Víkurfréttir - 20.01.2011, Blaðsíða 6
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR6
„Þessi titill var mikill heið-
ur og stoltið var mikið þegar
maður kom aftur í skólann,“
sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson
en hann var kjör-
inn Íþróttamaður ársins árið
1987 en hann er annar Suður-
nesjamaðurinn sem hefur
hlotið titilinn. Hinn er Guðni
Kjartansson, knattspyrnumað-
ur og fyrirliði gullaldarliðs
Keflavíkur á árunum
1969 til 1973.
Eðvarð Þór var sund-
maður UMFN og setti
hann fjöldann allan af
Íslandsmetum í mismun-
andi greinum. Helstu af-
rek hans voru að komast
í úrslit á heimsmeistara-
móti, 3. sæti á Evrópumóti
og Norðurlandamet í 200m
baksundi. „Mig minnir að
ég hafi náð á bilinu 15 til
20 Íslandsmetum en sund-
lífið var mjög þétt og gott á
þessum tíma og mikil þátt-
taka. Ég fór að æfa frá kl. 6 á
morgnana og ætli ég sé ekki
fyrsta kynslóðin sem byrjaði
á morgunæfingum. Ég var að
æfa sirka 9-10 sinnum í viku
og fyrir stóru mótin fóru æf-
ingar allt upp í 12 skipti í viku
en þetta var bara eins og góð
vinnuvika,“ sagði Eðvarð.
Aðstæður eru mun betri í dag
fyrir flestar íþróttir en hún var
í þá daga. Eðvarð æfði allt til
16 ára aldurs í 12,5m laug í
Njarðvík en fékk svo leyfi til að
fara upp á völl og æfa 1-2 sinn-
um í viku í 25m laug. „Það var
auðvitað betra að æfa í stærri
laug en það hafði ekki allt að
segja. Að mínu mati eru að-
stæðurnar í öðru sæti. Hugar-
far, metnaður og vilji til að
ná langt í íþróttinni er stærsti
parturinn í þessu öllu saman
og var það sem kom mér á al-
þjóðamælikvarða.“
Stoltið var mikið þegar Eðvarð
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is.
Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er
almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef
Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum.
Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum
og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar
greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða
aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt
fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu
eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Blaðamaður: Sigurður Jónsson, sími 421 0004, siggi@vf.is
Auglýsingadeild: Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is
Útlit, umbrot og prenvistun: Víkurfréttir ehf.
Auglýsingagerð: Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is
og Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011
Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is
Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf.
Upplag: 8500 eintök.
Dreifing: Íslandspóstur
Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
141 776
UM
HV
ERFISMERKI
PRENTGRIPUR
Ritstjórnarpistill Víkurfrétta
Páll Ketilsson, ritstjóri
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 27. janúar. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Gunnar Halldór
Gunnarsson, 50 ára.
„Já, hákarlinn og súrsaðir pungar
bestir. Annars allt mjög gott.“
Lára Sigurðardóttir, 53 ára.
„Nei, alla vega ekki súra matinn.“
Þóra Ragnarsdóttir, 80 ára.
„Já, allt mjög gott og geri ekki upp
á milli.“
Guðmunda Jónsdóttir, 22 ára.
„Já, sviðasultan er best.“
Gunnar Kristjánsson, 83 ára.
„Já, allt nema pungarnir.“
Spurning vikunnar // Borðar þú þorramat? siggi@vf.is
����������������������������
����������������������������������������
��������������������������
���������������������������������������������
�������������������������������������
��������������������������������������������
��������������������������������������
�������������������������
��������������������������������������������
�
�
�
��
�
��
�
�
�
��
��
�
��
�
�
�
�
�
�
�
��
��
�
�
�
�
�
�
�
�
���������������������������������������
���������������
���������������������������������
�����������������������������������
��������������������
������������������������������������
������������
�������������
����������������������������
������������������������������������������
�������
���������������
�����������������
�������������
�����������������
���������������������������
���������������������������������������������
��������������������
4 Eðvarð Þór Eðvarðsson var Íþróttamaður ársins 1987 á Íslandi
„Hugarfar, metnaður og
vilji kemur manni langt“
Þór kom í skólann eftir að
hann hlaut titilinn. „Maður
var rosalega upp með sér en ég
held að það hafi ekkert geislað
af mér.“
Skólinn var stoppaður og allir
voru viðstaddir þegar skóla-
stjórinn veitti honum blóm.
