Víkurfréttir - 10.03.2011, Qupperneq 6
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 10. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR6
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýs-
ingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á
fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is.
Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur
frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur
auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á
póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is.
Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu
blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það
birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Blaðamaður: Sigurður Jónsson, sími 421 0004, siggi@vf.is
Auglýsingadeild: Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is
Útlit, umbrot og prenvistun: Víkurfréttir ehf.
Auglýsingagerð: Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is
og Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011
Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is
Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf.
Upplag: 8500 eintök.
Dreifing: Íslandspóstur
Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
141 776
UM
HVE
RFISMERKI
PRENTGRIPUR
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 17. mars. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Ritstjórnarpistill Víkurfrétta
PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI
Marel Andrésson
„Finnst þetta alveg ömurlegt og ég er
ekki búinn að ákveða hvort ég haldi
viðskiptum við bankann áfram.“
Inga Hildur Gústafsdóttir
„Ég veit það ekki. Þetta á allt eftir að
koma í ljós.“
Guðbjörg Ingimundardóttir
„Það er ekki hægt að segja
það í stuttu máli en ég er ekki
sátt við það.“
Guðjón Árni Antoníusson
„Sorglegt. Ég mun skoða hvað er í
boði annars staðar áður en ég ákveð
framhaldið.“
Steinþór Geirdal Jóhannsson
„Þetta er það eina í stöðunni því
þetta fór eins og þetta fór, lítið hægt
að gera í því.“
Spurning vikunnar // Hvað finnst þér um samruna SpKef og Landsbankans?
Afgreiðsla Víkurfrétta
er opin alla virka daga
frá kl. 09-12 og 13-17.
Athugið að föstudaga
er opið til kl. 15.
Rúmlega aldarsögu Sparisjóðsins í Keflavík
lauk endanlega, reyndar með kennitölu
númer tvö, síðasta mánudag. Hvað sem
Landsbankinn mun gera er ljóst að það
verður erfitt fyrir hann að fylla skarð SpKef sem alla tíð
var ótrúlega náinn íbúum á Suðurnesjum. Víkurfréttir
hafa fengið tölvupósta frá íbúum sem spyrja hvort ekki
sé hægt að stofna nýjan sparisjóð. Fyrrverandi starfs-
menn SpKef hafa miklar áhyggjur af framtíð sinni.
Einn þeirra sagði við leiðarahöfund að þeim liði illa
þar sem bankastjóri Landsbankans hefur gefið það út
að það sé ekki útilokað að einhverjum verði sagt upp.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig viðskiptavinir
SpKef bregðast við þessum breytingum. SpKef var með
yfir 50% markaðshlutdeild á Suðurnesjum og náði
henni m.a. með því að taka þátt í samfélaginu hér með
því að styrkja myndarlega alla tíð íþróttir, menningu og
atvinnulífið. Það er því ekki ólíklegt að einhverjir fyrr-
verandi viðskiptavinir SpKef hugsi sér til hreyfings eftir
yfirtökuna því margir eru ósáttir. Í Víkurfréttum í dag
eru auglýsingar frá þremur öðrum bankastofnunum
auk Landsbankans sem allir vilja fá viðskipti þúsundir
Suðurnesjamanna. Fyrir þremur árum síðan voru fjórar
bankastofnanir á Suðurnesjum en nú eru aðeins tvær. Ef
við skoðum stöðuna hálfa öld til baka hafa alla tíð verið
fjórar bankastofnanir á svæðinu. Það er því ekki hægt að
útiloka að hér opni þriðja bankastofnunin innan tíðar.
Mörgum finnst ríkisvaldið hafa brugðist Suðurnesjum
með þessari yfirtöku Landsbankans. Allir stóru bank-
arnir á landinu hafa fengið ríkisaðstoð til að endurreisa
sig á einhvern hátt en það var of dýrt að hjálpa Suður-
nesjamönnum. Fjármálaráðherra þurfti að éta það loforð
ofan í sig að SpKef yrði endurreistur. Hann segir líka í
viðtali við VF að Suðurnesin geti alveg bjargað sér án
álvers. Félagar hans í VG hafa líka sagt að það sé ekki
hægt að starfrækja einkasjúkrahús og fleiri atvinnutæki-
færi. Alls ekkert svona einka eitthvað. Það er svo vont.
Ferðaþjónustan á að bjarga okkur og Eldfjallagarður.
Þúsundir á Nettómóti
Nettómótið í körfubolta er skemmtilegt dæmi um góða
samvinnu körfuboltafélaganna í Keflavík og Njarðvík
sem héldu auðvitað sínu sjálfstæði þrátt fyrir samein-
ingu bæjarfélaganna. Fyrir um áratug var mótið fyrst
haldið (hét fyrst Samkaupsmótið) en það er fyrir 12 ára
og yngri. Nú um síðustu helgi kepptu 185 keppnislið
frá 24 félögum. „Ég held að það séu ekki nærri nógu
margir sem geri sér grein fyrir því hér á Suðurnesjum,
hvað þetta mót er stórt og hvað framkvæmdin er gríð-
arlega góð. Þetta er toppurinn á Íslandi í mótum fyrir
krakkana,“ sagði formaður Körfuknattleikssambands
Íslands við VF. Um þrettán hundruð keppendur og með
foreldrum og forráðamönnum voru hér vel á þriðja þús-
und gestir í Reykjanesbæ mótshelgina. Þetta var frábær
hugmynd á sínum tíma sem nú er stærsta fjáröflun
körfuboltadeilda Keflavíkur og Njarðvíkur. Hér samein-
ast góðir kraftar bæjarbúa og margir njóta góðs af. Góðar
hugmyndir eru nauðsynlegar til að góðir hlutir gerist.
