Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.2011, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 05.05.2011, Qupperneq 18
18 Fimmtudagurinn 5. maí 2011VÍKURFRÉTTIR Karlakór Keflavíkur Vortónleikar 2011 Ytri-Njarðvíkurkirkju Fimmtudaginn, 5. maí, kl. 20:30 Söngstjóri: Guðlaugur Viktorsson Píanóleikari: Jónas Þórir Einsöngvari: Davíð Ólafsson Ásdís Móeiður Sigurðardóttir, Árni Guðmundur Árnason og fjölskylda. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, mágs, frænda og vinar, Sigurðar Árna Árnasonar, Keflavík, sem lést 1. apríl sl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir ómetanlegan stuðning og vinarhug. Margrét Vilmarsdóttir, Reynir Guðjónsson, Alexander Vilmarsson, Lilja Friðriksdóttir og afabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra, Vilmar Guðundsson, Tjarnagötu 25, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir hlýja og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Kristinn Henneberg, Júlía Kristinsdóttir, Daniel Kristinsson. Laufey Guðmundsdóttir, (frá Hellu í Garði). Heimdaldsgade 24 Ålaborg. Lést á sjúkrahúsi Ålabogar 7. apríl 2011. Útför hefur farið fram frá Romdrupkirkju. Minningarathöfn verður haldin fimmtudaginn 5. maí 2011 kl. 18:30 í Útskálakirkju. Jón Kr. Olsen vélvirkjameistari og vél- stjóri var fæddur 10. september 1921 í Visnes, Lingstad, Noregi. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Olav Ingvald Visnes Olsen frá Visnes, Noregi f. 6.9.1889, d. 27.8.1973 og Bjarnrún Magðalena Jónatansdóttir, frá Sigluvík, Svalbarðsströnd, Eyjafirði f. 28.11.1895, d. 2.5. 1970. Systkini Jóns eru Ólöf María f. 3.7.1920, d. 21.12.1965. Sverrir Hart- vig f. 9.11.1925, d.3.4.2005. Karl Hin- rik f. 29.10.1926. Bjarni Gísli f. 5.9.1931. Henry f. 26.2.1936, d. 6.1.1938. Birgir f. 22.3.1937. Jón fluttist með foreldrum sínum til Íslands síðla árs 1924. Bjuggu þau um stuttan tíma á Akureyri en sama ár settust þau að í Hrísey þar sem faðir hans rak vélaverkstæði og útgerð. Árið 1929 fluttu þau til Siglufjarðar þar sem faðir hans stofnaði Vélsmiðju Siglufjarðar. Jón byrjaði að vinna í smiðju föður síns 14 ára gamall. Hann var á námssamningi í vélvirkjun hjá föður sínum á árunum 1937-1941 og lauk síðan prófi frá Iðnskóla Siglufjarðar 1942 og fékk meistara- bréf í iðn sinni árið 1947. Jón kynntist eiginkonu sinni, Gunnlaugu F. Olsen f. 19.12.1923, d. 25.9.2008, árið 1941 og gengu þau í hjónaband 30. okt. 1943. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Kristján Jónsson frá Básum í Gríms- eyjarsókn í Eyjafjarðarsýslu, f. 16.2.1867, d. 21.2.1938, og Sigurbjörg Pálsdóttir frá Lónsgerði í Kræklinga- hlíð í Eyjafjarðarsýslu, f. 30.3.1886, d. 30.9.1965. Börn Jóns og Gunnlaugar eru 1) Júlía Sigríður, f. 31.8.1942, börn hennar eru a) Helgi Rósant, f. 6.6.1969, og b) Aida, f. 15.6.1971, sonur hennar er Daníel Helgi, f. 1.9.2000. 2) Helga Rósa, f. 20.5.1944, gift Jessie W. Taylor, f. 23.3.1937. 3) Henry, f. 16.6.1946, d. 15.3.2011. Börn hans eru a) Marí- anna, f. 28.12.1972, og b) Gísli Birgir, f. 27.2.1975, sonur hans er Tristan Breki, f. 27.2.2003. 4) Rut, f. 30.9.1954, gift Ingólfi Halldórssyni, f. 18.6.1958. Börn hennar eru a) Gunnlaug F. , f. 19.8.1974, maki Sturla Ólafsson. Börn Gunnlaugar eru Kristján Helgi, f. 3.1.1992, Emelía Rut, f. 17.3.1998, og Ásthildur Eva, f. 29.8.2003. b) Jóna Kristjana Olsen, f. 18.12.1985, maki Erik Williams. Afkomendur Jóns og Gunnlaugar eru orðnir 28 talsins. Árið 1945 seldi faðir Jóns fyrirtæki sitt á Siglufirði og fluttist til Ytri Njarðvíkur þar sem hann stofnaði Vél- smiðju Ol.Olsen hf. sem þá varð fjölskyldufyrirtæki. Fylgdi Jón þar eftir með fjölskyldu sína og