Akureyri


Akureyri - 16.10.2014, Side 13

Akureyri - 16.10.2014, Side 13
16. október 2014 38. tölublað 4. árgangur 13 Meðalaldur Akureyr- inga hækkað um þrjú ár Að beiðni Stapa lífeyrissjóðs og Ak- ureyrarbæjar hefur Capacent tekið saman greiningu á stöðu og horfum á fasteignamarkaði á Akureyri. Ver- kefnið var unnið með þeim hætti að gagna um fasteignamarkaðinn var aflað annars vegar úr skýrslum og almennum upplýsingum um mark- aðinn og hins vegar með því að nýta svör úr könnun sem Capacent gerði í lok árs 2013. Meðalaldur þjóðarinnar hækkar, meðalaldur á íbúa á Akureyri hef- ur hækkað um 3 ár frá 1998 sam- kvæmt skýrslunni, hann var 33,65 ár árið 1998 og hækkaði í 36,45 árið 2014. Á sama tíma hækkaði meðalaldur á höfuðborgarsvæðinu úr 34,06 í 36,52 ár á sama tímabili. Forvitnilegt er að skoða jafna fólksfjölgun á Akureyri allt frá fyrstu tíð nánast. Íbúum á Akureyri fjölgaði á sama hátt og íbúum þétt- býliskjarnans á suðvesturhorninu fyrstu sex áratugi 20. Aldarinn- ar. Síðan aftur á þeim áttunda en íbúaþróunin náði ekki að halda í við höfuðborgarsvæðið síðustu tvo áratugi aldarinnar. Annar hver Norðlendingur Akur- eyringur Akureyringar eru 48% af íbúum Norðurlands, 18.103 íbúar af um 37. 700 Norðlendingum alls. Árin 1998-2013 fjölgaði Akureyringum um 1,02% að jafnaði á ári en á sama tíma fjölgaði fullgerðum íbúðum á Akureyri um 1,96% að jafnaði á ári, þ.e. nær tvöfalt meira en sem nemur árlegri meðalaukningu íbúa. Ein ástæða gerðar skýrslunnar var að kanna þörf fyrir nýtt húsnæði í bænum. Í stuttu máli er niðurstaðan að ekki séu ástæður fyrir stórfelld- um framkvæmdum og að nýbygging leiguhúsnæðis sé vart að óbreyttu arðbær framkvæmd. Ástæður fjölg- unar íbúðahúsnæðis umfram mann- fjölda eru m.a. aukin eftirspurn eft- ir frítímahúsnæði, að skortur hafi verið á íbúðarhúsnæði áður eða að færri íbúar séu um hverja íbúð. 7.500 íbúðir í bænum Heildarfjöldi íbúða á Akureyri hef- ur aukist úr því að vera 5.493 tals- ins í ársbyrjun ársins 1998 í 7.473 í ársbyrjun 2014. Aukningin sam- svarar um 1,92% á ári. Mest fjölg- un íbúða á milli ára var árin 2004 (3,3%) og 2005 (4,4%). Árið 2005 voru fullgerðar íbúð- ir skv. talnaefni Akureyrarbæjar 317 talsins, sem er talsvert umfram meðaltal tímabilsins (92). Á sama tíma var mikil aukning í íbúðum í smíðum. Í árslok 1997 voru 150 íbúðir í smíðum á Akureyri. Árið 2014 voru þær 688. Þetta er umtals- verð aukning og „óeðlilega mikil þegar litið er til þess að í einum ár- gangi íbúa 30 ára og yngri eru að jafnaði 259 íbúar, þannig að árleg þörf fyrir nýjar íbúðir ætti að vera innan við það,“ segir í skýrslunni. Gera má ráð fyrir því að í hverri íbúð séu að meðaltali búa 2,4 íbúar, en það var meðalfjöldi í hverri íbúð í hverri íbúð á Akureyri í árslok 2013. Ef gert er ráð fyrir því að það hlutfall haldist óbreytt má gera ráð fyrir því að árleg þörf fyrir íbúðir sé um 110 íbúðir, sem er nokkru hærra en meðalfjöldi fullgerðra íbúða árin 1997-2013 en þær voru að meðaltali 92. Fáir á miðjum aldri Einn af þeim köflum sem mesta athygli vekja e.t.v. í skýrslunni – og varða sjálfbærni sveitarfélagsins, er að framfærsluhlutfall á Akureyri er óhagstæðara en almennt á landinu. Akureyringar eru hlutfallslega fáir á miðjum aldri. Fleiri en sem nemur landsmeðaltali eru yngri en 35 ára eða eldri en 56 ára.Þá eru tekjur Akureyringa undir landsmeðaltali. Svipað hlutfall er með tekjur fyrir skatt á í kringum hálfa milljón en mun fleiri Akureyringar hafa litlar tekjur og færri miklar en að jafnaði gerist á landinu öllu. Þá eru Akur- eyringar fleiri einhleypir en gengur og gerist á landinu. Í skýrslunni segir að skipta megi íbúum sveitarfélaga í tvo flokka. Annars vegar fólk á starfsaldri og hins vegar fólk sem ekki hefur náð starfsaldri eða hefur lokið starfsævi sinni. Miðað er við að íbúar á aldr- inum 16-67 ára séu á starfsaldri, 15 ára og yngri séu ekki komnir á starfsaldur og 67 ára og eldri hafi lokið sinni starfsævi. Framfærslu- hlutfall segir til um það hversu hátt hlutfall íbúa eru á þeim aldri þar sem þeir þurfa tiltölulega litla þjón- ustu sjálfir en greiða að jafnaði mest til samfélagsins í formi skatta og þjónustugjalda. Hátt hlutfall segir að byrðin sé meiri fyrir fólk á starfs- aldri og öfugt ef hlutfallið er lágt. Árið 2014 var framfærsluhlutfallið á Akureyri 0,52, en hagstæðast er ef hlutfallið er lágt. Hlutfallið er að jafnaði hærra á Akureyri en á höf- uðborgarsvæðinu og örlitlu hærra en á landsbyggðinni. Munurinn hef- ur aukist frá árinu 2000, en þá var hlutfallið 0,55 á Akureyri en 0,51 á höfuðborgarsvæðinu og munurinn tæp 8%. Um síðustu áramót hafði munurinn aukist í tæp 12% (0,52 á Akureyri samanborið við 0,47 á höfuðborgarsvæðinu). Skýringin liggur frekar í aldurshópnum 0-15 ára heldur en 67 ára og eldri. Hefur áhrif á fasteignaverð Ef horft er á tekjudreifingu íbúa Akureyrar annars vegar og fram- færsluhlutfallið hins vegar má sjá að óhagstætt hlutfall hefur nei- kvæð áhrif fasteignaverð. Ráðstöf- unartekjur á Akureyri minnkuðu þó minna á tímabilinu 2008-2012 heldur en í Reykjavík. Hlutfall heildarskulda af ráðstöfunartekj- um ársins er talsvert lægra á Akur- eyri en í Reykjavík. Samkvæmt könnun Capacent búa 65% Akureyringa í eigin hús- næði samanborið við 72% á höf- uðborgarsvæðinu. Af þeim sem ekki búa í eigin húsnæði býr ríf- lega þriðjungur í húsnæði sem er í eigu einstaklinga, þriðjungur í foreldrahúsum og þriðjungur í íbúð í eigu leigufélags, þ.m.t. náms- mannaíbúð og félagslegri íbúð. a FRÉTTASKÝRING Björn Þorláksson

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.