Fréttatíminn - 01.08.2014, Qupperneq 2
S kipulagsráði Reykjavíkur og Íbúasamtökum mið-
bæjarins hafa borist kvartan-
ir vegna ónæðis í íbúabyggð
af rútum og stórum jeppum.
Hjálmar Sveinsson,
formaður skipulagsráðs
Reykjavíkur, segir að verið
sé að taka á málunum. Til
að mynda megi stórar rútur
ekki lengur keyra um íbúa-
byggð og komið hafi verið
fyrir sérstöku rútustæði
við safn Einars Jónssonar
svo rútur þurfi ekki að fara
um Þingholtin. „Þetta hefur
reynst mjög vel og það þarf
að búa til fleiri svona stæði,
það er ekki spurning,“ segir
Hjálmar.
En töluverðar kvartanir
hafa borist vegna minni rútu-
bíla og stórra jeppa. „Íbúar
eru óánægðir með mikla
umferð á hvaða tímum sólar-
hrings sem er og margir tala
um að bílstjórar drepi ekki á
vélinni þegar beðið er eftir
farþegum. Það er alveg ótrú-
legur ósiður sem margir bíl-
stjórar hafa tamið sér en það
er að halda bílunum gang-
andi í stað þess að drepa á
vélinni. Það mengar bæði
hljóð og loft að hafa stóra
bíla í gangi í langan tíma og
veldur miklu ónæði. Bara
þetta litla atriði hefur pirrað
marga íbúa enda ólíðandi
siður. Það væri hugsandi að
setja líka reglur varðandi
þetta,“ segir Hjálmar.
Hlín Gunnarsdóttir, ritari
íbúasamtaka Miðbæjarins,
segir umferð í miðbænum
hafa verið mikið rædda hjá
samtökunum. „Það hafa bor-
ist kvartanir og þess vegna
höfum við rætt þetta við aðila
hjá Samtökum ferðaþjónust-
unnar og Reykjavíkurborg til
að reyna að finna sáttalausn
í sameiningu. Það verður
að finna lausn sem allir eru
sáttir við. Það skiptir til mjög
miklu máli að drepið sé á
rútunum, sérstaklega um
miðjar nætur, og það er eitt-
hvað sem ætti að vera auðvelt
að leysa.“ halla@frettatiminn.is
A f þeim 35 sem bera sendi-herratitil á vegum utanríkis-þjónustunnar eru 7 konur.
Alls eru því 28 karlar með sendi-
herratitil, ef með eru taldir þeir Geir
H. Haarde og Árni Þór Sigurðsson
sem Gunnar Bragi Sveinsson utan-
ríkisráðherra skipaði í vikunni. Þeir
taka hins vegar ekki við embætti
fyrr en 1. janúar næstkomandi.
„Það er alveg hárrétt, að þetta
lítur ekki vel út,“ segir Gunnar
Bragi. „Við erum meðvituð um
að við þurfum að laga þetta,
ekki bara í sendiherrastöðum
heldur þurfum við að auka
almennt hlut kvenna í hærri
stöðum í utanríkisþjónust-
unni og ráðuneytinu. Ég
hef sem betur fer tæp þrjú
ár í viðbót til þess. Þótt ég
hafi bara skipað karla í þetta
skipti er ekki þar með sagt að
það verði þannig,“ segir Gunnar
Bragi.
Hann segir utanríkisráðuneytið
hafa verið mjög karllægt í gegnum
tíðina. „Það er að sjálfsögðu ástæða
til endurskoðunar en við munum
að sjálfsögðu halda áfram að skipa
karla þótt við förum að bæta okkur
með konurnar. Það virðist hafa verið
mjög erfitt í þessu ráðuneyti,“ segir
hann.
Spurður hver ástæðan fyrir því
sé svarar hann: „Það er í raun
kannski hefðin sem ræður því. Þetta
hljómar ef til vill eins og klisja en
sendiherrastörf kalla oft á tíðum á
vinnutíma sem er allan sólarhring-
inn og gera kröfu á flutningsskyldu
milli landa. Það gæti verið að konur
sækist síður eftir þessum störfum,“
segir Gunnar Bragi.
