Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.11.2014, Page 9

Fjarðarpósturinn - 20.11.2014, Page 9
www.fjardarposturinn.is 9 Fimmtudagur 20. nóvember 2014 Þegar þessar blokkir verða fullbyggðar er Norðurbakkinn fullbyggður. Mikill áhugi fyrir nýjum íbúðum á Norðurbakkanum Hraunhamar tryggði sér einkasölu á 72 íbúðum VHE, Vélsmiðja Hjalta Einarssonar, byggir nú vandaðar íbúðir á Norðurbakkanum og eru fyrstu íbúðirnar væntanlegar í sölu um næstu áramót. Alls verða þarna 72 íbúðir í tveimur húsum og er uppsteypu á fyrri blokkinni nær lokið. Húsin eru teiknuð af PK arkitektum, Pálmari Kristmundssyni og er mikið gert til að gera þessar íbúðir sem glæsilegastar. Hverri íbúð fylgir bílastæði í kjallara og með byggingu húsanna er bygg- ingarframkvæmdum á Norður- bakka lokið. Íbúðir sem VHE hafa byggt í Hafnarfirði hafa selst mjög vel, en fyrr á árinu lauk fyrirtækið við byggingu á fjölbýlishúsi við Dalsás. VHE gerði nýlega einkasölu- samn ing við fasteignasöluna Hraun hamar um sölu á íbúð- unum 72 og voru samningar þess efnis undirritaðir 7. nóvember sl. Segir Helgi Jón Harðarson sölustjóri og einn eigenda Hraun hamars að þetta sé mikil viðurkenning fyrir fyrirtækið og sé líka til marks um að menn hafa mikla trú á sölu íbúða í Hafnarfirði. Segir hann að sala hafi verið mjög góð í Hafnarfirði og hafi aukist töluvert á árinu. Segir hann almenna ánægju með búsetu á Norðurbakkanum og eftirspurn mikil. Þegar hafi fólk haft samband og viljað taka frá íbúðir næst sjónum þó enn sé nokkuð í land að þær verði íbúð- ar hæfar. Nú sé í raun vöntun á nýjum íbúðum í sölu, eftirspurnin sé stöðugt að aukast. Eins og kynnt var í síðasta blaði verður brátt hafist handa við frágang á bryggjukantinum með göngustígum, ljósum og fl. og að því loknu verður Norður bakkinn kominn í endanlega mynd. Fulltrúar Hraunhamars og VHE við undirritunina. Helgi Jón Harðarson og Unnar Hjaltason framkvæmda­ stjóri VHE.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.