Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.2011, Qupperneq 24

Víkurfréttir - 28.04.2011, Qupperneq 24
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011 VÍKURFRÉTTIR 23 TILBOÐ EÐA TÍMAVINNA ÖLL ALMENN MÁLNINGARÞJÓNUSTA LIST ÁN LANDAMÆRA Á SUÐURNESJUM Suðurnesin taka nú í þriðja sinn þátt í hátíðinni List án landamæra undir stjórn Reykjanesbæjar.  Þar vinna  fatlaðir og ófatlaðir listamenn saman að ýmsum listtengdum verkefnum.   29. apríl kl. 17.00: Opnun listsýningar í göngugötunni í Krossmóa (Nettó).  Þar sýna félagar í Björginni, geðræktarmiðstöð Suðurnesja undir leiðsögn Tobbu, börn í dagþjónustu Ragnarssels og þjónustunotendur Hængarstöðvarinnar undir leiðsögn Rutar Ingólfsdóttur.  Sýningin stendur til 8. maí. 7. maí kl. 15.00:   Tónleikar í Frumleikhúsinu.  Lifandi og skemmtilegir tónleikar undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar og Arnórs Vilbergssonar.  Verða auglýstir betur síðar. Við minnum einnig á Himininn, sýningu leikskólanema í Duushúsum og Listaverk í leiðinni, sýningu grunnskólanema um allan bæ. „Stemningin er þokkaleg og menn eru bjartsýnir fyrir sum- arið,“ sagði Ólafur Örn Bjarna- son, þjálfari Grindvíkinga í knatt- spyrnu. Grindvíkingar luku undirbúnings- tímabilinu með 1-3 tapi gegn ÍA í vikunni en að sögn Ólafs var undir- búningstímabilið nokkuð hefð- bundið. „Ég geri ráð fyrir að menn séu klárir í mótið því nú hefst alvar- an. Gengi liða á undirbúningstíma- bilinu hefur verið upp og niður og það getur verið hættulegt að lesa of mikið í þá leiki. Við höfum spilað góða og slæma leiki eins og flest lið en það skiptir ekki máli núna þegar í mótið er komið, heldur að vera klárir í fyrsta leik en það er tilgangur undirbúningstímabils- ins. Mótið byrjar þar sem öll lið eru með 0 stig og í byrjun geta allir unnið alla. Með því að spila þétt fram í júní held ég að mótið verði enn óútreiknanlegra.“ Grindvíkingar voru einu stigi frá fallsæti á síðasta tímabili og árið áður voru þeir í níunda sæti. Lið- inu er spáð núna fyrir neðan miðja deild. „Það er alltaf markmið að gera betur en síðasta sumar sem er ekkert mikið markmið. Klúbb- urinn vill festa sig í efri hluta deild- arinnar og ég tel það vera raunhæft markmið því það eru tvö til þrjú lið sem bera af, en svo eru um 7 lið nokkuð svipuð að getu, eins og Val- ur, Fram, Keflavík, Fylkir, Stjarnan, Breiðablik og jafnvel ÍBV. Þessi 7 lið tel ég vera okkar helstu keppinauta sem verða að slást um allt frá 3. til 10. sæti. Hversu ofarlega við náum get ég ekki sagt en það getur stað- ið og fallið með leikbönnum og meiðslum því hópurinn er ekkert alltof stór.“ Miklar breytingar hafa verið á leik- mannahópi Grindavíkur í vetur en þeir fengu leikmenn til liðsins fyrr en áður hefur verið. Leikmenn sem fóru frá Grindavík voru Jósef Krist- inn Jósefsson, Gilles Daniel Mbang Ondo, Grétar Ólafur Hjartarson, Auðunn Helgason, Loic Mbang Ondo, Marko Valdimar Stefánsson og Rúnar Dór Daníelsson. Þeir leik- menn sem bættust í hópinn í vetur voru Bogi Rafn Einarsson, Einar Helgi Helgason, Magnús Björg- vinsson, Ian Paul McShane, Jamie Patrick McCunnie, Michal Pospisil, Yacine Si Salem og Jack Giddens. „Ég held að allir nýju leikmenn liðsins komi með ákveðna hluti sem gerir liðið betra, en það er allt- af þannig með erlenda leikmenn að maður veit ekki alveg fyrr en það reynir á þá. Þeir sem við misst- um voru þekktar stærðir í íslenska fótboltanum og það fylgir alltaf smá óvissa hvernig þeir nýju ná að aðlaga sig boltanum hérna heima. Ég trúi því að þeir spjari sig vel og fylli í skarð þeirra sem fóru og von- andi vel það.