Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.2011, Síða 14

Víkurfréttir - 10.03.2011, Síða 14
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 10. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR14 4 Leikfélag Keflavíkur 4 Safnahelgi á Suðurnesjum LÉTTU ÞÉR LÍFIÐ HVAÐ ER STUÐNINGSSTÖNGIN? Hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig á aðra. • Auðveld í uppsetningu • Engar skrúfur eða boltar • Tjakkast milli lofts og gólfs • Hægt að nota við hallandi loft, timburloft og mikla lofthæð • Margir aukahlutir í boði • Falleg og nútímaleg hönnun • Passar allsstaðar og tekur lítið pláss • Um 4000 notendur á Íslandi síðan 1999 www.vilji.is • Sími 856 3451 Viðurkennd af Sjúkratryggingum Íslands, hjálpartækjamiðstöð Sæll Þorsteinn! . e) Færa heimasíðu og símanúmer að miðjunni. f) Nota sama lit og er á próförkinni sem ég sendi yk- kur “appelsínuguli” g) Er möguleiki að setja textan Er erfitt að standa upp í svipað form ( stjörnu) eins og er á hinni próförkinni ? Er erfitt að standa upp? Föstudaginn 18. mars nk. mun ný revía verða frumsýnd hjá Leikfélagi Keflavíkur í Frumleikhús- inu. Breiðbandið ásamt leik- félagsdrengjunum Arnari Inga og Gustav Helga eru höfundar revíunnar en Helga Braga Jónsdóttir leik- stýrir. Æfingaferlið er búið að standa yfir síðan í janúar og nú er allt að smella hjá hópnum. Eins og í fyrri revíum þá eru tekin fyrir hin ýmsu mál sem bæj- arbúar og Suðurnesjamenn allir ættu að kannast við. „Það verða örugglega ein- hverjir fúlir, bæði þeir sem eru teknir fyrir og svo verða líka alltaf einhverjir óánægðir sem ekki eru teknir fyrir, þannig hefur þetta alltaf verið. Það er nokkuð fast skotið í sumum atriðum en við særum engan, alla vega er það alls ekki ætlunin en fólk sem er í sviðsljósinu verður líka að geta tekið smá gríni en það geta því miður ekki allir“. Eins og áður sagði verður frumsýningin föstudaginn 18. mars og önnur sýning sunnudaginn 20. mars. Nánari auglýsing birtist í næstu viku. Fyrsti fræðslufundur þríþrautadeildar UMFN verður haldinn þriðjudaginn 15. mars kl. 20:00 í Fimleikaakademíunni þar sem Steinn Jóhannsson, Íslandsmeistari í Ironman, eða Járnkarli eins og það heitir á íslensku, mun segja frá því þegar hann setti Íslandsmet á síðasta ári og fræða fólk um greinina. Þá sýnir hann hjólið sitt sem er fullbúið keppnishjól. Tek i ð verð u r v i ð skráningum í deildina á fundinum og fyrstu æf- ingarnar byrja svo á fullu í næstu viku. Stofnfundur þríþrautadeild- arinnar var haldinn um miðjan febrúar og var góð mæt- ing en stofnfélagar deildarinnar voru 23 talsins og má binda vonir við að deildin vaxi hratt á næstu vikum og mánuðum. Deildin er sú fjórða á landinu og var Tyrfingur Þor- steinsson kjörinn fyrsti formaður deildarinnar. Með honum í stjórn voru kjörin þau Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Steindór Gunnarsson, Guðbjörg Jónsdóttir og Ævar Örn Jónsson. Í varastjórn voru kjörnir þeir Ásgeir Snær Guðbjartsson, Haraldur Hreggviðsson og Kjartan Sævarsson. „Þríþraut, eins og nafngiftin bendir til, sam- anstendur af þremur greinum, sundi, hjóreið- um og hlaupi þar sem allir geta tekið þátt,“ sagði Tyrfingur Þorsteinsson, formaður þríþrauta- deildar UMFN. „Vegalengdir eru misjafnar og því geta allir fundið markmið við sitt hæfi. Ekki er skylda að keppa, þó fólk æfi og því er íþróttin kjörin til að halda sér í góðu al- hliða formi.“ Hægt er að taka þátt í ýmsum vegalengd- um. Sprettþraut, sem er stysta þrautin, hálf Ólympísk þraut, Ólympísk þraut, hálfur Járnkarl og svo Járnkarl, sem almennt er talin erfiðasta þolþraut í heimi. Í sumum keppnum eru liðakeppnir og geta þá hópar tekið þátt, þar sem einn sér um að synda, annar að hjóla og sá þriðji að hlaupa. Hægt er að velja eina af þremur greinum eða tvær, fer allt eftir einstaklingnum. „Við stefnum á að ná 100 meðlimum fyrir sum- arið. Það ætti ekki að vera neitt mál þar sem áhuginn er mikill á svæðinu og okkur hafa bor- ist margar fyrirspurnir,“ sagði Tyrfingur. „Æf- ingagjöldin eru í lágmarki en það kostar aðeins 24.000 kr. árið, eða 2.000 kr. á mánuði og er það næstum gefins.“ siggi@vf.is Söfn á Suðurnesjum hafa tekið höndum saman um að bjóða í þriðja sinn upp á sameiginlega dagskrá helgina 12. – 13. mars nk. Söfn, setur og sýningar á svæðinu eru mörg og fjölbreytt og því verður margt á döfinni og fjölbreytt dagskrá. Auk þess eru ýmis gallerí opin þar sem handverk og listmunir eru til sýnis. Athygli er vakin á því að ókeypis er inn á öll söfnin og þá dagskrá sem er í boði. Fulltrúar allra sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum hafa unnið sameiginlega að undir- búningi dagskrárinnar og er verkefnið stutt af Menningar- ráði Suðurnesja auk framlags sveitarfélaganna sjálfra. Dagskrá safnahelgarinnar er hægt að nálgast á www.safna- helgi.is. Í henni kennir ýmissa grasa. Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar og margs konar uppákomur. Listasmiðja fyrir börn, Raggi Bjarna syngur sjó- mannalög auk þess sem haldin verður uppskriftarkeppni á saltfiskréttum, rokk og ról og harmonikutónlist. Skessan í hellinum, Heimskautin heilla og Sköpun alheimsins svo fátt eitt sé nefnt. Í boði er sem sagt mjög fjölbreytt menningar- dagskrá og ókeypis afþreying fyrir alla fjölskylduna. Frumsýnir revíu eftir rúma viku Ókeypis á öll söfn á Suðurnesjum 4 Fyrsti fræðslufundur þríþrautadeildar UMFN nk. þriðjudag: Stefnum að því að ná 100 meðlimum fyrir sumarið -segir Tyrfingur Þorsteinsson, formaður deildarinnar

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.