Víkurfréttir - 20.01.2011, Blaðsíða 13
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI! 13VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 2011
HLAUP ÁRSINS
Kvennahlaupið í Reykjanesbæ
er orðinn árlegur stórvið-
burður þar sem mikill fjöldi
kvenna á öllum aldri tekur
þátt og hleypur fyrir sjálft sig
og góðan málstað. Í ár var
hópurinn appelsínugulur.
SULTA ÁRSINS
Listamaður ársins, Guðmundur Rúnar Lúðvíksson,
hélt stórsýningu í Listasafni Reykjanesbæjar á árinu.
Hann framkvæmdi líka mikinn sultugjörning í Nor-
egi á árinu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
HÁTÍÐ
ÁRSINS
Sandgerðingar fengu besta
veðrið á bæjarhátíðinni sinni
þetta árið. Vaxandi hátíð en
bæjarhátíðir voru í öllum
sveitarfélögum Suðurnesja í ár
þar sem þúsundir tóku þátt.
BAKARI ÁRSINS
Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir, ofuramma úr Sandgerði, er
bakari ársins á Suðurnesjum. Hún tók sig til og bakaði ban-
anabrauð í hundruðavís fyrir Fjölskylduhjálp Íslands og
bætti svo um betur og bakaði óteljandi smákökur fyrir sömu
samtök nú fyrir jólin. Sannkölluð súperkona hún Jóhanna.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
VÍGSLA ÁRSINS
Myndarlegur þorskhaus er
einn sá mest kyssti á Suður-
nesjum eftir vígslu ársins,
þegar busar við Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja fengu sína
árlegu busavígslu í haust.