Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.08.2014, Síða 21

Fréttatíminn - 01.08.2014, Síða 21
sem ég er að hjálpa þeim með, að byggja upp sjálfstraust og hrinda hugmyndum sín- um í framkvæmd. Og ástæðan fyrir því að ég vel að gera það á einmitt rætur til þessa kvölds fyrir svo mörgum árum,“ segir hún. Með rekstur í blóðinu Sigrún flutti til Þýskalands eftir stúdents- próf og lauk þar meistaraprófi í arkítektúr. Hún fór síðan til Sviss og lauk annarri meistaragráðu, í tölvutengdum arkítektúr. 29 ára flutti hún til Íslands og fór að vinna hjá hugbúnaðarfyrirtæki. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fyrirtækjarekstri. For- eldrar mínir voru ávallt með eigin rekstur, fatahreinsunina Hraða á Ægisíðu, þar sem við systkinin unnum meðfram námi frá unga aldri. Þegar ég fór að vinna hjá hugbúnaðarfyrirtækinu fór ég ósjálfrátt að skipta mér af rekstrinum og varð síðar framkvæmdastjóri,“ segir hún. Sigrún starfaði sem framkvæmdastjóri nokkurra fyrirtækja í hugbúnaðar- og tölvugeiranum hér á landi þar til hún flutti til Bretlands um hríð til að ljúka MBA námi hjá London Bus- iness School árið 2007. Þá hafði hún lokið meistaranámi í tölvunarfræði hér heima. Þar kynntist hún manninum sínum sem er bresk-svissneskur. „Ég kom heim í mánuð eftir að ég lauk náminu í ágúst 2008 og flutti út til Sviss tveimur vikum fyrir hrun,“ segir hún og hlær að tímasetningunni. Alltaf haft trú á ástinni „Þótt ég hafði alltaf sagt að ég myndi aldrei láta karlmann stoppa mig í einu eða neinu hafði ég áður átt kærasta til lengri tíma. Ég hef alltaf haft mikla trú á ástinni. Foreldrar mínir kynntust þegar þau voru 14 ára og eru í dag 69 ára og ennþá hamingjusöm þannig að ég hef haft rosalega góða fyrir- mynd í þeim efnum. Ég sá hins vegar börn þá sem hindrun í því að láta drauma mína rætast. Ég myndi hins vegar ekki halda því fram í dag enda hef ég mýkst að öllu leyti í þessum málum,“ segir Sigrún og hlær. Fyrir sex árum sá hún það að minnsta kosti ekki sem hindrun að maðurinn sem hún varð ástfangin af ætti tvo syni, þá þriggja og fjögurra ára, og er hún því stjúpmóðir tveggja drengja, sem eru nú 9 og 10 ára. „Það er dálítið sérstakt að verða stjúp- mamma þegar maður ætlaði ekki að verða mamma,“ segir Sigrún. „En ég held ég sé góð stjúpmamma,“ segir hún. Sigrún er staðráðin í því að verja sem mestum tíma á Íslandi þótt hún sé búsett í Sviss. Hún á hér íbúð og dveljast þau hjón hér í um þrjá mánuði á ári, um fimm vikur á sumrin ásamt sonunum, um jólin og eitt- hvað þess á milli. „Þegar drengirnir verða eldri er markmiðið að vera helming ársins hér og hinn í Sviss,“ segir hún. Best að vera á Íslandi Þrátt fyrir langa búsetu erlendis finnst Sig- rúnu hvergi betra að vera en á Íslandi. „Ég held að það ætti að skylda alla Íslendinga til að búa í útlöndum í að minnsta kosti eitt ár svo þeir læri að meta Ísland. Hér er dásam- legt að vera. Fyrir utan það hvað náttúran er stórkostleg þá er svo mikill kraftur í fólki og svo mikið að gerast hér undanfarin ár, frá hruni. Ég fylgist vel með „start-up“ geiranum úr fjarlægð og það er gaman að sjá hve mikil gerjun er í gangi. Íslendingar eru svo miklir „do-erar“ - fá hugmyndir og framkvæma þær strax. Það er einmitt það sem ég reyni að veita fólki innblástur til að gera í gegnum fyrirtækið mitt,“ segir Sigrún. Fyrir stuttu stofnaði Sigrún ráðgjafa- fyrirtæki á netinu, Sigrun.com, þar sem áherslan er að styðja fólk í því að láta drauma sína rætast. „Viðskiptavinir mínir eru í langflestum tilfellum konur enda nálg- ast maður konur með allt öðrum hætti en karla og mín nálgun er mjög kvenlæg. Ég tala mikið um ástríðu og áhugamál og lífs- stíl og þess háttar, sem konur tengja frekar við en karlar þótt ég taki hvergi fram á vefnum