Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.11.2014, Side 3

Fjarðarpósturinn - 20.11.2014, Side 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 20. nóvember 2014 Verslunin Macland opnaði að Helluhrauni 18 sl. föstudag. Þarna er að byggjast upp verslunar- og þjónustukjarni með Bónus, Vínbúðina og Apótekið og nú Macland auk þess sem þarna verður opnuð ísbúð og fiskbúð. Reyndar er Macland meira en verslun og segir Hörður Ágústs- son eigandi að fyrirtækið sé fyrst og fremst þjónustufyrirtæki. Vissulega sé boðið upp á allt úrval af Apple vörum en mark- miðið sé að þjóna viðskipta- vininum svo hann fari sáttur út. Það sé ekki endilega með því að hann gangi út með dýrustu tölvuna eða símann, það getur alveg eins verið með því að gamla tölvan verði viðgerð og uppfærð eða skipt sé um skjá á símanum. Macland rekur fyrir verslun og þjónustuverkstæði að Laugavegi 23 og segir Hörður viðtökurnar í Hafnarfirði hafi verið mjög góðar. Bæði hafa eldri viðskipta- vinir komið og fagnað nýju versluninni en einnig fjölmargir nýir viðskiptavinir. Segir hann að setning eins og „Loksins get ég komið í Macland“, ekki vera óalgenga en aðgengi að nýju versluninni er mjög gott. Hörður segir verslunina vera eins og í Reykjavík, sama vöruúrval að mestu og sama þjónusta. Meira að segja gamall gluggi er í nýju versluninni, í stíl við glugga á Laugaveginum. Macland var stofnað árið 2009 af Herði og strax 2010 kom Hermann Fannar Valgarðsson heitinn inn í reksturinn en hann var mikill Hafnfirðingur. Sjálfur segist hann líka eiga miklar tengingar og vinahóp í Hafnar- firði og það hafi ráðið því að verslunin var opnuð hér. Í Macland er boðið upp á glæsilegar borðtölvur, fartölvur, spjaldtölvur og síma ásamt miklu úrvali af fylgihlutum. Guðjón Pétusson verslunarstjóri og Hörður Ágústsson eigandi í nýju versluninni að Helluhrauni 18. Þjónusta í fyrirrúmi Macland opnaði verslun að Helluhrauni 18 Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Ísbúð og fiskbúð bætast fljótlega við í húsalengjuna við Helluhraun á milli Bónuss og Vínbúðarinnar. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n © F ja rð ar pó st ur in n 20 14 11 Ostborgari af matseðli Grænmeti, burgersósa og franskar. Flatahrauni 5a Hfj. • 555 7030 Opið alla daga kl. 11-22 1.000 kr. nóvember-gigg Kíktu á matseðilinn á www.burgerinn.is Nýtt! Herra

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.