Víkurfréttir - 10.03.2011, Side 22
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 10. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR22
tekst mér alltaf að gleyma
einhverju. Þegar við förum
með rútu frá skólanum að
ferðast innan Texas þá þurf-
um við að taka með okkur
skilríki og mér hefur alltaf
tekist að gleyma vegabréfinu
mínu. Þegar við komum að
landamærunum þá koma
menn inn í rútuna og spyrja
hvort við séum bandarískir
ríkisborgarar, ég hef því
alltaf þurft að ljúga til um
þjóðerni mitt. Þjálfarinn
verður alltaf jafn
pirraður út í
mig þegar þetta
gerist og ég hef
verið að bíða eft-
ir að vera skilin
eftir út af þessu.“
Hvers saknarðu
mest að heiman?
„Fjölskyldunnar og
vinanna en Skype
hefur algjörlega
bjargað mér. Ég er
líka í daglegu sam-
bandi við Helenu Sverrisdóttur
sem spilar með TCU. Við ræð-
um alltaf saman um hvernig
æfingarnar eru og hvernig
leikirnir fara og hvetjum hvora
aðra og gefum hvor annarri ráð
bæði um körfuna og félagslífið,
þannig að það hjálpar helling.”
Hefur ekki eingöngu
verið dans á rósum
„Þetta er lífsreynsla sem ég mun
aldrei gleyma. Ég hef kynnst
svo mörgum hérna í Texas og
aðlagast vel umhverfinu að mér
finnst eins og ég sé að fara að
byrja upp á nýtt þegar ég kem
heim. Ég myndi þó hiklaust
mæla með þessu fyrir allt ungt
íþrótta-
fólk. Fólk þarf samt að
vera mjög sterkt andlega til að
þrauka bæði æfingar og að vera
að heiman en þetta er eitthvað
sem mér finnst að allir ættu að
gera ef þeir hafa tækifæri til
þess. Ég tel mig mjög heppna
að hafa fengið þetta tækifæri
að fá allt námið mitt borgað,
þetta er alveg ómetanlegt. Mér
finnst ég hafa bætt mig á mörg-
um sviðum. Þetta hefur styrkt
mig mikið sem leikmann og
ég mun lifa á þessari reynslu
alla mína ævi. Þetta hefur ekki
alltaf verið dans á rósum og
getur verið mjög erfitt,“ sagði
körfuknattleikskonan María
Ben Erlingsdóttir að lokum.
EJS
SPORT
Stundum ekki nóg
að tala ensku
María býr á háskólasvæðinu
í íbúð með þremur herberg-
isfélögum frá Brasilíu, Finn-
landi og Bandaríkjunum. Fyrstu
tvö árin var hún á heimavist
þar sem hún deildi herbergi
með stelpu úr körfuboltalið-
inu. Seinni tvö árin hefur hún
svo verið í íbúð sem hún segir
töluvert betri kost. „Þetta er
mjög gott samfélag og gott að
búa hér en mjög ólíkt öðrum
borgum í Bandaríkjunum.
Það tala allir spænsku hérna
og stundum lendir maður í
því að fólk skilur ekki ensku,
ég get þó orðið bjargað mér á
spænsku,“ segir María aðspurð
um bæinn sinn Edinburg en
þar búa um 50.000 manns.
Lítill tími fyrir félagslífið
„Það er mjög gott félagslíf
hérna. Yfir tímabilið hefur mað-
ur þó lítinn tíma fyrir félagslífið
í skólanum og því finnst mér ég
hafa misst smá úr að því leyti.
Það eru ýmsir skemmtilegir
amerískir viðburðir reglulega
en ég hef mjög sjaldan komist
á þessa viðburði vegna körf-
unnar. Við íþróttamennirnir
þekkjumst þó öll nokkuð vel og
hittumst þegar tími gefst. Ég á
einnig margar góðar vinkonur
bæði í skólanum og í liðinu. Við
förum mikið saman út að borða
og í bíó og á alls kyns íþrótta-
viðburði eins og hafnarbolta,
- tennis - og körfuboltaleiki.