Hann segir hins vegar mjög hæfar
konur innan ráðuneytisins sem vel
gætu skipað sendiherrastöður. „Við
þurfum ef til vill hugarfarsbreyt-
ingu hjá okkur og öðrum sem skipa
í stöður sem þessar,“ segir hann.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
jAfnréttiSmál Ein konA á hvErjA fjórA kArlSEndihErrA
Sjö konur
og 28 karlar
sendiherrar
Fjórfalt fleiri karlar eru sendiherrar en
konur, 28 karlar og 7 konur. Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra segir stöðuna
ekki líta vel út. Hann telur að hefð og
vinnuumhverfið sé ef til vill helsta ástæða
misréttisins og segist hafa þrjú ár til að
bæta stöðuna þótt hann hafi bara skipað
karla nú síðast.
Guðbjörg auðugust Íslendinga
Guðbjörg M. Matthíasdóttir,
aðaleigandi Ísfélagsins í Vest-
mannaeyjum, er auðugasti
Íslendingurinn að mati
Viðskiptablaðsins en
blaðið birti í gær lista
yfir þá Íslendinga sem
greiða hæstan auð-
legðarskatt vegna
ársins 2013. Auðlegð
Guðbjargar – og
reiknuð viðbótarauðlegð er samtals talin
nema rúmlega 18 milljörðum króna.
Næst koma hjónin Kristján H. Vilhelms-
son og Kolbrún Ingólfsdóttir en eign
þeirra er talin nema um 9,5 milljörðum
króna. Í þriðja sæti er Þorsteinn Már
Baldvinsson, forstjóri Samherja, með
tæpa 8 milljarða. Guðmundur Kristjáns-
son, útgerðarmaður í Brimi, vermir
fjórða sætið en eignir hans eru metnar á
tæplega 6,4 milljarða króna.
ónæði rútuStæði rEynASt vEl í miðbænum
Íbúar pirraðir á rútum og stórum jeppum
Þórólfur forstjóri
Samgöngustofu
Hanna Birna Kristjáns-
dóttir innanríkisráðherra
hefur skipað Þórólf Árnason
rekstrarverkfræðing í emb-
ætti forstjóra Samgöngu-
stofu en hæfisnefnd mat hann hæfastan
umsækjenda um starfið. Þórólfur hefur
störf næstkomandi miðvikudag, að því
fram kemur í tilkynningu innanríkisráðu-
neytisins. Þórólfur hefur á síðustu árum
starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi,
verið stjórnarformaður Isavia, unnið að
stofnun jarðvarmaklasa með Gekon og
sinnt fleiri verkefnum. Þá sinnti hann
verkefnastjórn við sameiningu Flugstoða
og Keflavíkurflugvallar og við stofnun
Isavia árið 2010. Þórólfur var áður forstjóri
Skýrr, Icelandic Group, Tals og borgarstjóri
í Reykjavík á árunum 2003-2004. -jh
Ákall til íslenskra yfirvalda
Alþjóðahjálparstarf kirkna, ACT Alliance,
sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili
að, skorar á íslensk stjórnvöld að beita
pólitískum þrýstingi á alþjóðavettvangi
og beita öllum öðrum tiltækum ráðum til
að stöðva átökin á Gaza þar sem missir
mannslífa og þjáning íbúanna er óbærileg,
að því er fram kemur í tilkynningu Hjálpar-
starfs kirkjunnar, sem Bjarni Gíslason
framkvæmdastjóri undirritar.
