Akureyri


Akureyri - 16.10.2014, Side 10

Akureyri - 16.10.2014, Side 10
10 38. tölublað 4. árgangur 16. október 2014 Lítil formleg samskipti Heimildir Akureyrar Vikublaðs herma að formleg samskipti hafi verið lítil milli Umhverfisstofn- unar og Landsnets í tæpt hálft ár vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar hluta Glerárdals. Fulltrúar Akur- eyrarbæjar og fleiri hafa haldið fram að Landsnet sé með stofnun fólkvangs í Glerárdal í gíslingu þar sem Landsnet sinni ekki málinu með Umhverfisstofnun. Bærinn vill að Blöndulína 3 fari í jörð við fólk- vanginn, skilyrði fyrir stofnun er að engar nýjar raflínur verði á hinu friðaða svæði. Í Akureyri Vikublaði nýverið var haft eftir fulltrúa hjá Umhverfis- stofnun að fundir séu fyrirhugaðir milli fulltrúa Landsnets og Um- hvergisstofnunar. Einnig er beðið nýrrar úttektar um samanburð á loftlínum og jarððstrengjum. Þá liggur fyrir að iðnaðarráðherra er með frumvarp í bígerð sem sum- ir sveitarstjórnarmenn óttast að muni hafa hamlandi áhrif á sjáfsá- kvörðunarrétt aðila í héraði. -BÞ Norsk og íslensk þjóðlög í nýjum litum Steinar Strøm harðangursfið- luleikari, Harald Skullerud slag- verksleikari og Eyþór Ingi Jónsson, orgelleikari munu ásamt Hymnodiu flytja tvenna tónleika á morgun og á laugardag. Flytjendur blanda saman norsk- um og íslenskum þjóðlagahefðum. Einnig verða frumfluttar nýjar þjóðlagaútsetningar eftir Gísla Jó- hann Grétarsson og Michael Jón Clarke. Slagverksleikarinn Harald Skullerud er fæddur árið 1970. Hann hefur einbeitt sér að heims- tónlist og hefur m.a. stúderað v-afríska tónlist í Senegal, Gamb- íu og Malí og arabíska tónlist í Palestínu. Hann er eftirsóttur tón- leikaslagverksleikari og stúdíótón- listarmaður og hefur spilað inn á fjölda hljómplatna. Harðangursfiðluleikarinn Stein- ar Strøm er frá Sigdal í Noregi og byrjaði þar að spila á hljóðfæri sitt 8 ára gamall. Þrátt fyrir að hann sé trúr spilahefð sinnar heima- byggðar, leitar hann nýrra leiða í túlkun þjóðlagatónlistar. Hann er ekki aðeins virtur hljóðfæraleikari, hann vinnur einnig við kennslu og stjórnun ungmennasveita. Tónleikarnir fara fram í Akur- eyrarkirkju föstudaginn 17. október kl. 20 og Tjarnarborg, Ólafsfirði, laugardaginn 18. október kl. 16. Spurt um menntun áfengisráðgjafa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur sent skriflega fyrirspurn til heil- brigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júl- íussonar, þingmanns Norðaustur- kjördæmis, þar sem spurt er hvort verið sér að endurskoða námskröf- ur til áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Slíka endurskoðun segir þingmað- urinn í samræmi við ábendingu landlæknis um nauðsyn þess að slík endurskoðun fari fram sem taki mið af menntun sambærilegra stétta í nágrannalöndum okkar. Töluverð umræða hefur farið fram síðastliðin misseri um hvort aðferðafræði SÁÁ og þar á meðal hvernig staðið er að menntun ráð- gjafa sé úrelt. Nú síðast hefur Árni Snævarr, fyrrverandi fréttamaður, lýst eigin reynslu af áfengismeð- ferð og gagnrýnt SÁÁ. Árni hefur sagt að sjálfsvíg ungrar konu á Vogi nýverið hafi farið furðu fljótt í frétt- um og umræðu. Áður hafa þó kom- ið fram gagnrýnisraddir á að ungt og lítt reynt fólk, á svokölluðum bangsagangi á Vogi, sé í samneyti við allt annan hóp. Hefur orðið umræða hvort þörf sé á grund- vallarviðhorfsbreytingum gagnvart aðferðafræði SÁÁ og þeirra sem mest hafa um meðferð við vímu- efnavanda að segja hér á landi. Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda hefur áhyggjur af því að börn séu send til meðferðar á Vogi þar sem sam- gangur er við fullorðna. Í lögum nr. 74 frá árinu 1997 um réttindi sjúk- linga segir í 27. gr: Umhverfi og að- búnaður sjúkra barna á heilbrigð- isstofnunum skal hæfa aldri þeirra, þroska og ástandi. „Því spyrjum við, að gefnu tilefni, er það álit umboðsmanns barna að aðbúnaður barna á Sjúkrahúsinu Vogi uppfylli þessi skilyrði lag- anna?” a Boðað til messu. Völundur S: 571-9331 - akureyri@boggmisetrið.is - www.boggmisetrið.is OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 12:00 - 22:00 HEFUR ÞÚPRÓFAÐBOGFIMI ? AUSTURSÍÐA 2 - 603 AKUREYRI

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.