„Fólk lét mann heldur betur
vita að það væri stolt og ég
held að það hafi haldið metn-
aðinum í hámarki. Fólk hvatti
mann áfram í þessu og má
þakka fyrir það. Sá sem átti
stærstan hlut í þessu öllu var
auðvitað Friðrik Ólafsson,
þjálfari minn en hann var mín
hægri hönd og hjálpaði mér
mikið. Svo má auðvitað ekki
gleyma foreldraráðinu.“
Nú er Eðvarð Þór byrjaður að
fikta við golfíþróttina og líkar
vel. Hann tók þátt í meistara-
móti Golfklúbbs Suðurnesja
síðasta sumar og náði í verð-
laun í sínum flokki. „Ég er
mikill keppnismaður. Golfið er
ekki ólíkt sundinu að því leyti
að þú ert mikið að keppa við
sjálfan þig svo þetta er mjög
skemmtilegt.“ sagði Eðvarð.
siggi@vf.is
Úr safni Víkurfrétta
Nú er Eðvarð Þór byrjaður að
fikta við golfíþróttina og líkar
vel. Hann tók þátt í meistaramóti
Golfklúbbs Suðurnesja síðasta
sumar og náði í verðlaun í sínum
flokki. „Ég er mikill keppnismað-
ur. Golfið er ekki ólíkt sundinu
að því leyti að þú ert mikið að
keppa við sjálfan þig svo þetta er
mjög skemmtilegt.“ sagði Eðvarð.
Það er ekki hægt að hrósa ríkisstjórn Íslands fyrir framgöngu hennar í málefnum tengd-
um Suðurnesjum. Á fundi hennar í Víkingaheim-
um í Reykjanesbæ í nóvember sl. var tilkynnt um
mörg mál sem tengdust Suðurnesjum og ættu að
hjálpa til í slæmu atvinnuástandi. Tilkynnt yrði um nið-
urstöðu í mörgum málum 1. febrúar. Kannski koma svör
fyrir þann tíma. Lítið virðist þó hafa gerst.
Svar innanríkisráðherra um hvernig málin stæðu varðandi
flutning Landhelgisgæslunnar eru mikil vonbrigði. Frá 9.
nóv. hefur lítið verið gert, alla vega voru svörin á þann veg.
Vinna hafin en gengi hægt. Eitthvað á þá leið voru skilaboðin.
Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi sagði á bæjarstjórnarfundi í
fyrradag að það væru til margar skýrslur um flutning Gæsl-
unnar og hagkvæmni þess. Ráðherra hefði bara ekki áhuga á
því. Sama virðist vera uppi á teningnum í menntunarmálum
en það var talað um að það væri mikilvægt að styðja við
menntun á svæðinu. Steingrímur J. hefur jú sagt að hluti
vanda Suðurnesjamanna væri lágt menntunarstig. Samt gerist
sama og ekki neitt. Síðasta haust þurfti að vísa frá hátt í 200
nemendum frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og aftur miklum
fjölda núna fyrir vorönn 2011. Eina alvöru málið sem hefur
klárast er varðandi gagnaver og fyrir það ber jú að þakka.
Samfylkingaroddvitinn Friðjón Einarsson tók undir gagnrýni
Böðvars á ríkisstjórninni á bæjarstjórnarfundinum.
Eins og fram kemur á forsíðu er staðan í atvinnumálum á
svæðinu mjög slæm. Iðnaðarmenn eru ýmist að verða, eða
eru orðnir verkefnalausir.
Vonandi tekst Suðurnesjamönnum að þreyja þorrann. Það
er búið að hreinsa húsið sem á að hýsa herminjasafnið, skipa
starfshóp um atvinnumál, búið að opna skrifstofu umboðs-
manns skuldara á Suðurnesjum, ráða tvo lögfræðinga og
verkefnissjóra í velferðarmálum. Og jú, búið að leggja drög
að einu til þremur störfum í mennta- og menningarmálum
eins og fram kemur í grein á vf.is frá Ingu Sigrúnu Atladóttur,
forseta bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd. Ja, hérna,
þetta eru hátt í fimm störf. Á Suðurnesjum eru um 1600
manns atvinnulausir.
Umrædd Inga gagnrýndi Víkurfréttir fyrir að vera með
áróðurskenndan fréttaflutning af fundi í síðustu viku sem
skýrði frá aðgerðum ríkisstjórnarinnar. VF sagði að Suður-
nesjamenn hafi verið óánægðir með stöðu mála. Forseti bæj-
arstjórnar Voga er það greinilega ekki. Sagði allt á réttri leið
og að Suðurnesjamenn ættu að standa saman um að gera sem
mest úr þeim aðgerðum sem á að fara í á svæðinu.
Mér er spurn? Býr hún ekki á Suðurnesjum?
Afgreiðsla Víkurfrétta
er opin alla virka daga
frá kl. 09-12 og 13-17.
Athugið að föstudaga
er opið til kl. 15.
Loforð ríkisstjórnarinnar