Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.2011, Page 21

Víkurfréttir - 05.05.2011, Page 21
Fimmtudagurinn 5. maí 2011 VÍKURFRÉTTIR 21 R í k i s s t j ó r n i n hefur ákveðið að fram eigi að fara vönduð athugun á kostum þess að f lytja Land- h e l g i s g æ s l u n a til Suðurnesja og að hagkvæmisat- hugun verði gerð á þeim kostum. Minnisblað Deloitte sem rætt var í ríkisstjórn í síðustu viku og á samráðsvettvangi sveitarfélaga á Suðurnesjum og stjórnvalda, er langt frá því að vera fullnægjandi hagkvæmiathugun eða athugun á kostunum. Minnisblaðið er í mesta lagi innlegg í umræðuna. Í það vantar ýmsa grundvallarþætti málsins, s.s. mat á öryggismálum og samlegðaráhrif við verkefni sem Varnarmálastofnun sinnti áður. Minnisblaðið mun ekki stöðva framgang málsins enda er það komið til þingsins í formi álykt- unar allra þingmanna Suðurkjör- dæmis. Fyrir dyrum stendur vinna með ályktunina í allsherjarnefnd Alþingis sem mun leiða málið til lykta á málefnalegum forsendum. Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum ályktaði í síðustu viku á þann veg að mikilvægt væri að halda áfram hagkvæmisgreiningu á flutningi Landhelgisgæslunnar þar sem farið yrði yfir hver sé fram- tíð Landhelgisgæslunnar og hag- kvæmni flutnings fyrir bæði gæsl- una og Suðurnes. Einnig óskaði stjórn SSS eftir því að myndaður verði samstarfshópur stjórnvalda og sveitarfélaga á Suðurnesjum til að halda áfram greiningu á öllum hliðum málsins. Ég tek undir ályktun SSS og tel það algjörlega nauðsynlegt að Suðurnesjamenn komi að skilgreiningu þeirra kosta sem greindir verða. Næstu vikurnar munum við þing- menn Samfylkingarinnar í Suður- kjördæmi standa fyrir 10 opnum fundum um al lt kjördæmið. Við byrjum á Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 4. maí og endum í Reykjanesbæ þann 21. maí. Við munum kynna viðhorf og baráttu- mál, áform og framkvæmdir en fyrst og fremst hlusta á fólkið sem sækir fundina. Fundirnir á Suður- nesjum verða í Grindavík 10. maí kl. 20:00 í sal Verkalýðsfélagsins, í Garðinum 19. maí kl. 20:00 í sam- komuhúsinu og í sal Sálarrann- sóknarfélagsins í Reykjanesbæ laugardaginn 21. maí kl. 10:30. Ég hvet Suðurnesjamenn til að fjöl- menna á fundina og ræða áætlanir um uppbyggingu samfélagsins eftir hrun á grundvelli jöfnuðar og rétt- lætis. Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður Brekkustíg 38 | Reykjanesbæ | s. 421 2788 | Stefán 869 2788 | Ari 894 0354 | tsa@tsa.is TSA ehf. Trésmíðaverkstæði Stefáns & Ara Framleiðum gestahús, garðhús eða hverskyns hús af þínum óskum. Sjáum um flutning í sveitina.  Elegans Hársnyrtistofan á Nesvöllum - Reykjanesbæ - S. 421 4848 FLOTTAR VÖRUR Á 20% AFSLÆTTI. BED HEAD tilboð á hinu vinsæla AFTER PARTY sem gerir hárið silkimjúkt&glansandi ásamt ROCKAHOLIC WAXI sem mótar hárið eins og þú vilt! . ELEGANS KYNNIR FRÁBÆRT Tímapantanir: 421 6700 www.lundur.net Dagskrá á mánudögum: Kl. 10.00 – 16.00 Viðtöl hjá ráðgjafa Kl. 16.30 – 17.30 Stuðningshópar Kl. 18.00 – 19.00 Foreldrafræðsla Forvarnarfélag að Fitjabraut 6c Opið alla mánudaga frá kl. 10. Ráðgjöf – þarftu aðstoð? – viltu aðstoð? F y r i r n o