Akureyri - 16.10.2014, Blaðsíða 21
16. október 2014 38. tölublað 4. árgangur 21
GALDRAR BIRTUNNAR
Véronique Legros
Landiða – Fata morgana
Sjónlistamiðstöðin, Ketilhús
27. september – 2. nóvember 2014
Véronique Legros hefur búið hér á
landi s.l. 16 ár og er þetta fjórða sýn-
ing hennar á Íslandi. Á fyrstu sýn-
ingunni, í Deiglunni á Listasumri
2001, sýndi hún stórar brúntóna
ljósmyndir, annars vegar af náttúru
Íslands í óbyggðum og hinsvegar
borgarlandslagi Tokyo í morgun-
skímunni; falleg og áhugaverð
sýning sem bætti nýjum þætti við
myndlistarflóru Eyjarfjarðar. Hún
tók þátt í samsýningu erlendra lista-
manna, búsettra í Eyjafirði, í Ket-
ilhúsinu 2009, þar sem verk ólíkra
listamanna mynduðu eftirminnilega
heild. Þegar hún sýndi, nokkrum
árum seinna, í Verksmiðjunni á
Hjalteyri, varpaði hún myndum af
fuglum í yfirstærð á veggi og spil-
aði hljóð þeirra undir. Á sýningunni
sem nú stendur yfir í Ketilhúsinu
hefur Véronique skipt fuglahljóðun-
um út fyrir flugnasuð sem vissulega
reynir á þol áhorfandans en gefur
sýningunni dýpt, jarðtengingu og líf.
Galdrar birtunnar
Á sýningunni Landiða – Fata
morgana er eins og að báðar fyrri
einkasýningar Véronique gangi í
endurnýjun lífdaga með útvíkkuðu
þema, birtunni og göldrum hennar.
Hún notar ýmsar tæknibrellur og
tæknimöguleika þar sem birtan og
blekkingin (skynvillan) bregða á
leik. Véronique talar um að hún hafi
áhuga á að notfæra sér sjónræna
veikleika tækninnar. Sýningin
fjallar mikið um að horfa á hluti,
skynja, tengja og melta náttúruna,
umhverfið. Að sjá það sem kannski
er ekkert en er samt eitthvað, allt
eftir viðhorfi áhorfandans. Þessi
sýning krefst þess að menn setji sig
inn í hugmyndina að baki verkinu,
sem skilgreind er að nokkru leyti í
sýningarskrá. Áhorfandinn þarf að
gefa sér tíma til að horfa vel og svo
að lokum að tengja saman, það sem
upplifað er, það sem maður sér á
sýningunni. Í sýningaskrá Sjónlist-
armiðstöðvarinnar 2014 segir á bls.
35 „Undirstaða og leiðarstef sýn-
ingarinnar er hugtakið mirage (tí-
brá), sem gefur til kynna skynvillu
eða blekkingu“.
Að horfa og að sjá
Í sal Ketilhússins er hátt til lofts
og nýtir Véronique það vel við gerð
turnsins eða skúlptúrsins sem hún
hefur staðsett þar. Á honum eru
gægjugöt og er tréstólum raðað allt
í kring, einum við hvert gat. Þetta
er þátttökulist því stellingar áhorf-
andans þegar hann horfir í gegn-
um götin spila stóra rullu og hrífa
augljóslega listakonuna, en allir
sem hafa fengist við módelteikn-
ingu vita hversu heillandi manns-
líkaminn er í sínum margvíslegu
stellingum. Hvað menn sjá í gegn-
um götin fer síðan eftir hugmynda-
flugi áhorfandans. Það sem Véron-
ique er fyrst og fremst að fjalla
um á þessari sýningu er að horfa
og að sjá. Hvað við sjáum ákvarð-
ast af því hvernig við horfum og
horfi menn yfirborðslega sjá þeir
kannski ekki mikið. Á sýningunni
eru líka stórar landlagsmyndir, af
sænsku landslagi, fjöllum sem
geta verið hvar sem er í heiminum,
við þekkjum þau sem íslensk en
kannski sjá aðrir þau sem tilheyr-
andi sínu eigin umhverfi. Mynd-
irnar eru teknar á gamla filmuvél,
tvisvar tekið ofan í sömu myndina,
sem gefur þeim dularfullan og
óræðan blæ. Myndirnar eru á ljós-
ritum sem límd eru á veggina og
líkjast, í fljótu bragði, grófum blý-
ants- eða kolateikningum. Tilfinn-
ingin í verkunum vekur minningu
um einhver verk Georgs Guðna,
þó að samtímis séu þau ólík eiga
þau sameiginlega næmnina gagn-
vart landslaginu og birtunni. Hluti
ljósmyndarinnar í stóra salnum
er einnig sýndur á myndskjá sem
liggur á gólfinu framan við hana.
Saman eru þau óræð og áhrifarík
og hljóðið í verkinu eykur á dulúð
þess og í raun allrar sýningarinnar.
Véronique varpar þremur mynd-
um á veggi og nýtir þar tæknina á
nokkuð óvenjulegan hátt.
Horft beint í sólina
Á einni myndinni er horft beint
í sólina, sem allir vita að er í raun
hættulegt sjóninni og stranglega
bannað. Á hinum tveimur vinn-
ur hún með tíbrána eða ljósbrotin
sem myndast við þær aðstæður og
býr til regnbogalitað prisma eða
geislabaug. Á ensku er þetta fyr-
irbæri kallað Glory eða Circle of
Ullao. Á landslagsmyndinni sem
varpað er upp hefur Véronique
teiknað með ösku Eyjafjallajökuls
og reynt að ná burtu hluta prism-
ans en þó læðist það í blátónum
meðfram jöðrum og línum og ýtir
undir sjónræn áhrif verksins; gef-
ur tilfinningu fyrir einhverskonar
Fata morgana. Annar myndvarpinn
á svölunum lýsir beint upp í loftið
og kallast það verk á við sólarverk-
ið niðri. Kosturinn við svalirnar í
Ketilhúsinu er að þaðan er hægt
að skoða sýningar frá öðru sjón-
arhorni.