Svo er strönd hérna rétt hjá
sem er ansi vinsæl, þangað
förum við oft,“ segir María
um félagslífið í háskólanum.
Er mikill munur á körfubolt-
anum sem spilaður er þarna
úti og
heima?
„Já,
það er
tölu-
verður
munur.
Banda-
ríski
boltinn
er hrað-
ari en
heima og leikmenn hafa þann
eiginleika að vera snöggir,
hoppa hátt og hlaupa hratt á
meðan við á Íslandi erum með
góðan grunn. Þjálfararnir hérna
úti eru mjög kröfuharðir og
það er hálfgerður heragi á æf-
ingum. Þetta er fyrstu deildar
skóli og við erum í riðli sem
heitir The Great West.Við
æfum á hverjum degi hérna en
fáum oftast frí á sunnudögum,
en ef það gengur ekki vel hjá
okkur í leikjum þá er þjálfarinn
með æfingar alla daga og þá
stundum langar og erfiðar æf-
ingar. Fyrstu tvö árin mín þá
voru æfingarnar mjög langar
(þrjá til fjóra tíma) en síðustu
tvö árin hafa þær minnkað og
eru þær í kringum tvo tíma.“
Ferðast mikið og gleymir
alltaf vegabréfinu
Aðspurð hvernig henni takist
að sameina námið og ferðalögin
sem fylgja körfboltanum seg-
ist María hafa ferðast mjög
mikið um Bandaríkin á þessum
fjórum árum en henni líkar
sennilega best við Kaliforníu og
New York. „Við fáum oftast að
heimsækja helstu og vinsælustu
staði í viðkomandi fylkjum.
Mér fannst mjög merkilegt að
fá að fara til Hollywood og eyða
deginum þar eitt árið. Skól-
inn borgar allan
kostnað sem fer
í ferðalögin og
maður þarf ekki
að borga neitt
til baka, aðeins
spila góðan
körfubolta og
standa sig vel
í náminu. Það
er mjög erfitt
að missa úr tímum og prófum
jafnvel vegna ferðalaganna en
kennararnir hafa alltaf unnið
vel með manni. Mér fannst
þetta hálf óþægilegt í fyrstu að
missa svona úr skólanum en
núna hef ég vanist þessu þannig
að ég hef engar áhyggjur og
það hefur gengið mjög vel.“
Það stóð ekki á Maríu þegar við
spurðum hana hvort hún lum-
aði ekki á góðri sögu frá dvöl
sinni í Bandaríkjunum: „Liðs-
félagar mínir gera mikið grín
af því hvað ég er stundum utan
við mig. Þegar við ferðumst þá
María Ben Erlingsdóttir körfuknattleikskona úr Keflavík hefur undanfarin fjögur ár verið við nám í Bandaríkjunum ásamt því að spila körfubolta. Hún er í háskóla sem heitir University of
Texas Pan American þar sem hún er á viðskiptasviði í fjármálanámi og mun María útskrifast í maí
næstkomandi. Skóli Maríu er staðsettur mjög sunnarlega í Texas-fylki en í honum eru um 20.000
manns og eru um 90% nemanda frá Mexíkó, en landamærin við Mexíkó eru einungis í um 15 mín-
útna fjarlægð frá bænum Edinburg. Árið um kring er hitinn um og yfir 30 stig í bænum og María
viðurkennir að þetta hafi verið töluvert menningarsjokk fyrir hana í fyrstu, bæði hvað varðar menn-
inguna og tungumálið. Við fengum Maríu til að fræða okkur um lífið og körfuboltann í Bandaríkj-
unum.
Ekki alltaf dans á rósum
María Ben Erlingsdóttir körfuknattleikskona úr Keflavík hefur undanfarin
fjögur ár verið við nám í Bandaríkjunum ásamt því að spila körfubolta.
Á NBA leik með
Rachel Hester,
liðsfélaga sínum.
Halloween
í búningsklefanum.Með góðum vinkonum í skólanum.