Akureyri


Akureyri - 16.10.2014, Side 18

Akureyri - 16.10.2014, Side 18
18 38. tölublað 4. árgangur 16. október 2014 Tónleikar vegna útgáfu disksins Með fögnuði Í Hólaneskirkju á Skagaströnd Föstudaginn 17. október kl. 20:30 Glerárkirkju á Akureyri Laugardaginn 18. október kl. 17:00 Miðaverð 1000 kr. AÐSEND GREIN Vakning Fram til ársins 1975 léku lið KA og Þórs saman undir merkjum ÍBA. Bestu leikmenn KA og bestu leik- menn Þórs sameinuðust í eitt lið og léku þeir þar saman. Leikmenn ÍBA voru engu að síður áfram KA-menn og Þórsarar en þeir voru jafnframt samherjar í liði ÍBA og, það sem meira er, allir góðir vinir. Flestir þessara manna eru í dag einmitt annaðhvort KA-menn eða Þórsarar, og enn vinir. Flestir þeirra vilja að sama skapi að þessi tvö félög sam- einist á ný. Það vilja þeir vegna þess að Akureyri hefur ekki gert margt í fótbolta í mörg ár og stefnir lítið í þá átt að það breytist. Það er ef- laust skoðun þeirra m.a. vegna þess þeir þekkja þessa tíma vel og geta einmitt talað af reynslu að vel tókst til. KA endaði nýafstaðna leiktíð í 8.sæti í annarri deild og er jafn- langt frá falli og að fara upp um deild. KA hefur verið í þessari sömu deild frá því það féll haustið 2004. Þór fellur með 12 stig, úr deild þar sem mest var hægt að fá 66 stig. Það gerir 18% vinningshlut- fall. Einhverjir myndu flokka það sem arfaslaka niðurstöðu. Þór féll úr efstu deild árið 1994 og var í neðri deildum fram til ársins 2002 þar sem það féll strax aftur. Reynd- ar féll Þór í þriðju deild árið 1998 og þurfti tvær tilraunir að fara upp. Þór var svo í næstefstu deild til ársins 2010 er það komst upp en féll strax aftur. Náði félagið svo að vera tvö ár í efstu deild en féll svo með áðurnefndum árangri. Þessi árangur félaganna er afar lélegur þrátt fyrir aðstöðu sem mörg félög á Norðurlöndunum myndu þiggja með miklum þökkum. Lengi vel var ég á þeirri skoðun að hafa KA og Þór saman væri vitleysa en ég hafði ég ekkert til að styðja þá skoðun mína nema tilfinningar og „mér finnst…“. Þeir sem eru á móti sameiningu (eða hvað við viljum kalla það) í dag hafa einmitt ekkert meira með sér en einmitt tilfinningar. Að mínu mati kann það aldrei góðri lukku að stýra að láta tilfinningar stjórna, skynsemin verður að fá að ráða. Það er nefnilega ekkert nema skynsemi að setja þessi tvö lið saman. Við, Akureyringar, getum þetta ekki í sitthvoru lagi. Árangur- inn sannar það, eða árangursleysið, og mælist ég til þess að fólk vakni. Ástæður þess að ég tel best að hafa lið sem keppir undir merkjum Akureyrar eru meðal annars: – Meira fjármagn, meiri aug- lýsingatekjur, fleiri koma á leiki, sparnaður í launum til þjálf- ara, framkvæmdastjóra, búninga, ferðalaga osfrv. – Líklegra að halda í heimamenn sem eitthvað geta ef liðið er í efstu deild. Ekki síst ef liðið keppir um titla. Sem hlýtur einmitt að vera það sem allir vilja. – Hægt að styrkja liðið (ef þess þarf) með betri aðkomumönnum, sem hækka þá gæðin og rífa þá vonandi aðra með sér á hærra plan. – Betri árangur gæti ef til vill leitt af sér sæti í Evrópukeppni. Slíkt bætir umgjörð, metnað og fé- lagið í heild. Slíkt skiptir líka bæj- arfélagið miklu máli. Því til Akur- eyrar koma þá lið að keppa og þeim fylgir eflaust um fjölmennt teymi í liðinu sjálfu. Fréttamenn, aðdá- endur osfrv. Allt þetta fólk þarf gistingu, að ferðast og að borða. Ávinningur fyrir bæjarfélagið allt. – Svo kannski dálítið stór puntk- ur. Efnilegir strákar frá nágranna- byggðum myndu eflaust koma í Ak- ureyri. Því það lið væri að berjast í efstu deild, í Evrópukeppni og að slást um titla. Það þarf varla að benda á fjölda leikmanna frá Dalvík og Húsavík sem hafa náð frama með því að fara suður. Eðli- lega hafa þessir leikmenn ekki haft neitt að sækja til Akureyrar