Eitt verkið á sýningunni eru tve-
ir skjáir sem mynda 90 gráðu horn
og sýna mynd af vegi og vegstikum;
á keyrslu í myrkri og snjó. Þarna er
fjallað um sjónsviðið því allir sem
keyrt hafa við slíkar aðstæður vita
hversu erfitt það getur verið. Véron-
ique, Gústav Geir Bollason og Sig-
urður Árni Sigurðsson stunduðu
nám í sama listaskóla í París og
nota öll ljósið og áhrif þess á hátt
sem hefur algera sérstöðu í mynd-
list á Íslandi, en löng hefð er fyrir í
Frakklandi. List impressionistanna
byggði á andartakinu og birtunni
í því. Véronique segist hafa mikinn
áhuga á ljósinu og því hafi hún val-
ið að vinna með ljósmyndir.
Hentar öllum skólastigum
Þessi sýning hentar mjög vel
til safnkennslu fyrir öll skólastig
þar sem hægt er að nálgast hana
á svo mismunandi hátt, allt eftir
þroskastigi hvers og eins. Börn eru
svo opin, forvitin og klár. Þau eru
forvitin um heiminn og hvernig
hann er gerður, bæði sólin (birt-
an) og jörðin (landið). Ég hvet því
alla kennara, ekki einungis mynd-
menntakennara, til að gefa nem-
endum sínum tækifæri til að skoða
þessa sýningu.
Guðrún Pálína
Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi.
Sýning Véronique Legros,
Landiða – Fata morgana, stendur
yfir í Ketilhúsinu til 2. nóvem-
ber og er opin alla daga nema
mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er
ókeypis. Leiðsagnir á sýningar
Ketilhússins og Listasafnsins á
Akureyri eru alla fimmtudaga kl.
12.15.
það er alltaf gaman að spila með
góðu fólki, annars væri maður eki
að þessu og gaman að flytja eigin
verk og komast upp með það, að
þurfa ekki lengur að kópíera aðra,”
segir Magnús.
FÆR STUNDUM MÚSÍKEITRUN
Spurður um eigin lagasmíðar, segir
Magnús að hann hafi ekkki tölu á
þeim lögum sem hafi komið út eftir
hann en u.þ.b. 40 lög hafi orðið vin-
sæl. Hann gerir textana alltaf sjálf-
ur en neitar að svara spurningum
um eigið uppáhaldslag eða texta.
Hann segir lagasmíðar velta á stuði
og stemmningu hvers tíma. “Stund-
um kemur nýtt lag á “no time” en
stundum vinnur maður þau lengi,
textarnir ráða miklu um hvern-
ig lagið verður, ég er ánægðastur
þegar hvort tveggja kemur nánast
um leið. Oftast er maður búinn að
semja lag og gerir svo textann en
þetta gerist líka á hinn veginn. Svo
fær maður stundum músíkeitrun
og kemur ekki nálægt þessu í dá-
lítinn tíma.”
BRAGGABLÚS MAGGA
Gegnum tíðina sem áður var
nefnd er sennilega þekktasta plata
Mannakorns. Hún kom út 1977 og
geymdi tíu lög og texta eftir Magn-
ús nema textann við Ræfilskvæði
sem er eftir Stein Steinarr. Platan
þótti marka tímamót í mörgum
skilningi og með henni sannaði
Magnús sig sem einn fremsta laga-
og textahöfund landsins. Platan
þótti þjóðleg þótt hún væri poppuð
og grípandi. Umslagið vakti eftir-
tekt. Platan geymir meðal annars
lagið Braggablús sem löngu er
orðið sígilt.
Hljómsveitin Mannakorn mun
með nýja diskinum fyrir jólin hafa
10 stúdíóplötur á ferilskránni og
er þá ekki allt talið. Síðasta eig-
inlega Mannakorns platan með
frumkvöðlunum kom út 1979 og
nefndist – „Brottför kl. 8“, sú þriðja
í röðinni. Seinni plötur eins og „Í
ljúfum leik“, 1985, „Mannakorn 5“
árið 1985, „Mannakorn 6“ sem kom
út 1990 og „í Blómabrekkunni” sem
kom út 2012 eru skipaðar ólíkum
tónlistarmönnum en þeir Magnús
og Pálmi mynda enn kjölfestuna í
hljómsveitinni líkt og þeir hafa gert
síðustu tæp 40 árin eða frá stofnun
sveitarinnar.
Mannakorn verður sjö manna
hljómsveit á tónleikunum í Hofi.
Ellen Kristjáns verður með í för
eins og á öllum stærri Mannakorns-
tónleikum í seinni tíð. Magnús Ei-
ríksson segir mjög gaman að spila
í svo stórri hljómsveit en Manna-
korn hafa aldrei spilað í Hofi áður.
Af uppáhalds húsum norðlensk-
um nefnir hann Græna hattinn,
Rauðku á Siglufirði og Laugaborg
í Eyjafjarðarsveit. “Við hlökkum
mikið til að koma norður.”
-BÞ
Magnús Eiríksson: Skipaði sér snemma í hóp með bestu lagasmiðum þjóðarinnar
og er enn að.