Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.11.2014, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 13.11.2014, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. nóvember 2014 30 ára Stofnuð 1983 styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund ÁSVALLALAUG www.asmegin.netÁsmegin Einstaklingstímar Hópatímar Vatnsleikfimi Sími: 555 6644 Í samstarfi við Framhald af forsíðu. Guðrún Ágústa fv. bæjarstjóri segir að samingurinn við HF Verðbréf hafi annars vegar verið um ráðgjafa vinnu og hins vegar samningur um þóknun sem tengist endanlegri útkomu vinnunnar þ.e. endur fjár mögn­ un inni sjálfri á 11 milljarða láni með lokagjalddaga í desember 2015. Yfirlýsing Bæjarstjóri og odditar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar ummæla sem höfð eiga vera eftir Gunnari Axel Axelssyni um að yfirlit yfir ráðgjafarkostnað sé villandi, telja undirrituð rétt að eftirfarandi komi fram: 1) Heiti samnings við HF­verð­ bréf frá 10. maí 2013 er: ,,Samn­ ingur um ráðgjöf“. 2) Á reikningi frá HF­verð­ bréfum dagsettum 21. mars 2014 segir: „Þóknun samkvæmt grein 4.2.2. í ráðgjafasamningi og viðaukum“. 3) Greiðsla að upphæð 113. 616.000 kr. vegna samningsins er bókfærð í eignasjóði í reikn­ ingum bæjarins undir liðnum rekstrar­ og ráðgjafaþjónusta. Fjárheimild í þeim lið var 7 milljónir króna og er því um kostnað umfram heimild að ræða upp á 106. 616.000 kr. Í gögnum bæjarins um málið er því ekkert sem styður aðra túlkun en að um þóknun vegna ráðgjafar sé að ræða. Virðingarfyllst, Haraldur L. Haraldsson, bæjar stjóri, Guðlaug Kristjánsdóttir, for­ seti bæjarstjórnar og Rósa Guðbjartsdóttir, formað­ ur bæjarráðs.“ Í svari við fyrirspurnum Fjarð­ arpóstsins um það hvort ekki hefði verið farið yfir fjárheimildir segir Guðrún Ágústa: „Við vinnu fjárhagsáætlunar hvers árs er gert ráð fyrir svigrúmi til að fá aðstoð vegna þessara samskipta og vinnu ­ þ.e. þann tíma sem tilheyrir ráðgjafavinnunni sjálfri. Þóknunina vegna þess að samn ingar náðust um fyrir komulag endurfjár­ mögn unar innar er erfitt að áætla fyrir því að þar er um að ræða uppgjör á láni sem fylgdi mikil gjaldeyrisáhætta Ljós­ asta dæmið um afleið­ ingar af sveifl um í gengi komu fram seint á árinu 2011 þegar upphæðir gengis taps síðustu tveggja vikna þess árs kostuðu Hafnarfjarðarbæ mörg hundruð milljónir króna. Ég velti því fyrir mér hvað vakir fyrir núverandi meirihluta og bæjastjóra í þessu máli? Ætla þau sér líka að efast um lögmæti endurfjármögnunarinnar sjálfr­ ar? Hver hagnast af því sem nú er í gangi? Ekki bæjarbúar, starfs fólk eða fyrirtæki í Hafn­ arfirði.“ Breytti gögnum með fundargerð Bæjarstjóri breytti yfirliti yfir ráðgjafavinnu vegna fjármála og stjórnsýslu sem lagt hafði verið fram á bæjarráðsfundi og var með upphaflegu fundargerðinni. Í upphaflegu gögnunum hafði staðið við vinnu HF verðbréfa „fjármögnunarkostnaður“ en það orð var ekki með í breyttu útgáfunni. Skýrir bæjarstjóri það með því að fyrirtækið heiti ekki HF Verðbréf fjármögnunar­ kostnaður. Því hafði orðið verið tekið út. Engar skýringar hafa fengist á því af hverju þetta orð var í upphaflega yfirlitinu. Aðeins ráðgjöf Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri segir að gerðir hafi verið þrír viðaukar við samn­ inginn en alls staðar segi að það sé viðauki við samning um ráðgjöf. Stangast þarna á fullyrðingar fv. bæjarstjóra og þess núverandi um innihald samningsins en hann er stimplaður trúnaðarmál. Framkvæmdastjóri HF Verð­ bréfa sagðist ekkert geta upplýst um málið vegna strangra reglna um fjármálafyrirtæki en sagði ekkert því til fyrirstöðu að trún­ aði væri létt, það væri ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar. Eftir standa því bæjarbúar og vita ekki hverju þeir eiga að trúa. Verkfall tónlistarkennara Skora á bæjarstjórn Tónlistarkennarar við Tón­ listarskólann í Hafnarfirði skora á bæjar stjórn Hafnar fjarðar að huga að starfsað ferð um samn­ inga nefndar sveit ar félaganna sem greinilega sé eingöngu með bakland í Reykja vík og fer gegn starfs manna­ og jafn réttisstefnu Sambands íslenskra sveitar­ félaga. Í bréfi kennaranna til bæjarstjórnar segir: „Tónlistar­ skólar starfa á mismunandi grund velli þ.e. einkaskólar, sjálfs eignarstofnanir og skólar í eigu sveitarfélaganna. Reykjavíkurborg á aðeins einn lítinn skóla sem taka þurfti í fóstur þegar Kjalarnes sam­ einaðist Reykjavík. Aðrir skóla þar eru einkaskólar eða sjálfs­ eignar stofnanir sem Reykja­ víkur borg gerir þjónustu­ samninga við. Af því leiðir að höfuðborgin getur ekki státað af tónlistar­ skólunum sínum líkt og aðrir. Samninganefnd sveitarfélag­ anna vill að skólaár tónlistar­ skólanna verði stytt og vikuleg kennsluskylda aukin þannig að vinnustundir tónlistarkennarans fari jafnvel í 55 klukkustundir á viku! Einnig viðurkennir hún ekki að vinna kennara sé meiri eftir því sem nemendum fjölgar. Við, kennarar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar höfum alltaf litið á okkur sem hluta af skóla­ samfélagi bæjarins. Það er því með ólíkindum að stefna Reykjavíkurborgar varð­ andi tónlistarfræðslu muni hugsanlega ráða því hvernig bærinn okkar skuli haga sinni skólastefnu. Reykjavíkurborg heldur samningnum í gíslingu! Í starfsmanna­ og jafn réttis­ stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. mars 2002 segir í 31. grein: Launakjör skulu vera með þeim hætti að þau laði að hæft starfsfólk og haldi því í starfi. Starfsmenn skulu njóta svipaðra kjara og bjóðast í sambærilegum störfum annars staðar að teknu tilliti til kjara sem tíðkast fyrir sambærileg störf hjá sveita­ félögum og stofnunum sem reka ámóta starfsemi.“ Yfirlit um ráðgjafavinnu hefur valdið upphlaupi Bæjarstjóri sendi yfirlýsingu með oddvitum meirihlutaflokkanna Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Haraldur L. Haraldsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.