Akureyri - 16.10.2014, Side 8
8 38. tölublað 4. árgangur 16. október 2014
VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA?
Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem
sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í
blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu-
póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856.
LOF OG LAST VIKUNNAR
LOF fær Árni Arason bílstjóri hjá
ferliþjónustunni hér í bæ fyrir einstaka
lipurð og hjálpsemi. Svo skrifar kona fyrir
höndstarfsmanna Skógarlundar. „Komi
Árni auga á að einhver þarfnist hjálpar,
býður hann strax fram aðstoð sína. Á
þremur dögum hefur hann hjálpað þremur
starfsmönnum Skógarlundar, þegar þeir
hafa lent í vandræðum með bílana sína.
Þess utan er hann mjög lipur í samskiptum
og mjög gott er að eiga við hann samstarf.
Í okkar huga er Árni Arason starfsmaður
mánaðanna hjá Akureyrarbæ,“ segir í
glaðlegu bréfi til blaðsins...
LAST fá bíóhús enn á ný fyrir hávaða.
„Ég tek undir með “öldungnum á efri
brekkunni” í því að LASTA bíóin fyrir
hávaðamengun. Ég hætti að fara í bíó fyrir
nokkrum árum vegna óþolandi hávaða í
augýsingum. En nú nýlega kom mynd sem
mig langaði til að sjá og var að vona að
þeir sem stjórna í bí húsunum hefðu séð
að sér og lagað þetta. En - þvílík von-
brigði! Hávaðinn sem aldrei fyrr, nánast
pyntingar! Skyldi hljóðstyrkurinn aldrei
hafa verið mældur? Eða er meiningin að
gera alla heyrnarlausa? Eru ekki takmörk
fyrir þvi hvað má bjóða fólki? Takk fyrir
gott blað,“ skrifar kona á brekkunni...
„Mig langar að LOFA þjónustu
dekkjaverkstæða á Akureyri, en hún er
undantekningarlítið góð,“ segir í bréfi frá
Eyrarpúka. Hann getur þess í bréfinu að
þjónustan kosti skildinginn en telur að
þjónustuviðmót sé almennt gott – stundum
við álag og erfiðar aðstæður. „Mér finnst
við alveg mega vera duglegri að hrósa hvert
öðru, þótt ég fagni því að hafa dálk eins og
þennan þar sem hægt er að koma gagnrýni
á framfæri líka,“ segir Eyrarpúkinn...
LOF fær höfundur Hraunsins sem
Ríkisútvarpið sýnir nú á sunnudagskvöld-
um fyrir að „gleyma ekki mennskunni“
segir í bréfi frá Húsvíkingi. Hann bendir
sérstaklega á að þegar hrotti og glæpa-
maður sagði blíðlega við dóttur sína þegar
hann var á leið í fangelsi í síðasta þætti:
„Mamma les fyrir þig í kvöld.“ Ábending
Húsvíkingsins kallast á við viðtal í blaði
dagsins við Björn Thors um sjónvarps-
persónuna Kenneth Mána. Lifi mennskan
og umburðarlyndið...
AKUREYRI VIKUBLAÐ 38. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2014
ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is.
AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193.
RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri.
UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING
14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND
AÐSEND GREIN HJÖRLEIFUR HALLGRÍMS
Ég hef engu logið
Framkvæmdastjóri KEA er heldur
óhress í síðasta tölublaði Akureyri
vikublaðs og sakar mig um tilhæfu-
lausar ásakanir og varla
sé eitt sattt orð að finna í
grein minni í þessu blaði
frá 25. september s.l. En
stöldrum nú aðeins við. Til
að byrja með vil ég minna
framkvæmdastjórann á
að á fundi í Akureyrar-
deild KEA þegar það hafði
spurst út að KEA væri
að kaupa hlut í Ásbyrgi-
-Flóru spurði ég fram-
kvæmdastjórann hvort
satt væri og taldi hann þá
ekki tímabært að svara nokkru þar um
að svo stöddu, enda þyrfti hann ekki
að leita samþykkis stjórnar KEA þegar
ekki væri um stærri fjárfestingu að
ræða. En það, sem kom á daginn eins
og vitað er að keyptur var 1/3 hlutur í
heildversluninni.
Mér er meinilla við að bornar séu á
mig sakir um óheilindi og lygar, enda
allt of lengi búinn að vera í blaða-
mennsku og útgáfustarfsemi til að ég
viti ekki hvar mín mörk liggja í þeim
efnum. Ég hef engu logið.
Og að segja að það séu
ósannindi, sem ég vitna til
af deildarfundum og að-
alfundum hjá KEA; hvað
getur framkvæmdastjór-
inn þá gengið langt í sinni
óheiðarlegu vörn þar, sem
hann sakar mig um ósann-
indi og lygar.
Það, sem ég tel að
hafi e.t.v. farið mest fyr-
ir brjóstið á honum er
orðið, sem ég setti fram,
og var “einkavinavæðing” í sambandi
við kaupin á hlutnum í Ásbyrgi-Flóru
og að hann geri sér enga grein fyr-
ir merkingu orða séu þau sett innan
gæsalappa. Þráspurði hann mig um
heimildarmenn, sem ég eðlilega sagð-
ist ekki gefa upp. Kannski hefur líka
farið fyrir brjóstið á honum saman-
burður minn á dapurlegu gengi KEA
og öðrum kaupfélögum, sem eru í viða-
miklum rekstri með góða afkomu en
KEA ekki. Það er allt satt og rétt, sem
ég segi í fyrrnefndri grein minni þar,
sem vitnað er meira og minna til funda
félagsins og einnig
það að varamaðurinn í stjórn KEA
gaf ekki kost á sér til áfram setu í
stjórninni vegna þess að honum fannst
ekki áhugi fyrir verulegum fjárfesting-
um hjá félaginu.
