu fram og greina útbreiðslu þeirra. Á loftmynd frá 2009 eru skemmdir greinilegar og er út breiðsla þeirra svipuð þeirri sem fékkst með kortlagningunni 2014 Á loftmynd sem tekin var 10 árum fyrr eða 1999 sést að skemmd ir eru þá komnar fram umhverfis þáverandi iðnaðarsvæði í Hellnahrauni og við há ­ spennumöstur. Á loftmynd sem tekin var 1985, þ.e. áður en iðnaðaruppbygging hófst í Hellnahrauni, eru mosa­ skemmdir ekki greinilegar nema við háspennumöstur. Skemmdir við háspennumöstur voru því komnar fram strax árið 1985 og má þær að öllum líkindum rekja til efna sem úr möstrunum koma við veðrun. Miðað við loftmyndirnar má ætla að skemmdirnar við iðnaðar­ svæðið hafi byrjað eftir að starf­ semi hófst á svæðinu á milli Berg­ hellu og Gjáhellu. Útbreiðsla skemmd anna bendir eindregið til þess að þær megi rekja til þeirrar starfsemi sem þar hefur farið fram. Athyglisvert er að á svæðinu eru skemmdir í flokkum 1­2 (litlar og nokkrar skemmdir) allvíða að finna á rannsóknarsvæðinu. Þetta eru að öllum líkindum nýlegar skemmdir, sem sýnir að svæðið er undir verulegu álagi. Lélegur endurvöxtur mosa á verst förnu svæðunum bendir í sömu átt. Ályktanir Fyrri mælingar hafa sýnt að sunnan við iðnaðarsvæðið í Hellna hrauni hefur styrkur nokk­ urra efna í mosa reynst hærri en víðast hvar annars staðar á land­ inu. Einkum eru það þung málm­ arnir blý, sink, arsen og nikkel auk brennisteins. Útbreiðsla þessara efna bendir til þess að arsen, nikkel og brennisteinn komi frá álver inu en að blý og sink og raunar fleiri efni megi að verulegu leyti rekja til þeirrar iðnaðar starf­ semi sem starfrækt er í Hellna­ hrauni. Ekki er ljóst hvað valdið hefur mosaskemmdunum við Hellnahraun en ef þær endurspegla styrk þeirra efna sem nefnd eru hér að ofan er fátt sem bendir til þess að þau komi eingöngu frá há spennulínunni. Í ljósi þess að hér er um verulegar skemmdir að ræða er mikilvægt að rannsaka nánar hvað þeim veldur. Í því sam bandi er m.a. áhugavert að kanna betur efnainnihald í gróðri við Hellnahraun, einkum blý og sink. Heimild: Vefur Náttúrfræði­ stofnunar Íslands. húsnæði í boði 2ja herb. íbúð til leigu í Áslandi. Uppl. í s. 893 5235 og 849 7555. Óska eftur 4 herb. íbúð til leigu í Hafnarfirði sem fyrst, helst í Vallahverfi. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í s. 774 0700. þjónusta Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hagstætt verð. Sími 664 1622 - 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn fyrir veturinn. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Við djúphreinsum hægindastóla, sófasett, rúmdýnur og teppi. Notum viðurkennd efni og tæki frá Karcher. Hreinsum í höndum leður- áklæði, notum viðurkennd efni Leather. Sími 780 8319. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Listamannaspjall Í kvöld kl. 20 mun Helgi Þórsson ræða við gesti um verk sín á sýningunni Vara-litir sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Hafsteins miðils minnst Í kvöld kl. 20 mun Guðlaug Elísa Kristinsdóttir minnast eiginmanns síns Hafsteins Björnssonar miðils í Gúttó við Suðurgötu. Hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans um þessar mundir. Einnig mun Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari flytja tónlist. Frítt inn, allir hjartanlega velkomnir, kaffi á könnunni. Málverkasýning Elínbjörg Kristjánsdóttir sýnir málverk í Menningarsalnum á Hrafnistu. Sýningin stendur til 26. nóvember. Sendið stuttar tilkynningar á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Mosaskemmdir á afmörkuðu svæði í Hellnahrauni Hraungambri skemmdur við háspennumöstur og meira við iðnaðarsvæði Loftmynd af rannsóknarsvæðinu 2009. Háspennumöstur eru merkt með M. Athugunarstaðir eru merktir mismundandi litum í samræmi við flokkun skemmda. Loftmynd frá Loftmyndum ehf. Matbær veitinga- og veisluþjónusta Óskum eftir manneskju til starfa í mötuneyti Vinnutími frá kl. 10.00 til 14.30 Upplýsingar í síma 6990434 verður haldinn í Bungalowinu að Vesturgötu 32, miðvikudaginn 19. nóvember nk. kl. 20:00 Dagskrá: Aðalfundarstörf Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikningar • Naf spjöld Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira www.facebook.com/ fjardarposturinn Skoðaðu fjölmargar myndir úr bæjarlífinu Smelltu á LÍKAR VIÐ

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.