hingað til. Því vil ég einmitt breyta. Hægt væri að taka saman fleiri atriði en ég læt þetta duga í bili. Það eru einnig aðrir hlutir sem ég hef velt fyrir mér undanfarið, þá meina ég hvað þessa sameiningu varðar. Af hverju höfum við Akur- eyringar ekki bara alltaf haft þessi félög saman? Þessi vangavelta fór fram um daginn er ég spjallaði um þessa hluti við góðan vin. Tókum við árin um það bil 1981-1989 þegar Þór náði oft fínum árangri, t.d. sumr- in 1983, 1985 og 1987. Fósturfaðir minn lék einmitt með Þór á þessum árum, það má því segja að ég þekki þau ár mjög vel sem og man ég þá vel þó ég hafi verið barn. KA varð svo meistari 1989 en hafa sem fátt getað síðan. Það sem við vinur minn rædd- um var, hvað ef? Já, hvað ef félögin hefðu verið saman á þessum árum. Okkar niðurstaða var einföld, Ak- ureyri hefði verið (og væri senni- lega enn) stórveldi í fótbolta á Ís- landi. Hvet ég fólk til að rifja upp hverjir voru í Akureyrarliðunum tveimur á þessum árum og svo setja þau saman og sjá hve svakalega sterku liði hefði verið hægt að tefla fram. Þetta er einmitt málið. Ég vil hafa sterkt lið, í handb-, körfu- og fótbolta. Ég fer á alla leiki með Akureyri handboltafélagi sem ég get en ég nenni ekki að fara á fót- boltaleikina. Það er á hreinu að ég færi á alla fótboltaleiki sem ég gæti hér á höfuðborgarsvæðinu værum við með sterkt lið í efstu deild sem héti Akureyri. Ekki endilega því mér finnst fótbolti svo æðislegur. Heldur því ég vil sjá mitt gamla bæjarfélag gera vel og ekki síst hitta fólk sem ég þekki og gleðj- ast svo yfir glæstum sigri minna manna. Það er nefnilega merkilegt hvað íþróttaúrslit geta lyft manni upp í grámygluðum hversdagsleik- anum. Það er sorglegt þegar gamlir kunningjar mínir saka mig um að vera á þessari skoðun vegna haturs á fótbolta. Það er frekar kjánalegt að halda slíku fram vegna þess að ég er á þessari skoðun einmitt því ég trúi því að þessi gjörningur myndi lyfta greininni á hærra plan. Kannski er það ekki það sem fólk vill? Ég hef sagt það áður við vini mína á Akureyri að þetta snýst um að velja. Viljum við óbreytt ástand og vera í samkeppni við Tindastól og Völsung (með allri virðingu) eða þora í breytingar og vera í samkeppni við FH og KR. Þetta er ekkert mikið flóknara í mínum aug- um. Það er búið að eyða vel á fjórða milljarði króna fyrir fótboltaað- stöðu á Akureyri síðan 2002. Nú er bara kominn tími til að vakna og fara að geta eitthvað. Förum að vinna gott fólk! Arnar Gunnarsson Myndabækur til góðs eða ills? Í næstu viku munu nemendur í Barna- og unglingabókmennt- um við Háskólann á Akureyri hefjast handa við að greina ís- lenskar myndabækur. Þeir munu leita svara við spurningunni: Eru myndabækur sem foreldrar og leik- skólakennarar lesa fyrir börn góðar eða slæmar með tilliti til jafnréttis- mála? Sýna þær til að mynda að strákar jafnt sem stelpur geti bak- að kökur og að stelpur jafnt sem strákar geti brunað á skíðum? Eða sýna þær aðskilda heima stúlkna og drengja? Á Norðurlöndunum hafa verið gefnar úr margar góðar mynda- bækur sem storka hefðbundnum kynjahlutverkum. Á sama tíma er fjöldi myndabóka til sölu sem viðheldur staðalmyndum kynjanna. Vinna nemendanna við HA er hluti af norrænu verkefni um jafnrétti í myndabókum. Um framkvæmd verkefnisins sér “Reform Ressurs- senter för menn” í Noregi fyrir hönd norræna ráðherraráðsins en umsjón hefur Ole Nordfjell. Í lok verkefnisins verður opnuð norræn vefsíða um jafnrétti í bókum fyrir leikskólabörn. Á vefsíðunni verða ýmis dæmi, bjargir og aðferðir sem starfsfólk leikskóla getur nýtt sér í skólastarfinu. Ole Nordfjell verður með opinn fyrirlestur um jafnrétti í mynda- bókum í Háskólanum á Akureyri, mánudaginn 20 okt. kl. 12. a

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.