mínum að ráðgjöfin sé sérstaklega ætluð konum,“ segir Sigrún. Hún starfar undir yfirskriftinni „Turning Passion Into Profits“ þar sem hún aðstoðar konur við að fá tekjur af því sem þær hafa ástríðu fyrir. „Ég hjálpa þeim að breyta áhugamáli sínu í bisness,“ útskýrir Sigrún. „Fyrst aðstoða ég þær við að finna hug- myndina og skilgreina hana og svo hjálpa ég við að skoða hvort það sé yfirleitt ein- hver viðskiptahugmynd því við fáum að sjálfsögðu ekki borgað fyrr allt það sem getur talist áhugamál okkar. Svo styð ég þær í gegnum prófun á hugmyndinni og fylgja henni eftir og útfæra hana út frá þeim lífsgildum sem þær hafa, til að mynda hvort þær langi mest til að vinna einar eða með öðrum, hvernig þær vilji haga vinnutíma sínum og þar fram eftir götunum. Þetta eru mestmegnis konur sem eru svokallaðir „sol- opreneur“ eða ein-frumkvöðlar sem ætla sér ekki endilega að byggja upp stór fyrir- tæki, heldur einungis að búa sér til fyrir- tæki sem þær hafa gaman af að vinna við og skilar þeim tekjum sem þær vilja hafa,“ segir Sigrún. „Ég hjálpa þeim að búa til draumabisnessinn sinn,“ segir hún og hlær. „Margir halda að sé ekki hægt, en þetta er hægt, þótt þetta gerist ekki á einni nóttu,“ segir hún. Mikil þörf í Bandaríkjunum Hún segir að mikil þörf sé fyrir ráðgjöf sem þessa, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem ákveðin bylgja sé í gangi. „Þar kemur þessi þörf hjá konum þegar þær eru búnar að eignast börn, því þar eru skilyrðin ekki hin sömu og hér hjá okkur, konur hafa ekki sömu tækifæri og við sem getum treyst á dagvistun fyrir börnin okkar. Þessar kon- ur vilja vinna en ráða vinnutímanum sínum sjálfar. Þær fara þá oft að leita á netinu og finna fyrirtæki eins og mitt til að aðstoða þær við að búa til tekjur úr því sem þær hafa menntað sig í eða starfað við eða hafa mikinn áhuga á,“ segir Sigrún. Hún býður upp á stutt en krefjandi nám- skeið á netinu og áframhaldandi stuðning, jafnt í hópum sem á einstaklingsgrunni. Fjöldi viðskiptavina hennar eru frá Banda- ríkjunum, en einnig frá Sviss. „Það er áhugavert hve marg- ar svissneskar konur hafa tekið námskeið hjá mér. Kannski er ég, Íslendingurinn, að koma einhverri breyt- ingu til leiðar hér í Sviss, það er aldrei að vita,“ segir hún og hlær. „Við Íslendingar erum að minnsta kosti fyrirmyndir því við erum komin svo miklu lengra í jafn- réttisbaráttunni en þjóðir í Mið-Evrópu. Það vantar oft fyrir- myndir. Ef konur vilja láta drauma sína ræt- ast þurfa þær fyrir- myndir,“ segir hún. Sigrún hikar ekki við að nota hugtakið „femínisti“ um sjálfa sig. „Sumir eiga í vandræðum með það hugtak en ég er femínisti og það þýðir að ég vil jafnrétti og að ég vil að fólk geti látið drauma sína ræt- ast, bæði karlar og konur. Konur þurfa ef til vill aðra nálgun en karlarnir, þær þurfa sumar að vera í hópi til að láta drauma sína rætast og fá staðfest- ingu frá öðrum á því að þær séu að taka réttar ákvarðanir. Það á kannski eftir að breytast,“ segir hún. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Við, Íslend- ingar, erum að minnsta kosti fyrir- myndir því við erum komin svo miklu lengra í jafnréttisbar- áttunni en þjóðir í Mið- Evrópu,“ Nú geturðu greitt reikningana í Appinu E N N E M M / S ÍA / N M 6 3 6 5 3 islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Við erum stöðugt að þróa Íslandsbanka Appið til að létta þér lífið í dagsins önn. • Hærri úttektarheimild í Hraðfærslum - Nýjung! • Yfirlit og greiðsla ógreiddra reikninga - Nýjung! • Yfirlit og staða reikninga • Myntbreyta og gengi gjaldmiðla • Vildartilboð Íslandsbanka og fjöldi annarra aðgerða Íslandsbanka Appið Sæktu Íslandsbanka Appið á islandsbanki.is/app fréttir 21 Helgin 1.-3. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.