k k r u síðan þurfti ég á s a m t m í n u m nánustu að koma öldruðum tengda- föður mínum á öldrunarheimili. Við áttum svo sem ekki margra kosta völ og tókum því með þökkum að fá inni fyrir gamla manninn á Garðvangi í Garði. Mér varð hins vegar ekki um sel þegar ég sá herbergið sem gamla manninum var ætlað að búa í. Það var örugglega minna en tíðkaðist með barnaherbergi í íbúðum fyrir áratugum. Tengdafaðir minn hafði ekki mikið í kringum sig í herberginu enda var það ekki hægt. Rúmið komst illa fyrir, ég sá þegar því var mismunað inn í herbergið. Rúminu var skáskotið upp á rönd og pláss herbergis á móti þurfti að nýta til að koma rúminu inn. Með erfiðismunum var svo hægt að smella því niður upp við vegg. Næst var að setja örlitla kommóðu undir gluggann þar sem hægt var að hafa útvarp, önnur lítil dragkista komst fyrir gegnt rúminu. Lítið sjónvarp komst ekki fyrir í herbergi gamla mannsins. Var því brugðið á það ráð að setja upp á vegg sérstakan arm fyrir sjónvarpið við enda rúmsins. Loks var hægt að koma fyrir einum stól framan við rúmið. Þar var ekki pláss fyrir fleiri. Það var ekki gert ráð fyrir nema einum gesti í senn. Væru gestir fleiri þurftu þeir að opna hurðina og fara fram á gang. Vaskur var í herberginu. Mér fannst þetta ömurleg vistar- vera. Það er svívirða að bjóða gömlu fólki upp á svona kytrur. Það er skömm að þessu. Mig grunaði aldrei að aðbúnaður gamals fólks væri með þessum ósköpum fyrr en ég kom inn á Garðvang. Svona aðbúnaður er liðinn hér í hlaðvarp- anum hjá okkur! Við eigum þess ekki kost að berja þessi herlegheit augum fyrr en við þurfum sjálf eða okkar nánustu að nýta þessar kompur á Garðvangi. Það er hörmulegt að við skulum ekki búa betur að öldruðum svo þeir geti lifað með reisn síðustu æviárin. Allir eiga rétt á að geta lifað mannsæmandi lífi, þá ekki sízt aldraðir. Húsnæði fyrir þetta fólk á að vera til fyrirmyndar, rúmgott og auðvitað með sér snyrtingu sem fylgja skal herberginu. Rétt er að undirstrika að hér var ég eingöngu að tala um bágborið hús- næði aldraðra í Garðvangi í Garði. En starfið þar með öldruðum sýnist mér vera með ágætum og er ekki hægt að kvarta yfir því. Það er ástæða til að mæra starfsfólkið. Það er ótrúlegt hvað starfsfólkið getur gert fyrir dvalargesti og veit ég þó að þarna, eins og víða annars staðar, er allt undirmannað. Gylfi Guðmundsson Garðvangur engum bjóðandi Eftir Gylfa Guðmundsson Landhelgisgæslan og opnir fundir Eftir Oddnýju G. Harðardóttur Nú fer hver að verða síðastur til að skoða sýninguna Himingeiminn sem nú stendur í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Sýningin er afrakstur samstarfs listasafnsins og allra 10 leikskólanna í Reykjanesbæ sem saman hafa skapað undraveröld með dulúðugri birtu, ljósum og hljóðum sem lætur engan ósnortinn. Hér er á ferðinni sýning sem tilvalið er fyrir foreldra eða ömmur og afa að skoða með börnum sínum. Í Bíósal er boðið upp á litla smiðju þar sem börnin geta m.a. búið til skuggaleikhús. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 8. maí. Síðasta sýningarhelgi Listahátíðar barna

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.