Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.08.2014, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 01.08.2014, Blaðsíða 44
 í takt við tímann Fríða Dís GuðmunDsDóttir sönGkona klassart Dökkt súkkulaði með kaffinu er nauðsynlegt fyrir sálina Fríða Dís Guðmundsdóttir er 27 ára tónlistarmaður frá Sandgerði, búsett í Vesturbænum. Hún stundar listfræðinám við HÍ og síðasta haust fór hún í skipti- nám til Parísar með manninum sínum. Að búa í París var æskudraumur hennar svo þetta var allsherjar ævintýri frá upphafi til enda. Eftir að heim var komið hefur hún staðið í ströngu með hljómsveit sinni, Klassart. Þau hafa verið á miklum þvælingi um allt land að fylgja eftir þriðju plötu sveitarinnar. Platan heitir Smástirni og kom út í byrjun júní og hefur verið mjög vel tekið. Staðalbúnaður Ég hef vanið mig á það að pæla ekkert of mikið í fötunum sem ég klæðist, því meira sem ég pæli í hverju ég klæðist því meira pæli ég í því hvernig annað fólk klæðir sig og ég vil síður ganga út frá því þegar ég hitti fólk. Mér finnst miklu skemmti- legra að pæla í fólkinu sjálfu, handan fatanna. Mér finnst þó mjög gaman að klæða mig upp og kaupi mér oft- ast föt með sál, notuð föt. Útimarkaðir eru því í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst þó nauðsynlegt að vera Lj ós m yn d/ Te it ur í fallegum skóm. Fal- legir skór og fallegur varalitur geta poppað upp hvaða flík sem er. Hugbúnaður Tónlist er mitt allra stærsta áhugamál ásamt hvers kyns list og sköpun. Mér líður hvergi betur en á sviði og ég fæ aldrei nóg af því að koma fram. Fjölskyldan og vinir mínir eru mér allt en ég þarf þó að fá að vera ein með sjálfri mér nokkuð reglulega til að fúnkera. Svo er ég með Vesturbæjarlaugina í bakgarðinum hjá mér og ég reyni að nýta mér hana til að hreinsa hugann. Vélbúnaður Ég hef fengið mig fullsadda af HTC snjallsímanum mínum sem er reyndar smá bilaður og ég hef augastað á einföldum takkasíma frá Nokia sem ég sá í Elko í vik- unni. Mér finnst frekar leiðinlegt að blaðra í síma og vil helst nota tækið í lágmarki. Í nútímasam- félagi er þó nauðsynlegt að geta svarað tölvupóstum og komist á Facebook í símanum, sérstaklega ef maður er sinn eigin yfirmaður, en síminn sem ég sá um daginn uppfyllir allar þær kröfur. Annars nota ég tölvuna mína mikið, og eins og annar hver Íslendingur á ég Macbook Pro og gæti ekki án hennar verið. Flatskjárinn á heim- ilinu safnar bara ryki, greyið. Aukabúnaður Ég er mikill nautnaseggur og hef mikinn áhuga á matargerð. Ég legg mikið upp úr því að borða eins hreinan og óunninn mat og ég get en fæ mér þó dökkt súkkulaði með kaffinu á hverjum degi, það er gott fyrir sálina. Í haust mun ég setj- ast aftur á skólabekk og stefni að því að klára BA-ritgerðina mína í vor. Það er búið að vera mikið að gera hjá mér í tónlistinni í sumar og ég ætla að halda áfram að koma fram eins oft og ég mögulega get með Klassart og öðrum tónlistartengdum verkefnum. Þegar ég var 18 ára stofnaði ég, ásamt Finn- birni Benónýssyni æskuvini mínum, hljómsveitina Tabula Rasa. Sú hljóm- sveit var að taka saman aftur og við erum að vinna að nýju efni með Brynj- ari Leifssyni úr Of Monsters and Men og Sverri bróður hans sem er mjög hæfileikaríkur trommari. Tónlistin sem við spilum er tilfinningaþrungið rafpopp og það verður forvitnilegt að sjá hvert þetta samstarf mun leiða okkur þó hugmyndin sé auðvitað í grunninn sú að búa til góða tónlist. 44 dægurmál Helgin 1.-3. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.