„Alþjóðasamfélaginu ber skylda til,“ segir
þar, „að bregðast við og tryggja vernd og
öryggi borgara og að alþjóðalögum um
framgöngu í stríði, um vernd spítala og
skóla sé hlítt. Íslensk stjórnvöld hafa full-
gilda rödd í alþjóðasamfélaginu og ber að
beita henni af fullum þunga.“ - jh
Fis brotlenti á Bakkaflugvelli
Fis brotlenti á Bakkaflugvelli í Landeyjum
um hádegisbil í gær, fimmtudag. Flug-
maðurinn slapp með minniháttar meiðsl
en fisið er mikið skemmt, að því er vefur
Sunnlenska greinir frá. Þar kemur fram
að lögreglan á Hvolsvelli rannsaki tildrög
slyssins ásamt Rannsóknarnefnd sam-
gönguslysa. -jh
Sleipt í þaraboltanum
Ýmsar sérkennilegar íþróttagreinar
skjóta upp kollinum þessa sumardaga.
Þekktastur er mýrarboltinn á Ísafirði, sem
fram fer nú um verslunarmannahelgina.
En aðrir Vest-
firðingar láta
sitt ekki eftir
liggja. Keppt
var í þarabolta
á Reykhólum á
nýliðnum Reykhóladögum. Þar var sleipt
undir fæti, hvort heldur var í sókn eða
vörn, því þara hafði verið dreift á spark-
völlinn við skólann og bleytt vel í. Kepp-
endur lögðu engu að síður sál, en einkum
líkama, í þaraboltann, að því er fram
kemur á Reykhólavefnum. Grundargengið,
keppendur tengdir Grund í Reykhólasveit,
sigraði í viðureign við Sekkina. Myndin er
skjáskot Gauta Eiríkssonar - jh
Það mengar að hafa stóra
bíla í gangi í langan tíma og
veldur ónæði í byggð.
„Það er í raun kannski
hefðin sem ræður
því. Þetta hljómar ef
til vill eins og klisja
en sendiherrastörf
kalla oft á tíðum á
vinnutíma sem er allan
sólarhringinn og gera
kröfu á flutningsskyldu
milli landa. Það gæti
verið að konur sækist
síður eftir þessum
störfum,“ segir Gunnar
Bragi Sveinsson
uutanríkisráðherra.
Albert Jónsson Moskva
Anna Jóhannsdóttir fastafullltrúi hjá NATO
Auðunn Atlason Vín
Árni Þór Sigurðsson skipaður sendiherra frá 1. janúar
Benedikt Ásgeirsson heima
Benedikt Jónsson London
Bergdís Ellertsdóttir að störfum í ráðuneytinu
Berglind Ásgeirsdóttir París
Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri
Elín Flygenring að störfum í ráðuneytinu
Geir H. Haarde skipaður sendiherra frá 1. janúar
Gréta Gunnarsdóttir fastafulltrúi hjá SÞ
Guðmundur Árni Stefánsson Washington
Guðmundur Eiríksson Nýja Delhí
Gunnar Gunnarsson Stokkhólmur
Gunnar Pálsson Osló
Gunnar Snorri Gunnarsson Berlín
Hannes Heimisson Tókýó
Hermann Ingólfsson skrifstofustjóri
Hjálmar W. Hannesson aðalræðismaður í Winnipeg
Högni S. Kristjánsson skrifstofustjóri
Jón Egill Egilsson prótókollsstjóri
Júlíus Hafstein heima
Kristín Á Árnadóttir Helsinki
Kristján Andri Stefánsson skrifstofustjóri
María Erla Marelsdóttir skrifstofustjóri
Martin Eyjólfsson fastafulltrúi í Genf
Pétur Ásgeirsson aðalræðismaður í Nuuk
Stefán Haukur Jóhannesson tímabundið að störfum hjá ÖSE
Stefán Lárus Stefánsson heima
Stefán Skjaldarson Peking
Sturla Sigurjónsson Kaupmannahöfn
Þorsteinn Ingólfsson heima
Þórður Ægir Óskarsson Ottawa
Þórir Ibsen Brussel
SAMTALS 35 (28 karlar og 7 konur)
2 fréttir Helgin 1.-3. ágúst 2014
Ora grillsósur fást í næstu verslun!
Lúxus
Bernaisesósa