Blendnar tilfinningar við andlát Spkef
Draumastarfið er atvinnukylfingur
4 Ásgeir Steinarsson, verslunarstjóri hjá Olís/Básnum
4,3
lítrar/100 km
lítrar/100 km
4,2 4,3
lítrar/100 km
lítrar/100 km3,8
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/T
O
Y
54
04
5
03
/1
1
www.toyota.is
Toyota Reykjanesbæ
Njarðarbraut 17
Reykjanesbæ
Sími: 420-6600
Nú er stórsýning hjá Toyota Reykjanesbæ
laugardaginn 12. mars, á milli klukkan 12.00 og 16.00
þar sem sparneytnustu tegundir Toyota verða kynntar.
Líttu við hjá Toyota Reykjanesbæ, taktu þátt í laufléttri
getraun og kynntu þér hvernig hægt er að fá miklu meira
úr hverjum bensínlítra.
Stórsýning hjá Toyota
Farðu lengra á hverjum dropa
50
þú
su
nd
kr
. b
en
sín
ko
rt
frá
O
lís
fyl
gir
öl
lum
To
yo
ta
bif
rei
ðu
m
se
m
er
u
afh
en
tar
eð
a p
an
tað
ar
í m
ars
Bílarnir sem vísað er til í þessari auglýsingu eru: IQ 1.0l, Yaris 1.4 Dísel, Auris HSD og Prius HSD. Útlit bílanna í auglýsingunni getur að einhverju leyti verið frábrugðið útliti þeirra bíla sem vísað er til.
Ásgeir Steinarsson, versl-unarstjóri hjá Olís/
Básnum, hefur staðið vakt-
ina í 29 ár og hugar ekkert
að breytingum, enda líkar
starfið vel. Hann starfaði í
tvö ár hjá Víkurás áður en
hann hóf starf hjá Básnum.
Nú hefur bensínverð hækkað
mikið seinustu misseri og er
fólkið í landinu ekkert hæst
ánægt með þá breytingu. „Við
finnum mjög mikið hvað fólk
er reitt og svekkt yfir þessu
ástandi. Sumir kúnnar reyndar
láta bensínafgreiðslumann-
inn finna fyrir því en það er
bara eins og gengur og ger-
ist í öllum verslunarbransa,“
sagði Ásgeir. „Auðvitað er fólk
ekkert sátt við þetta og þar á
meðal ég sjálfur. Ég þarf eins
og allir aðrir að kaupa bensín
á bílinn minn svo þetta snertir
alla. Fyrir utan það er alltaf
gott að vera á Básnum, starfs-
fólkið yndislegt, góður mór-
all og maður biður ekki um
meira.“
Ásgeir er einnig mikill golfari
og segir það bara vera lífið.
„Ég byrjaði að spila golf árið
2001 í Golfklúbbi Sandgerðis
með Gulla vini mínum. Við
prófuðum og fengum þessa
svakalegu dellu og sjáum ekk-
ert annað,“ sagði Ásgeir. „Áður
fyrr var vinnan númer eitt hjá
manni og eitthvað hobbí með.
Svo þegar ég kynntist golfí-
þróttinni, þá er golfið númer
eitt og vinnan bara eitthvað
svona smá hobbí með.“
Ásgeir segir ekki nei við því
þegar hann er spurður hvort
hann vilji verða atvinnu-
maður í golfi. „Ég held þetta
sé draumastarf flestra þeirra
sem spila golf. Það er eiginlega
ekki hægt að lýsa þeirri tilfinn-
ingu þegar maður nær góðu
höggi, en það er einmitt það
sem golfarinn sækist eftir. Ef
maður ynni við að sækjast eftir
góðri tilfinningu, væri maður
á toppnum.“ siggi@vf.is
Starfið mitt
Ferðamálasamtök Suður-nesja fengu milljón
króna styrk frá Ferðamála-
stofu vegna úrbóta á ferða-
mannastöðum. Styrkurinn
fer í gerð á upplýsingaskilti
við Gunnuhver. Alls hlutu
28 verkefni styrk að heildar-
upphæð 33 milljónir króna.
Styrkjum vegna úrbóta á
ferðamannastöðum hefur
verið úthlutað árlega frá 1995
og var þetta því í 17. skipti.
Á þessum tíma hefur Ferða-
málastofa varið yfir 700 millj-
ónum króna til framkvæmda
á um 300 stöðum á landinu.
Styrkur í skilta-
gerð við Gunnu-
hver á Reykjanesi