Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.2011, Page 18

Víkurfréttir - 10.03.2011, Page 18
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 10. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR18 Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ um velferðarmál 12. mars kl. 10:30 í sal Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja Víkurbraut 13. OPINN LAUGARDAGSFUNDUR Gestur fundarins er Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra. Allir velkomnir - heitt á könnunni. Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn 14. mars kl. 20:00 Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin. Útskrifaðir voru 97 nem-endur á vegum Keilis sl. föstudag. Um er að ræða 73 nemendur úr fjarnámi Há- skólabrúar, 21 nemanda í flugumferðarstjórn og þrjá úr bóklegu atvinnuflug- mannsnámi. Þar með hafa 724 nemendur hlotið braut- skráningarskírteini frá Keili á þeim tæpu fjórum árum sem skólinn hefur starfað. Fjarnámshópurinn kemur víða að. Keilir hefur þróað einstaklega góða tækni í fjar- námi sem gerir fólki kleift að stunda nám að miklu leyti á netinu við mjög góð gæði og nánum tengslum við kennara. Í flugumferðarstjórninni náði 21 nemandi alla leið, þ.e. að komast í gegnum þær síur sem nám í flugumferðarstjórn felur í sér. Fram kom í máli Hjálmars Árnasonar, framkvæmda- stjóra Keilis, að nemendur eru nú tæplega 600 talsins. Taldi hann mikilvægt að sinna ungu fólki vel – ekki síst á tímum kreppu – svo við lendum ekki í sömu ógöngum og Finnar á sínu tíma. Unga fólkið hrein- lega gleymdist þar á tímum kreppunnar með óbætanleg- um skaða fyrir samfélagið. Viðurkenningar voru veittar: Frosti Heimisson fyrir gott framlag við uppbyggingu námsbrautar í flugumferð- arstjórn, Karen Axelsdóttir dúxaði í flugumferðarstjórn með einkunnina 9,83. Þá dúx- aði Snjólaug Guðrún Jóhann- esdóttir á Háskólabrúnni. Hlutu þau öll viðurkenningu fyrir vikið og Snjólaug Guðrún flutti skörulega kveðjuræðu fyrir hönd nemenda. Jógvan Hansen, söngvari og fyrrum nemandi á Háskólabrú söng í upphafi og við lok at- hafnar. Keilir starfar nú á fjórum meg- insviðum: Háskólabrú, Orku- og tækniskóla, Heilsuskóla og Flugakademíu. Innritun fyrir næstu önn er hafin á www. keilir.net. Það var árið 1958 sem nokkrir ungir Njarðvíkingar stofnuðu Lionsklúbb Njarðvíkur. Þetta voru öflugir menn sem vildu láta gott af sér leiða fyrir bæinn sinn undir merkjum Lions. Einn þessara manna var Jón Ásgeirs- son þáverandi sveitarstjóri í Njarðvík sem við kveðjum nú í dag. Ég hafði heyrt margt gott um þennan klúbb og þegar ég flutti í Njarðvíkurnar fyrir 20 árum lét ég það verða mitt fyrsta verk að skrá mig í klúbbinn. Þarna var mjög öflugur og sam- hentur hópur helstu forkólfa bæjarlífsins og því mikill akkur í því fyrir hvern nýkominn að komast í þennan félagsskap. Lionsmenn í Njarðvík hafa ávallt látið mikið að sér kveða í bæjarlífinu í Njarðvík og staðið að mörgum framfaramálum og uppákomum í byggð- arlaginu og má þar nefna byggingu fyrsta heimilis aldraðra í Njarðvík, Ólafslund. Þeir lögðu einnig göngustíg milli Njarðvíkur og Keflavíkur til að draga úr slysahættu á þessari leið svo eitthvað sé nefnt. Í þessum góða hópi kynntist ég Jóni Ásgeirssyni. Jón var afskap- lega kurteis og vandaður maður með fram- komu sem skapaði honum alls staðar sér- stöðu og virðingu. Hann var höfðingi í lund og lagði ávallt gott til málanna og reiðubúinn til verka þegar þess þurfti með. Hann var gjarnan þar sem þurfti að skipuleggja fjármál og sjá um pappíra og því var hann einn af þeim sem skipulagði lionshappdrættið eftir að klúbburinn byrjaði með það. Hann mætti á alla fundi á meðan heilsan leyfði og lagði mikið upp úr því að félagarnir sýndu klúbbnum sínum þá ræktarsemi að mæta á fundi. Hann gegndi fjölda trún- aðarstarfa innan klúbbsins, m.a. sem for- maður, gjaldkeri og ritari. Jón var útnefndur sem Melvin Jones félagi fyrstur klúbbfélaga. Jón lét ekki duga að gegna fjölda trúnaðar- starfa fyrir klúbbinn í Njarðvík heldur var hann mjög virkur innan Lionshreyfingarinn- ar á Íslandi og gegndi þar æðstu stöðum. Var hann m.a. umdæmisritari og gjaldkeri Lionshreyfingarinnar á Íslandi 1960-1961 og umdæmisstjóri 1968-1969. Að leiðarlokum vill Lionsklúbbur Njarðvíkur þakka Jóni Ásgeirssyni mikið og óeigingjarnt starf fyrir Lionshreyfinguna. Hans störf munu lifa í minningunni og lýsa öðrum Lionsmönnum í störfum sínum um ókomin ár. F.h. Lions- klúbbs Njarðvíkur vil ég votta aðstandendum og öðrum ættingjum Jóns okkar dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning Jóns Ásgeirssonar. Kristján Pálsson 97 útskrifaðir hjá Keili Kveðja frá Lionsklúbbi Njarðvíkur Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Leifs Sædals Einarssonar, Heiðarhorni 6, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hlévangs og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll Oddný Guðbjörg Leifsdóttir, Björn Ólafsson, Leifur Gunnar Leifsson, Brynja Hjaltadóttir, Bryndís María Leifsdóttir, Friðrik Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. STANDIÐ MEÐ OKKUR VAKTINA! Tekið er við ábendingum um jákvæðar og skemmtilegar fréttir alla daga í síma 421 0002 eða á póstfangið vf@vf.is Fréttadeild VíkurFrétta

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.