Akureyri


Akureyri - 07.08.2014, Page 4

Akureyri - 07.08.2014, Page 4
4 28. tölublað 4. árgangur 7. ágúst „Valdarán af sverustu gerð“ Eiríkur Haukur Hauksson hóf störf sem sveitarstjóri Svalbarðs- strandarhrepps sl. föstudag. Ráðn- ing hans er mjög umdeild. 83 íbúar, um 30% kosningabærra manna í hreppnum, höfðu sent sveitarstjórn bréf þar sem þess var óskað að staða sveitarstjóra yrði auglýst en það var ekki gert. Eiríkur er sjálfur einn fimm kjörinna sveitarstjórnar- fulltrúa en vék af fundi þegar sveit- arstjórn samþykkti ráðningu hans sem sveitarstjóra. Atkvæði féllu þannig að þrír fulltrúar, allt karlar, studdu að Eiríkur yrði sveitarstjóri en tvær konur í sveitarstjórninni lögðust gegn því, þar á meðal vara- manneskjan sem kom inn í stað Eiríks við afgreiðsluna. Halldór Jóhannesson var einn þeirra sem samþykkti tillögu að ráða Eirík sem sveitarstjóra en þeir tveir eru bræðrasynir og eru sagðir hafa ætt- artengda hagsmuni í viðskiptum og muni skipulagsmál kjörtímabils- ins hafa bein áhrif á afkomu aðila, tengdum Eiríki. Eins og fram kemur á forsíðu telur prófessor í stjórnmálafræði að ekki sé of seint að endurskoða ráðningu sveitarstjóra. Í samtali við Akureyri Vikublað sagðist Eiríkur Haukur þó telja að málið væri búið, óánægjan væri úr sögunni. Hann sagðist upptekinn við að reikna og greiða út laun starfsmanna og hefði því ekki tíma til að svara spurning- um blaðamanns. Ein rök nýkjörinnar sveitar- stjórnar sem hafnaði beiðni íbú- anna um að staðan yrði auglýst er að beiðni um það hefði komið fram of seint. Búið væri að ákveða að ganga til samninga við Eirík Hauk. Haft var eftir Eiríki í Fréttablaðinu að normið væri að að auglýsa ekki stöður sveitarstjóra. „Það er aðeins gert í undantekningartilvikum ef við skoðum landið í heild. Við sjáum það líka í sveitarfélögum í kringum okkur þar sem störf eru auglýst og yfir fjörutíu manns sækja um en enginn er ráðinn,“ sagði Eiríkur Haukur í samtali við Fréttablað- ið og vísar þar væntanlega til af- greiðslunnar í Eyjafjarðarsveit þar sem 49 sóttu um en sveitarstjórn ákvað að hundsa allar umsóknir og handvelja Karl Frímannsson sem ekki sótti um stöðuna. ÞUNG ORÐ FALLA Íbúar í hreppnum sem blaðið hef- ur rætt við segja að síðastliðin kjörtímabil hafi starf sveitastjóra í Svalbarðsstrandarhreppi alltaf verið auglýst. Því sé það gagnrýni- vert að önnur leið hafi verið farin nú án vitundar kjósenda. Hinrik Máni Jóhannesson verktaki segir að í raun séu mun fleiri íbúar óá- nægðir með ráðningu Eiríks Hauks en sem nemi þeim 83 sem mót- mæltu með undirskrift. Hann viti dæmi þess að margir íbúar hafi hr- ingt í varaoddvita hreppsins og lýst óánægju, fólk sem ekki þorði að skrifa nafn sitt opinberlega á lista af ótta við að verða lagðir í einelti af fjöskyldu Eiríks og sæta ofsókn- um ef þeir skrifuðu undir. „Það kom líka á daginn að Eiríkur fór á bíl á milli bæja og talaði við fólk og hvatti það til að skrifa ekki und- ir. Undirskriftalistinn var sagður persónuleg árás, runnin undan rifj- um einnar maneskju sem er algjör rógburður,“ segir Hinrik Máni. ENN EKKI OF SEINT AÐ BAKKA ÚT „Ég vil meina að það sé enn hægt að bakka úr úr þessu þótt búið sé að skrifa undir. Það er hægt að gera það, mér finnst eindregið að sveit- arstjórn verði að skoða þetta. Ég hefði lagt til að sveitarstjón hóaði saman til íbúafundar og byði ykkur blaðamönnum á þann fund.