“ Ólafur Örn tók við liði Grindavík- ur í fyrrasumar eftir að hafa ver- ið að leika í Noregi. Hann spilaði einnig með liðinu og var mikill liðsstyrkur fyrir Grindvíkinga. „Ég geri ráð fyrir að leika aftur með í sumar, svo lengi sem ég get eitthvað í fótbolta.“ -segir Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur Grindvíkingar standa nú í ströngu að gera knatt- spyrnuvöllin kláran fyrir sum- arið. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er völlurinn þakinn í sandi og voru vallarstarfsmenn að bera áburð á völlinn þegar ljósmynd- ari Víkurfrétta kíkti í heimsókn. Bergsteinn Ólafsson, vallarstjóri knattspyrnuvallar Grindavíkur, sagði völlinn alltaf vera seinan til. „Við erum yfirleitt á eftir hinum völlunum á vorin en tökum svo góðan kipp í byrjun maí. Núna stendur fyrir mikill undirbúningur fyrir fyrsta leik hér heima. Búið er að gata völlinn og sanda. Þetta kemur allt á endanum,“ sagði Berg- steinn. Fyrsti leikur Grindvíkinga á heima- velli verður gegn Valsmönnum sunnudaginn 8. maí. „Völlurinn verður kanski ekki í toppstandi en hann verður nógu góður til að ná í Grindvískan sigur,“ sagði Berg- steinn glaður í bragði. „Nú hefst alvaran“ „Stemningin í hópnum er ljómandi góð og við hlökkum mikið til að byrja Íslandsmótið,“ sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkurl- iðsins í knattspyrnu. Liðið hefur verið í botnslag undanfarin tvö ár og var einu stigi frá falli á síðasta tímabili. Liðinu er spáð á svipaðar slóðir af ýmsum fjölmiðlum á komandi tímabili. „Spáin skiptir okkur ekki nokkru máli en okkur er alltaf spáð rétt fyrir ofan fallsætin og er engin breyting á því þetta árið. Okkur líður bara vel með þessa spá. Ég held að deildin eigi eftir að vera mjög jöfn þó FH sé kannski sterkasta liðið í deildinni þetta árið. Í leikjunum í vetur hafa allir verið að vinna alla svo ég held að bilið á milli efsta og neðsta sætis verði mjög lítið. Okkur langar að berjast um efstu sætin og gera atlögu að Evrópusæti.“ Orri Freyr sagði undirbúningstímabilið hafa gengið þokkalega en þeir hefðu þurft að glíma við meiðsli. „Við höfum ekki getað stillt upp okkar sterkasta liði í vetur sem er ekki gott en við vorum með mjög breiðan hóp í vetur sem er breyting frá síðustu árum. Vanalega höfum við verið að fá leikmenn korter í Íslandsmót svo þetta er bara breyting til batnaðar.“ Karlalið Grindavíkur hefur aldrei landað Íslandsmeistaratitli á þeim 16 tímabilum sem þeir hafa verið í efstu deild. „Ég veit ekki hvort það kemur titill hjá okkur í ár eða á því næsta en það styttist klárlega í hann. Við erum með gott og sterkt lið sem á eftir að gera góða hluti bæði í deild og bikar,“ sagði Orri Freyr. Völlurinn tekur góðan kipp í byrjun maí -segir Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur Ætlum að gera atlögu að Evrópusæti ›› KNATTSPYRNUSUMARIÐ 2011

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.