Akureyri - 16.10.2014, Qupperneq 20
20 38. tölublað 4. árgangur 16. október 2014
Á sviðinu í 40 ár!
Akureyringurinn Pálmi Gunnars-
son stígur á stokk með hljómsveit
sinni, Mannakornum, á tvennum
tónleikum í Hofi um helgina.
“Nei, það er sko ekki sjálfgefið
að hljómsveit lifi svo lengi,” segir
Pálmi þegar blaðamaður nær tali
af honum í Reykjavík. Þá er hann
nýkominn út úr hljóðveri þar sem
hann hefur síðustu mánuði ásamt
félögum unnið að enn einni plöt-
unni með Mannakornum.
“Ég held að þetta brölt borgi
sig ennþá, að okkur líði eins og
að það hefði verið verra að gera
þetta ekki,” segir Pálmi kankvís
um nýja diskinn sem ber vinnu-
heitið “Í núinu” eftir einu laganna.
Hann segir að á upptökutíma verði
hljómsveitarmeðlimir innhverf-
ir og átti sig ekki alltaf á hvað sé
í höndunum en hann sé bjartsýnn.
Diskurinn kemur út fyrir jól.
BRAUÐ AF HIMNI – ORÐ GUÐS
Orðið Mannakorn kemur úr biblí-
unni og þýðir brauð af himnum eða
orð Guðs. Kjölfesta hljómsveitar-
innar í upphafi voru Magnús Ei-
ríksson, aðal laga- og textahöfund-
ur, gítarleikari og söngvari, Pálmi
Gunnarsson, bassaleikari og aðal-
söngvari, Baldur Már Arngrímsson,
gítar, slagverk og söngur og Björn
Björnsson, trommur og söngur. Auk
þeirra var Vilhjálmur Vilhjálmsson
gestasöngvari ásamt Úlfari Sig-
marssyni á píanó.
Á fyrstu plötunni voru 12 lög
og textar, mest eftir Magnús nema
Lilla Jóns sem er eftir Ray Sharp og
Jón Sigurðsson og svo lag við Hud-
son Bay eftir Stein Steinarr. Magn-
ús átti sterka hefð í blúsnum og er
líkt og Pálmi einn af máttarstólpum
íslenskrar poppmenningar síðustu
40 árin. Baldur Már er af Welding
ættinni, fæddur 3. nóvember 1943.
Hann lék meðal annars með hljóm-
sveitinni Lúdó og var einnig einn
af félögunum í Lísu. Björn er sonur
hins fræga trombónleikara Björns
R. Einarssonar og hafði áður lamið
húðir t.d. hjá Pónik, Lúdó og Lísu.
AÐ VERA ENN AÐ
Magnús Eiríksson segir í samtali
við Akureyri Vikublað að lykillinn
að hinu langa og farsæla samstarfi
við Pálma sé sennilega sá að “við
höfum ekki alltaf hangið saman”,
eins og hann orðar það. Þeir hafa
þó eitthvað spilað á hverju ári í
40 ár undir merkjum Mannakorna.
“Ég veit ekki hvað stendur upp úr
þessum langa ferli en kannski er
það þegar mest var að gera, þegar
enn voru sveitarböll og svoleiðis.
Þá var oft ansi mikið líf í tuskun-
um,” segir Magnús.
“Svo varð ákveðin þróun, við
Pálmi fórum báðir í Brunaliðið sem
varð “súperhit” en gerðum á svip-
uðum tíma Í gegnum tíðina sem var
mikið seld og varð mjög vinsæl. Já,
Í sínki! Ellen Kristjánsdóttir hefur komið sterk inn síðari ár og skipar stóran sess á tónleik-
um og plötum.