“ Hann segir að Eiríkur hafi í kosningabaráttunni ekki sagst sækjast sérstaklega eftir sveitar- stjórastöðu og hafi aðeins munað örfáum atkvæðum að hann kæm- ist ekki inn í hreppsnefnd. Vegna fyrri starfa hans og hagsmuna- tengdrar baráttu hefðu enn færri kosið hann ef vitað hefði verið að hann vildi verða sveitarstjóri. „Það er mjög slæmt að þetta sé svona, það eru mjög miklar hagsmuna- tengingar, frændsemi og viðskipta- hagsmunir sem blandast inn í þann stuðning sem hann þó fær. Hvað varðar skipulagsmál hafa Eiríkur og félagar komið því til leiðar að skipulagsnefnd hefur verið lögð niður og þeir geta núna skipulagt allt eins og þeir vilja í Svein- bjarnargerði og í Veigastaðalandi, segir Hinrik Máni. Hinrik Máni segir samfélag- ið nánast loga í deilum. Hann er ómyrkur í máli en telur sig þó túlka rödd margra. „Hér hefur verið framið valdarán af sverustu gerð. Þeir sem fylgja Eiríki að málum hafa persónulega hagsmuni af því að gera það valdarán mögulegt. Það er allt brjálað hérna innan svetar- félagsins, gríðarlegur hiti og menn krefjast breytinga.“ FJANDINN LAUS MEÐ ÍBÚAFUNDI? Akureyri Vikublað ræddi við íbúa í Svalbarðsstrandarhreppi sem segja að Eiríkur Haukur sé framúrskar- andi og duglegur einstaklingur. Hann hefur síðastliðin ár gegnt starfi fjármálastjóra hjá Leikfélagi Akureyrar. Sú staða hefur nú verið lögð niður en Eiríki líkt og öðrum starfsmönnum var sagt upp í sumar. Valtýr Hreiðarsson sem kjörinn var oddviti Svalbarðs- strandarhrepps á síðasta fundi telur að þrátt fyrir óánægju sumra íbúa sé það í hans huga vond hug- mynd að blása nú til íbúafundar um málið. Of seint sé að bakka út úr ferlinu. Þótt 30% íbúa hafi sett nafn á lista séu þó 70% sem ekki hafi gert athugasemd. „Sveitar- stjórn tók þessa ákvörðun og ég held að það sé best að halda sig við hana. Fjandinn gærti orðið laus hér ef haldinn yrði íbúafund- ur.“ Lögfróðir menn hafa nefnt að vafi sé á að Eiríkur Haukur sem sagði sig úr sveitarstjórn þegar hann var kjörinn sveitarstjóri hafi haft lagaheimild til þess. Um þegn- skyldu sé að ræða sem hann hafi heitið að gegna þegar hann fór fram fyrir kosningar og gaf kost á sér. Valtýr hafnar að um lögleysu sé að ræða. „Ég býst við að það standi í landslögum án þess að ég viti það að ekki sé hægt að þvinga mann til þegnskyldu.“ Að auki bendir odd- vitinn á að með því að Eiríkur sé hættur sem sveitarstjórnarfulltrúi hafi kona færst upp, Anna Karen Úlfarsdóttir, sem bæti kynjahlut- föll í sveitarstjórn. Jón Hrói Finnsson, fráfarandi sveitarstjóri Svalbarðsstrandar- hrepps, segist aðspurður ekki vilja tjá sig um deiluna. Hann sé að leita sér að nýrri vinnu. Spurður hvort hann sækist eftir stöðunni áfam ef ákvörðun sveitarstjórnar verður endurskoðuð segir hann að hann myndi e.t.v. hugsa sinn gang ef til hans yrði sérstaklega leitað. Steinsmiðja Akureyrar • Glerárgötu 36 • S: 466 2800 • sala@minnismerki.is • www.minnismerki.is Opnunartímar: Mán. - fim. kl. 13:00-18:00, föst. kl. 13:00-17:00 Frábært úrval af minnismerkjum! Fagmennska • Gæði • Gott verð • 25 ára reynsla FRÉTTASKÝRING Björn Þorláksson EIRÍKUR HAUKUR HAUKSSON: Telur að óánægjan sé úr sögunni. GRÉTAR ÞÓR EYÞÓRSSON: Telur enn ekki of seint fyrir sveitarfélagið Sval- barðsstrandarhrepps að endurskoða ákvörðun sína. Betri stjórnsýsla að auglýsa stöðu sveitarstjóra. HINRIK MÁNI JÓHANNESSON VERKTAKI: Segir allt brjálað í samfélaginu. Vill íbúafund sem opinn verði blaða- mönnum. ÍBÚAR Í SVALBARÐSSTRANDARHREPPI skiptast í tvö horn eftir að Eiríkur Haukur Hauksson var ráðinn sveitarstjóri án auglýsingar. Annar hópurinn segir Eirík duglegan og snjallan en hinn hópurinn talar um „valdarán“.

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.