starfaði í fyrirtækinu til ársins 1954 þegar hann ákvað að breyta um starfsvettvang. Jón byggði fjölskyldu sinni tvö hús í Njarðvíkunum, Brekkustíg 23 og Hólagötu 27. Árið 1957 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og vann hann þar næstu árin ýmist hjá sjálfum sér eða öðrum. Fluttist síðan fjölskyldan til Keflavíkur þar sem þau Jón og Gunnlaug bjuggu til lífsloka. Jón kom víða við á langri starfsævi. Hann tók vélstjórapróf frá Fiskifélagi Íslands 1963 og meiraprófið 1964. Hann var um tíma vélstjóri á bátum. Vélstjóri í Hraðfrystistöð Keflavíkur á árunum 1963-1968. Þá var honum falið að endurvekja Vélstjórafélag Keflavíkur 1968, en félagið hafði ekki starfað frá 1964. Hann náði góðu sam- bandi við fyrrum félaga þess og var félagið endur- vakið 1969. Félaginu var þá breytt í Vélstjórafélag Suðurnesja þegar vélstjórar á Suðurnesjum ákváðu að sameinast í einu félagi. Fjöldi félagsmanna náði að verða 270, meðan sjávarútvegur var að einhverju marki rekinn á Suðurnesjum. Jón var formaður félagsins og starfsmaður í 23 ár, þá hætti hann for- mennsku en starfaði fyrir félagið í 5 ár betur. Hann hætti störfum árið 1997, þá 76 ára og var þá gerður að heiðursfélaga félagsins. Var hann einnig heiðursfélagi í Vélstjórafélagi Íslands. Jón gegndi mörgum trúnaðarstörfum, hann var próf- nefndarformaður í járniðnaði á Suðurnesjum árin 1950-1953. Hann útskrifaði nokkra járniðnaðarmenn sem lærðu hjá Vélsmiðju Ol.Olsen hf. Þá sat hann í samninganefndum Sjómannasambands Íslands í um 16 ár og var ritari sambandsins í nokkur ár. Fulltrúi Sjómannasambands Íslands í stjórn Fiskifélags Ís- lands í 4 ár og í nefnd Samgönguráðuneytisins til endurskoðunar um menntun og starfssvið vélstjóra og vélfræðinga. Hann var formaður sjómannadagsráðs Keflavíkur í nokkur ár. Jón söng í mörg ár í Karlakór Keflavíkur og var einn af stofnendum hans en auk þess söng hann í Kirkju- kór Keflavíkurkirkju um tíma. Jón var mikill íþróttaunnandi. Meðan hann bjó á Siglufirði stundaði hann fimleika auk skíða- íþróttarinnar sem mikið var stunduð á Siglufirði á þeim árum. Eftir að hann flutti til Njarðvíkur stundaði hann frjálsar íþróttir í nokkur ár og var í hópi keflvískra íþróttamanna sem náðu mjög fram- bærilegum árangri. Jón átti m.a. Suðurnesjametið í hástökki í nokkur ár, þá var hann í spretthlaupum og langstökki einnig. Árið 1989 eftir að hann hætti störfum í félagsmálum sneri hann sér að golfíþrótt- inni. Hann undi sér vel í golfinu og hafði oft orð á því að hann hefði átt að byrja miklu fyrr. Síðustu árin spilaði hann billjard í góðra vina hópi í Ballskák- klúbbi Suðurnesja og hafði mikla ánægju af. Jón verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju á morgun, föstudaginn 6. maí, og hefst athöfnin kl. 14:00. LIST ÁN LANDAMÆRA Á SUÐURNESJUM TÖFRANDI TÓNLEIKAR FRUMLEIKHÚSINU LAUGARDAGINN 7. MAÍ, KL. 14.00. (Athugið breyttan tónleikatíma) Lifandi og skemmtilegir tónleikar söngfólks úr röðum fatlaðra og ófatlaðra undir stjórn okkar frábæru tónlistarmanna Jóhanns Smára Sævarssonar óperusöngvara og Arnórs Vilbergssonar organista. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir á meðan húsrúm leyr Minnum líka á myndlistarsýningar í tenglsum við List án landamæra í   göngugötunni í Krossmóa (Nettó). Þar sýna félagar í Björginni, geðræktarmiðstöð Suðurnesja undir leiðsögn Tobbu, börn í dagþjónustu Ragnarssels og þjónustunotendur Hængarstöðvarinnar undir leiðsögn Rutar Ingólfsdóttur. Þátttakendur í Samvinnu sýna verk sín í Krossmóa 4. Jón Kr. Olsen látinn Opið alla virka daga frá kl. 10:00 - 18:00 Njarðvíkurbraut 9 Auglýsingasími VF er 421 0001

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.