Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.2011, Síða 21

Víkurfréttir - 20.01.2011, Síða 21
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI! 21VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 2011 Samstaða kvenna á Suðurnesjum hefur vakið athygli. Frá því í september hefur glæsi- legur hópur kvenna hist fyrsta þriðjudag í mánuði, í húsnæði Miðstöðvar sí- menntunar á Suðurnesj- um, til að fræða hverja aðra, hvetja hverja aðra til dáða og styrkja tengslanet Suðurnesjakvenna undir merkjum SKASS (Samtök kraftmikilla, alvöru, skap- andi Suðurnesjakvenna). Nú gerum við enn betur á febrúarfundi samtakanna og munu SKASS og Frum- kvöðlasetrið á Ásbrú standa fyrir kvöldi til að kynna kraft- miklar konur á Suðurnesjum, sem standa í frumkvöðla- starfsemi, og eru allar konur velkomnar. Fjöldi kvenna kynnir verkefni sín og fyr- irtæki, veitingar verða í boði nokkurra frábærra fyrirtækja, tónlistaratriði og góðir gestir. Þetta er tækifæri fyrir Suður- nesjakonur til að hvetja hver aðra til dáða og láta reynslu annarra verða okkur hvatn- ing til að láta drauma okkar rætast, hverjir sem þeir eru! Kvöldið er, eins og SKASS, opið öllum konum á Suður- nesjunum og vonast for- ráðamenn til að sjá sem allra flestar. Viðburðurinn verður haldinn þriðjudags- kvöldið 1. febrúar kl. 20:00 í Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú í Eldey við Grænásbraut. Ef einhverjar konur leynast hér úti um nesin sem ekki hefur verið haft samband við en vilja kynna verkefni sín eða fyrirtæki, endilega hafið samband við Þórönnu K. Jónsdóttur, aðra forsvar- skonur SKASS, thoranna@ asbru.is og sími 843 6020 fyrir mánudaginn 24. janúar. Þann 2. febrúar hefst svo námskeiðið Brautargengi, frá Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands. Námskeiðið er tilvalið fyrir þær sem vilja hrinda viðskiptahugmyndum í fram- kvæmd í nýju eða starfandi fyrirtæki - og bætast þar með í hóp kraftmikilla kvenfrum- kvöðla á Suðurnesjunum! Frekari upplýsingar má finna á vefnum www.nmi.is/impra SKASS eru opin samtök fyrir konur á Suðurnesjunum. Til- gangurinn er að efla tengsl- anet kvenna á svæðinu, fræð- ast og fræða, efla okkur sjálfar og um leið hvor aðra og styðja konur á Suðurnesjunum til dáða í námi og starfi. Ein- kunnarorðin eru gleði, kraftur og sköpun. Það eru allar kon- ur velkomnar á SKASS fundi, og því fleiri því skemmtilegra! Fáðu að vita meira á skass.org. Frumkvöðlasetrið á Ásbrú hefur þann tilgang að styðja við þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í að þróa við- skiptahugmynd eða eru að stíga fyrstu skref í rekstri. Fáðu að vita meira á vefsíð- unni incubator.asbru.is Kraftmiklar konur á Suðurnesjunum! ER RAFMAGNIÐ Í LAGI? Nesraf býður upp á ókeypis skoðun á raflögnum til 1. febrúar og gerir tilboð í úrbætur. Þessi þjónusta er viðskiptavinum algjörlega að kostnaðarlausu og án skuldbindingar. Hjörleifur 893 9065 og Jón Ragnar 8975952 Spkef sparisjóður byggir á gamalli hefð en horfir til framtíðar, til hagsbóta fyrir það samfélag sem hann starfar í. Hjá sparisjóðnum starfar öflugur hópur fólks sem leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Forstöðumaður starfsmanna- og rekstrarsviðs Spkef sparisjóður óskar eftir að r áða forstöðumann starfsmanna- og rekstrarsviðs. Forstöðumaður hefur yfirumsjón með starfsmannamálum, gæðamálum, öryggismálum, húsnæðismálum og upplýsingatæknimálum sparisjóðsins. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun er skilyrði Framhaldsnám á sviði mannauðsmála er æskilegt Reynsla af stjórnun og mannaforráðum skilyrði Reynsla af gæða- og öryggismálum æskileg Reynsla af áætlanagerð og greiningarvinnu æskileg Mjög góð færni í mannlegum samskiptum Góð skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Forstöðumaður hefur aðsetur í Reykjanesbæ. Upplýsingar veita: Katrín S. Óladóttir (katrin@hagvangur.is) og Rannveig J. Haraldsdóttir (rannveig@hagvangur.is) Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar nk.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.