En að lokum ein saga af götu-
horninu, sem segir að kaup fram-
kvæmdastjórans á 1/3 hlut í Ásbyrgi-
-Flóru hafi kostað u.þ.b. jafn mikið og
heildverslunin öll þegar hún var keypt
í upphafi. Þetta sel ég ekki dýrar en ég
keypti.
Það er illþolandi að geta ekki fjall-
að um rekstur KEA eins og önnur fyrir
tæki án þess að framkvæmdastjórinn
fari af límingunum og auðvitað er stór
spurning hvort ekki sé kominn tími á
að skipta um mann í brúnni.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Vinur er sá er
til vamms segir
Ekki verður annað séð en norðlensk menning sé í blóma. Svo aðeins sé tæpt á viðburðum næstu
daga frumsýna a.m.k. tvö áhugamannaleikfélög um
helgina. Annars vegar Leikfélag Hörgdæla og hins
vegar Leikfélag Fjallabyggðar. Í báðum tilvikum er
um glæný leikverk norðlenskra höfunda að ræða. Þá
eru tónleikar út um allt, ýmsar myndlistarsýningar,
Akureyri hefur getið af sér nýjan skáldsagnahöfund
og svo mætti lengi telja.
Það er því enn mikill hugur í Norðlendingum þótt
margir velti fyrir sér „óréttlæti alheimsins“ – þá ekki
síst hvernig fjárveitingum er misskipt. Einkennileg
blanda ríkisstjórnarinnar af gamaldags hugsun og sið-
blindri nýfrjálshyggju veldur áhyggjum. Ýmsar áherslur
í fjárlagafrumvarpinu eru hreinlega gaga – svo sem
hækkun á matvöru eins og stéttarfélög almennings
hafa harðlega gagnrýnt.
Ríkisstjórnin er þó ekki ein á báti. Ekkert hefur
gerst eftir hrun sem bendir til grundvallarlærdóms
eða nýrrar hugsunar. Enn er það svo að þeir sem fást
við sköpun og listir – s.s. tónlistarskólakennarar – fá
fingurinn frá fjárveitingavaldinu. Ríkisútvarpið, sam-
eiginlegur menningarauður landsmanna, skal fjársvelt
og sveigt til hlýðni. Næsta skref hjá Vigdísi Hauks og
co gæti orðið að gera alvöru úr hótunum og uppræta
öll listamannalaun.
Í stefnu samtímans birtist einnig kynbundinn mun-
ur. Konur sem starfa við menntun, sköpun eða umönnun
eru líklegri en karlar sem sýsla við dauða hluti til að
hafa það fjárhagslega skítt. Samt var það ekki hóf-
semdarfólkið sem kennir í grunnskólanum á daginn
og fer á leikæfingu á kvöldin sem skóp hrunið heldur
hrundi bankaakerfið vegna vondra stjórnmálamanna og
fólksins sem vann í því. Skussarnir fá samt endalausar
launahækkanir, bæði fyrir og eftir hrun, eigum við að
ræða lífeyrishneyksli stjórnmálamanna? Sjálftökuna
sem þeir sóttu sér blygðunarlaust? Almenningur má éta
það sem úti frýs. Margir halda að það sé best að kyngja
óréttinum og láta duga að muldra ofan í kodda að
kveldi dags. Má einnig rifja upp að þeir sem mótmæltu
náttúruspjöllum voru dæmdir í fangelsi í síðustu viku.
Þrátt fyrir blómstrandi menningu, leikhús, söng,
ritlist og myndlist er mikið mein að hér megi menn
helst ekki segja skoðun sína opinberlega undir nafni
ef hún hentar ekki ráðandi öflum, hvað þá taka þátt
í opinberum mótmælum. En hitt dugar ekki heldur
að láta kúga sig endalaust, þá verða aldrei umbætur.
Framfarir kosta fórnir og það er allt í lagi að taka pus
ef leiða mun til farsælla áfangastaða. Akureyri Viku-
blað hafnar þöggun. Því er blaðinu mikið ánægjuefni
að sjá í nýrri rannsókn til meistaraprófs við HÍ, að æ
fleiri akureyrskir blaðamenn horfi nú til mikilvægis
gagnrýninna frétta.
Björn Þorláksson
Hjörleifur Hallgríms
Misjöfn eru morgunverkin, segir einhvers staðar. Sama má segja um mörg önnur mannanna verk. Jón Ingi Hinriksson og Hrafnhildur
Geirsdóttir, bændur í Mývatnssveit, hafa komið sér upp dálitlum geitastofni, ekki síst til gamans. Hafa geiturnar dvalið í einni af eyjum
Mývatns í sumar, Slútnesi, en um helgina voru geiturnar sóttar á báti í slyddu og kulda og verða í útihúsum í vetur. Var nokkur stemmning
í bátnum við þessi tímamót eins og sjá má á þessari skemmtilegu mynd.