Fjarðarpósturinn - 20.11.2014, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. nóvember 2014
Ég undirritaður
tel það augljóst
Við viljum allir Hafnfirðingar
hafa sýsluskrifstofu okkar
óhreyfða sem hún er
um aldur og ævi. Ég tel
það ekki við hæfi að nú
einmitt á sama tíma
sem heilbrigðiskerfi
lands manna gengur á
brauðfótum, að nokkr-
um mönnum sé það
alvara að fleygja ein-
hverjum milljörðum í
að koma þessum
fávita hætti af stað, að
sameina Sýslumanns embættið
og gera þjálfað fólk í sínu starfi
atvinnulaust.
Það þarf að spara í þessu
þjóðfélagi það er augljóst mál.
Án heilbrigðiskerfis er
þjóðfélagið dauða-
dæmt.
Dæmi. Nú um þessar
mundir bíða 800 fár-
veikir sjúklingar eftir
skurðaðgerð. Dæmi
um óráðsíuhátt.
B a n d a r í s k u r
milljarða mæringur
bauð ríkinu umtals-
verða fjárhæð í holuna
sem gerð var undir sjáv ar máli í
teikningunni af Hörpu. Hefðu
ekki Vinstri grænir gengið með
magann fullann af svonefndri
menningu, þá væri heil-
brigðiskerfi okkar til fyrir myndar
og góðir læknar ekki þurft að
flýja land vegna launa mismunar
til viðmiðunar í ná granna-
löndunum eins og t.d. í Noregi.
Nú tökum við höndum saman
um alvöru sparnað. Gerum
okkur það ljóst að stjórn mála-
menn á Íslandi hafa enga burði
til að reka okkar fámenna þjóð-
félag, því þurfum við að íhuga
stjórnmálasamband við Noreg.
Þá gætum við lifað við mann-
sæmandi laun. Spyrjum læknana
sem gáfust upp á því að búa hér
heima.
Höfundur er fv. bátasmiður.
Garðar H.
Björgvinsson
Frábær golfnámskeið fyrir
krakka á aldrinum 4-10 ára
Nú ætlum við í Keili að bjóða upp á SNAG-golfæfingar (golfþrautabraut)
fyrir krakka 4-10 ára á laugardögum í Hraunkoti, æfingasvæði Keilis í vetur.
Æfingar verða á laugardögum, 18 vikur frá 22. nóvember.
Þátttökugjald fyrir 4-5 ára er 7.000 kr. (ekki niðurgreitt af Hafnarfjarðarbæ).
Fyrir 6-10 ára kostar 12.000 kr. (full niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðarbæ).
Kylfur á staðnum fyrir alla.
Þátttakandi þarf að vera í
fylgd með fullorðnum.
Aldurskipting og mæting:
4-7 ára kl. 09:15 – 10:00
8-10 ára kl. 10:00 – 10:45
Skráning fer fram á heimasíðu Hafnarfjarðar
www.hafnarfjordur.is/minar-sidur/
Upplýsingar í Hraunkoti síma 565 3361 eða bjorgvin@keilir.is
Endilega kom
ið og prófið
prufutíma fyri
r skráningu!
Umboðsmaður Alþingis,
Tryggvi hefur ritað Sigurði
Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra fyrir-
spurn í 6 liðum þar sem vill vita
á hvaða lagagrundvelli heimild
til flutnings Fiskistofu til
Akureyrar væri byggð og miðar
hann við þá tímasetningu þegar
starfsfólki er kynnt ákvörðunin
munnlega á fundi 27. júní sl. og
aftur skriflega 10. september sl.
Bendir hann á að ráðherra
hafi upplýst í júní að afla þyrfti
lagaheimildar til flutningsins.
Hvergi hefur komið fram að
slíkar lagaheimildir liggi fyrir.
Spyr umboðsmaður hvort það
samrýmist vönduðum stjórn-
sýsluháttum að kynna flutning
á höfuðstöðvum Fiskistofu fyrir
starfsmönnum stofnunarinnar
eins og gert var á fundi með
þeim 27. júní sl. og með bréfi
10. september sl. Bendir hann á
að skv. þeim kynningum hafi
enginn fyrirvari verið gerður
um að eftir væri að afla sam-
þykkis Alþingis eða hin kynntu
áform fælu í sér annað en að
þegar hefði verið tekin sú
„stefnumarkandi ákvörðun [...]
um að flytja höfuðstöðvar
stofn unarinnar til Akureyrar.“
Óskar umboðsmaður að svar
og umbeðin gögn berist honum
eigi síðar en 10. desember. nk.
Flutningur Fiskistofu úr Hafnarfirði
Umboðsmaður Alþingis
spyr um lagaheimildir
Fjölskylduhjálp Íslands hefur
opnað fatasöfnun og hjálpar-
miðstöð í gamla pósthúsinu við
Strandgötu. Hefur félagið fengið
húsnæðið að láni endurgjalds-
laust hjá Landsbankanum.
Fjölskylduhjálpin var stofnuð
árið 2003 af 5 konum sem allar
höfðu mikla reynslu sem sjálf-
boðaliðar í góðgerðar störfum.
Var það til að úthluta fatnaði til
þeirra sem erfitt eiga í sam-
félaginu. Fljótlega fór Fjöl-
skylduhjálpin að útdeila mat-
vælum sem fékkst hjá fyrirtækj-
um. Upphaflega var starfsemin í
gamla Hagkaupshúsinu við
Miklatorg en er nú á fjórum
stöðum auk Hafnarfjarðar, að
Iðufelli 14 í Reykjavík, að
Hafnargötu 29 í Reykjanesbæ og
í Hamraborg 9 í Kópavogi.
Markmið með opnun í Hafn-
arfirði er að gera Hafn firðingum
í neyð auðveldara með að sækja
aðstoð. Á öllum stöðunum er
nytjamarkaður með nýlegan og
notaðan varning sem seldur er til
að afla fé til matarkaupa en
Fjölskylduhjálpin veltir um 69
milljónum kr. árlega. Af því
koma 2,6 milljónir kr. frá
Reykja víkurborg og 4 milljónir
kr. frá ríkinu.
Um 50 sjálfboðaliðar starfa hjá
Fjölskylduhjálpinni og árlega er
úthlutað um 30 þúsund matar-
gjöfum. Í Hafnarfirði verður
veitt jólaaðstoð í formi matar,
jólapakka og fatnaðar ef fólk
þarf slíkt.
Fjölskylduhjálpin er í gamla pósthúsinu, þar sem Antikbúðin var.
Fjölskylduhjálpin í miðbænum
Fjölskylduhjálp Íslands nú á 4 stöðum fyrir jólin
Ýmislegt má finna á
nytjamarkaðinum.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Jólagjafahandbókin
kemur út 4. desember