Víkurfréttir - 20.01.2011, Side 10
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR10
m
ar
kh
on
nu
n.
is
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is
Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær
Tilboðin gilda 20. - 23. jan.
eða meðan birgðir endast
B
irt
is
t m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r
og
m
yn
da
ví
xl
.
Grænt er vænt!
Sparperur 2/pk.
e 27 - 9 w
e 27 - 11 w
e 27 - 13 w
e 27 - 15 w
824kr/pk.
áður 1.098 kr/pk.
Sparkertapera 2/pk.
5 w
7 w
749kr/pk.
áður 998 kr/pk.
25%
afsláttur
Sparkúlupera 2/pk.
e 14 - 5 w
e 27 - 7 w
749kr/pk.
áður 998 kr/pk.
Sparkúlupera 2/pk.
e 27 - 7 w
824 kr/pk.
áður 1.098 kr/pk.
25%
afsláttur
25%
afsláttur
25%
afsláttur
300w Smoothie Blandari
Smoothie
3 teg. 600 g
495kr/pk.
áður 589 kr/pk.
3.495 kr
áður 4.995 kr
• Öflugur 300w mótor
• 0,5l hert plast
• Hægt að taka hnífa
frá til að hreinsa
• 2 hraðar ásamt púls
• Gúmmítappar undir
fyrir betri stöðugleika
• Litur: svartur
Hildur Ársælsdóttir er 22 ára, fædd og uppalin í Sand-
gerði og stundar nú nám í Los
Angeles í Fashion Institute of
Design and Merchandising há-
skólanum. Þar lærir hún að fram-
leiða snyrtivörur frá grunni og koma þeim
út á markaðinn en námið heitir á fagmáli
Beauty Industry Merchandising & Market-
ing. Hildur býr í miðbæ LA ásamt unnusta
sínum, Ársæli Markússyni en þau huga að
flutningum til Pasadena, úthverfi LA.
Hildur kláraði stúdentinn í Fjölbrautaskóla
Ármúla og fór svo að læra lögfræði. Lögfræðin
var ekki að heilla Hildi og hætti hún eftir viku.
Hún flutti sig yfir í frönsku og heillaði tungu-
málið hana alveg upp úr skónum. „Ég varð
ástfangin af tungumálinu en gat ekki hugsað
mér að læra þetta tungumál hérna heima. Ég
ákvað að vinna í ár og safna mér pening til að
læra tungumálið í Frakklandi.“ Á meðan Hildur
var að safna sér pening lærði hún förðun, bæði
grunn- og framhaldsnám í kvöldskóla með
vinnu, enda með mikinn áhuga á snyrtivörum.
Loks lét Hildur verða að því að fara til Frakk-
lands og var hún þar í um hálft ár að læra
tungumálið. „Þetta var æðislegur tími enda er
allt sem heillar mig við Frakkland, bæði sagan
og tungumálið.“ Hún ákvað svo að taka sér pásu
frá Frakklandi og fór til Danmerkur í snyrtinám
í hálft annað ár og útskrifaðist þaðan með hæstu
einkunn. Þar kviknaði enn meiri áhugi fyrir
snyrtifræðinni og fór hún að leita að námi
á netinu. Loks fann hún drauminn,
en það var skólinn sem hún stund-
ar nú nám við í dag í Los Angeles.
„Það er mjög erfitt að komast inn í
þennan skóla en hann er einn af 10
virtustu tískuháskólum í heiminum.
Þarna eru allar tískubrautir sem hægt
er að ímynda sér eins og fatahönnun,
hárgreiðsla, förðun og margt fleira.“
Nokkrir Íslendingar hafa sótt þennan
skóla og þar á meðal
er Haffi Haff, frægur
tónlistarmaður á Ís-
landi en hann lærði
þar fatahönnun.
Hildi hefur gengið
mjög vel í skól-
anum og eru allar
einkunnir 9,5 eða
10. Hildur segist
ekki komast mikið
út úr húsi til að
skemmta sér því
heimalærdóm-
urinn sé svo mik-
ill. „Það er miðað
við að fyrir hverja
3 tíma sem ég er
í skólanum get
ég áætlað 9 tíma
heimavinnu,
svo þetta er lítið
annað en bara
að læra.“ Þó hef-
ur Hildur hitt
fjöldann allan
af frægu fólki
eins og Walton
Goggings sem
lék Shawn í
þáttunum The
Shields en hún
hitti hann á
MTV Movie
awards hátíð-
inni þar sem
hún var að
aðstoða við
förðun. Einnig
hefur hún
hitt megnið
af liðinu í
The One Tree
Hill þáttunum, Dancing with the stars og
mikið úr raunveruleikaþáttum. „Svo hitti ég
framkvæmdastjórann hjá Shiseido sem er
mjög virt snyrtivörumerki en fyrir mér var
það eins og að golfari hitti Tiger Woods.“
Hildur hefur einnig verið að farða með nám-
inu og reynir að nýta þá menntun eins og
hún getur. Hún málaði fyrir tónlistarmynd-
band með Four East Movement en þeir gerðu
lagið Like a G6 frægt og hefur það hljómað
á öllum skemmtistöðum hér á Íslandi. „Ég
málaði í haust rússnesku leikkonuna Innu
Korobkina sem hefur leikið í mörgum fræg-
um myndum á borð við Dawn of the dead
og Driven to kill, en núna er hún að leika í
nýjustu Transformers myndinni. Ég var svo
heppin að vera boðið í brúðkaupið hjá henni
og þar hitti ég höfundinn af Lion King og Tippi
Hedren sem var aðalleikari í The Birds.“
Nú eru Hildur og Ársæll að leita sér að
nýrri íbúð í LA en parinu langar að flytja sig
nær skóla Ársæls. Hann er að læra kokk-
inn við einn virtasta kokkaskóla í heimi,
Le Cordon Bleu. Sá skóli er staðsettur í
Pasadina en Ársæll fer mun oftar í skólann
en Hildur svo það er hagstæðara fyrir þau.
Hildur útskrifast svo í mars á næsta ári en út-
skriftin sjálf er ekki fyrr en í júní. Þau ætla
því að nýta tímann þarna á milli og fara í
bakpokaferðalag um heiminn og koma svo
heim í útskriftina, en hún er haldin í Stable
Center sem er heimavöllur LA Lakers. Að
útskrift lokinni stefna þau á að flytja sig til
Frakklands. „Frakkland er landið sem við
erum algjörlega heilluð af og sjáum ekkert
annað. Við ætlum að læra meiri frönsku og
ná tungumálinu betur en þarna er framtíðin
okkar.“ sagði Hildur með stjörnur í augunum.
siggi@vf.is
4 Hildur Ársælsdóttir stundar nám við snyrtiskóla í Los Angeles
Lætur drauminn
rætast í LA
Er að farða fyrir brúðkaupið
hjá Innu Korobkinu.
Hildur að
farða fyrir Far
east move-
ment mynd-
bandið.
Hildur útskrifaðist með hæstu ein-kunn frá snyrtiskólanum í Danmörku.
Hildur í Hollywood
M
yn
d
ef
tir
A
rn
ol
d
Bj
ör
ns
on
. K
yn
ni
ng
ar
m
yn
d
fy
rir
v
ef
H
ild
ar
.
Mynd eftir
Arnold Björns-
son fyrir
vefsíðu Hildar.
mannlífið