Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.08.2014, Síða 46

Fréttatíminn - 01.08.2014, Síða 46
Fiskbúðinni við Freyju- götu breytt í gallerí Við Freyjugötuna, í miðbæ Reykjavíkur, var lengi vel starfrækt fiskbúð en þar hefur listagallerí- ið Harbinger nú opnað dyr sínar. Steinunn Marta Jónsdóttir, eigandi gallerísins, segir nágrann- ana vera sátta við breytingarnar þó mikil eftirsjá sé að fiskbúðinni. É g hafði lengi haft hug á því að reka gallerí,“ segir Steinunn Marta Jónsdóttir sem rekur listagelleríið Harbinger ásamt maka sínum, Kjartani Friðrikssyni. Steinunn lærði myndlist í Amsterdam og var alls ekkert á leiðinni heim þegar hún varð barnshafandi. „Ég hef ekki verið að stunda mikla mynd- list síðan ég útskrifaðist þar sem mestur tími hefur farið í fæðingarorlof. Planið var aldrei að koma heim beint eftir útskrift en svo urðum við ólétt og ákváðum að flytja heim. Það er eiginlega bara ógerlegt að búa í Hollandi með barn ef maður hefur ekki fjölskyldunetið í kringum sig. Dagvistunin þar er svo rosalega dýr,“ segir Steinunn en hún átti tvö börn með stuttu millibili og hef- ur því verið í löngu fæðingarorlofi. „Ég var mikið á gangi um miðbæinn og alltaf með augun opin fyrir rými undir gallerí. Svo þegar ég sá að það átti að loka fiskbúðinni fór ég bara og talaði við eigandann. Þetta gerðist allt rosa hratt því 2 vikum eftir að við fengum rýmið vorum við búin að opna galleríið.“ Nágrannarnir vilja fiskbúð í hverfið Móttökurnar hafa verið framar vonum og fólk virðist taka breytingunum vel þrátt fyrir að mikill missir sé að gömlu fiskbúð- inni í hverfinu. „Fólkið í húsinu er mjög ánægt yfir að þurfa ekki lengur að búa við fiskilyktina þó allir beri auðvitað sínum gömlu nágrönn- um, Einari og Þóru, mjög góða sögu og sakni þeirra. En fólkið í hverfinu var alls ekki ánægt með að það væri ekki að koma önnur fiskbúð og það er mjög mikil eftirsjá að henni. Á meðan við vorum að rífa út úr rýminu hér var fólk alltaf að koma skæl- brosandi og spyrja hvort að það væri að koma fiskbúð, en svo þegar við svöruðum neitandi þá var brosið fljótt að hverfa. Fólk var samt ánægt að heyra að hér ætti ekki að koma hótel eða túristabúð,“ segir Steinunn sem hefur heyrt að brátt muni opna fiskbúð við Bergstaðastræti. Erfitt að velja nafnið Harbinger opnaði dyr sínar í júní og hefur nú þegar verið með tvær sýningar. Stein- unn segir stefnu gallerísins vera marg- þætta. „Við viljum hafa allavega þrjár sýningar á ári sem eru á mörkum myndlistar og handverks eða hönnunar. Svo langar okkur líka mjög mikið að bjóða erlendum lista- mönnum að sýna hér. En við stefnum á að hafa nýja sýningu í hverjum mánuði og nú þegar er komin dagskrá út árið.“ Hún segir það hafa verið vandasamt að finna gall- eríinu nafn. „Maður þarf að passa sig svo vel að nefna ekki eins og einhver annar. Þetta er enskt orð sem ég rakst á og fannst merkingin eiga vel við það sem við erum að gera. Merkingin er í raun mjög rómantísk þó nafnið hljómi frekar eins og eftirnafn en eitthvað rómantískt og ljóðrænt. Þetta er sá sem fer á undan fylgdarliði eða herliði til að finna gistingu fyrir nóttina. Þannig að þetta er svona fyrirboðunarmaður.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is ... við stefnum á að hafa nýja sýningu í hverjum mánuði og nú þegar er komin dag- skrá út árið.  Myndlist nýtt gallerí í reykjavík Steinunn Marta Jónsdóttir rekur galleríið Harbinger við Freyjugötuna, í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir mikla þörf vera fyrir gallerí í Reykjavík því nóg sé af listamönnum sem vilji sýna. Galleríið opnaði dyr sínar í júní og nú þegar er komin dagskrá út árið. Mynd Teitur Djassinn dun- ar á Jómfrúnni Jómfrúin hefur undanfarin ár verið með djasstónleika á laugardögum og um verslun- armannahelgina verður engin undantekning. Á laugardaginn eru það þau Kristjana Stefáns- dóttir og Sigurður Flosason sem leika fyrir gesti. Aðrir hljóðfæraleikarar eru þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Einar Schev- ing á trommur. Þau munu flytja íslensk söngdjasslög eftir Sigurð Flosason við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðs- sonar. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Aðgangur er ókeypis. Tónleikastaðurinn Græni hatturinn á Akureyri stendur fyrir tónleikum alla verslunarmannahelgina, eins og aðrar helgar. Um helgina er dagskráin einkar vegleg og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hljómsveitin Dúndur- fréttir spilar á föstudagskvöldinu. Á laugardeginum er það stuðsveitin Retro Stefson sem fær fólk til að dilla sér og helginni lýkur svo með tónleikum hljómsveitarinnar Kaleo á sunnudagskvöldið. Bæði Retro Stefson og Kaleo eru einnig meðal atriða á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina, svo þær verða á faraldsfæti. Hatturinn lifandi alla helgina Blús á Rósenberg Á Café Rósenberg í Reykjavík verða tónleikar föstudag og laugardag. Á föstudeginum verða blústónleikar með hljómsveitinni Gorelick. Dagskrá sveitarinnar samanstendur af þekktum blússlög- urum í bland við eigið efni. Gítarleikarinn Beggi Smári leiðir sveitina en aðrir hljóðfæraleikarar eru þeir Hjörtur Stephensen gítarleikari, Helge Haahr trommuleikari og Valdimar Olgeirsson bassaleikari. Hálfvitalæti á Flúðum Gleðisveitin Ljótu hálfvitarnir munu leika og syngja fyrir gesti og gangandi á Flúðum um helgina. Nánar tiltekið í félagsheimilinu. Hálfvitarnir munu halda tvenna tónleika á laugardags- og sunnudagskvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir njóta veður- blíðunnar á Flúðum um verslunarmannahelgi og er fólki bent á að mæta í spariskóm.  tónlist norsk-íslenskur kvendjassari Oddrún spilar á Íslandi í fyrsta sinn Oddrún Lilja Jónsdóttir er 22 ára djassgítarleikari sem hefur verið búsett í Noregi frá fæðingu, fyrir utan eitt ár sem hún bjó á Íslandi fyrir um 10 árum. Hún hefur haldið tónleika víða um heim. Síðustu árin hefur hún farið í fjölda tónleikaferða um Afríku, Evrópu og til New York. Nú loksins ætlar hún að halda tónleika á Íslandi, nánar tiltekið á Hressó sunnudaginn 3. ágúst og á KEX Hostel þriðjudaginn 5. ágúst. „Ég útskrifaðist sem djassgítarleik- ari í Osló í vor og er búin að spila út um allan heim og það hefur verið draumur minn lengi að spila á Ís- landi, og nú loksins er komið að því,“ segir Oddrún sem á íslenska móður og norskan föður. Það eru ekki margar konur sem eru hljóðfæraleikarar í djassheim- inum. „Nei alltof fáar. Ég byrjaði að læra á fiðlu en svo uppgötvaði ég gítarinn og þá gerðist þetta mjög náttúrulega. Við smullum saman.“ Á efnisskránni verða lög eftir Oddrúnu í bland við annað efni. „Þetta verða lög eftir mig ásamt norskum þjóðlögum, íslenskum sálmum og efni frá þeim sem eru að spila með mér. Allir koma með hugmyndir. Ég hef ferðast mikið til Afríku og Indlands og er mjög heill- uð af þeim löndum og eru lögin mín innblásin af ferðum mínum þangað.“ Oddrún fann sér tónlistarmenn á Ís- landi til þess að spila með og kallar kvartettinn Fjórir fjórðungar. „Ég þekkti þau ekki neitt. Ég vann smá undirbúningsvinnu og kynnti mér íslensku senuna þegar ég var síðast á Íslandi og hafði svo bara samband við þau og þau voru öll til í að vera með. Sem var ótrúlega gaman.“ Kvartettinn skipa, auk Oddrúnar, þau Sigrún Jónsdóttir básúnuleik- ari sem hefur spilað mikið í Brasi- líu að undanförnu. Leifur Gunnars- son bassaleikari sem er útskrifaður frá Rytmisk Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og Matthías Hemstock trommuleikari, sem er einn fremsti trommuleikari lands- ins. Tónleikarnir á Hressó hefjast klukkan 21 og á KEX klukkan 20.30 Í vetur ætlar Oddrún að setjast aftur á skólabekk og fara í meistaranám í djassgítarleik og vonandi verða heimsóknir hennar til Íslands tíð- ari í framtíðinni. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Kvartettinn Fjórir Fjórðungar, þau Sigrún, Oddrún, Matthías og Leifur. 46 dægurmál Helgin 1.-3. ágúst 2014 Kringlunni - Skeifunni - Spönginni

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.