Víkurfréttir - 25.08.2011, Blaðsíða 2
2 FIMMTudagurInn 25. ÁgÚST 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Metabolic styrkir
Velferðarsjóð Suðurnesja
›› FRÉTTIR ‹‹
SALA
Á LJÓSANÓTT
EKUR ÞÚ VARLEGA?
Nú eru skólarnir að hefja vetrarstarf sitt
og við minnum á umferðarátak umhverfis-
og skipulagssviðs og hraðamælingar við
skóla og í íbúahverfum.
Sýnum tillitssemi – ökum varlega.
30
Vegna fjölda áskorana hefur verið tekin ákvörðun um
að banna hunda á hátíðarsvæðinu yfir Ljósanætur-
helgina.
Munum eftir dýrunum og gerum ráðstafanir þeim til
verndar á meðan á flugeldasýningunni stendur.
Kynnið ykkur dagskrá Ljósanætur á
Þeir aðilar sem hafa í hyggju að vera með torgsölu
þurfa að sækja um torgsöluleyfi hjá byggingarfulltrúa.
Allar upplýsingar um leyfi er hægt að nálgast á
netfanginu sala@ljosanott.is
GEYMUM HUNDINN
HEIMA
›› Andri Fannar er heyrnarlaus nemandi í Holtaskóla:
Andri Fannar Ágústsson er að fara í 2. bekk nú í haust.
Hann er heyrnarlaus og notast við
táknmál til að tjá sig. Þær Margrét
Gígja Þórðardóttir og Laila Mar-
grét Arnþórsdóttir standa um
þessar mundir fyrir svokallaðri
Táknmálseyju þar sem jafnaldrar
Andra úr Holtaskóla læra tákn-
mál á skemmtilegan máta. „Jó-
hann Geirdal skólastjóri Holta-
skóla bað okkur að koma hingað
vegna þess að hér er heyrnarlaus
strákur sem er að fara í 2. bekk.
Við vildum byggja betra félagslegt
umhverfi fyrir hann og um leið
kynna táknmál fyrir börnunum,“
segir Margrét Gígja.
Hugmyndavinnan í verkefninu er
að gefa krökkunum orðaforða sem
byggist upp eins og samfélag en
byrjað er að föndra eyju og krakk-
arnir gera alls kyns hluti á eyjuna
og læra ný orð eftir því sem þau
byggja fleiri hluti í kringum eyjuna.
Þau læra t.d um sjóinn og fara svo
út í fjöru að tína steina og skeljar
og annað. „Þannig að þau eru virk
bæði innan og utan skólastofunnar.
Við verðum líka að fara út með
þau því þolinmæðin er stundum
af skornum skammti, sérstaklega
þegar veðrið er gott,“ bætir Margrét
Gígja við.
Þær stöllur segja að inn á milli séu
börn sem séu orðin mjög góð og
orðaforðinn sé ótrúlega góður hjá
sumum. Áhuginn sé þó mismun-
andi eins og gengur og gerist en
flestir eru farnir að geta bjargað sér.
„Sumir eru feimnir og eru ekkert
Bekkjarfélagarnir læra líka táknmál
Sandgerðisdagar
alla vikuna
að sýna að þeir taki við táknunum.
Það hefur verið þannig stundum
að þegar foreldrarnir koma að
sækja börnin þá byrja þau að tjá
sig með táknmáli við þau, það segir
manni að orðaforðinn sé að vaxa og
kannski eru túlkar framtíðarinnar
hér í þessum hóp,“ en alls eru um
20 börn sem sækja námskeiðið.
Börnin eru mjög glöð í kennsl-
unni og eru jafnan fúllynd þegar
kennslustund er lokið enda mikið
í gangi og fjörið stanslaust. Þegar
blaðamaður leit við hjá krökkunum
var Tinna táknmálsálfur sem hefur
verið í Stundinni okkar með krökk-
unum og talaði við þau á táknmáli.
Hún fangaði athygli þeirra og flest
þeirra gátu svarað spurningum
hennar að einhverju leyti og tjáð
sig á táknmáli.
Hugmyndin er svo að halda starf-
inu áfram einu sinni í viku í skól-
anum í vetur. Seinna meir munu
þau svo vonandi læra táknmál enn
frekar en það er kennt í nokkrum
framhaldsskólum og einnig sem
val í eldri bekkjum í einhverjum
grunnskólum.
„Það er t.d. biðlisti í Kvennaskól-
anum eftir því að komast í tákn-
mál því mætti segja að þetta sé ansi
vinsælt og nokkurskonar trend í
gangi,“ segir Laila.
Andri hefur haft gífurlega gaman
af námskeiðinu og nýtur sín til
fulls. „Það er rosalega mikilvægt
í svona námskeiðum að hann er í
sjálfu sér í aðalhlutverki, hann er í
raun að gefa af sinni menningu og
maður sér að hann er sterkur hér
inni. Hann kann þetta og skilur og
er jafnvel að kenna hinum. Hér fær
hann flott hlutverk og er í fremstu
röð í stað þess að vera stundum til
baka í skólanum, sem er gríðarlega
mikilvægt,“ segir Laila að lokum.
Landsbankinn
á 60 íbúðir á
Suðurnesjum
Af 230 íbúðum sem eru í eigu Landsbankans eru 60
á Suðurnesjum. Þetta kemur
fram í yfirliti sem bankinn
hefur sent til fjölmiðla. Af
þessum 60 íbúðum eru 13 í
útleigu, 24 til sölu og 23 í bygg-
ingu eða ekki tilbúnar til sölu.
Loftrýmisgæsla
hefst að nýju
Loftrýmisgæsla Atlantshafs-bandalagsins við Ísland
hófst á ný 17. ágúst sl. með
komu flugsveitar bandaríska
flughersins.
Verkefnið er í samræmi við
loftrýmisgæsluáætlun NATO
fyrir Ísland. Alls munu um 120
liðsmenn bandaríska flughersins
taka þátt í verkefninu og koma
þeir til landsins með fjórar F-16
orrustuþotur.
Er þetta er í þriðja sinn sem
þjónusta íslenskra stjórnvalda
vegna loftrýmisgæslu er í um-
sjón Landhelgisgæslu Íslands
en verkefninu var fyrr á árinu
sinnt af flugsveitum frá Kanada
og Noregi.
Sandgerðisdagar fara fram í vikunni, hófust á mánudag
og þeim líkur svo á sunnudag-
inn komandi. Meðal þess sem
verður á dgskrá á Sandgerðisdög-
um verður hinn víðfrægi knatt-
spyrnuleikur milli Norður - og
Suðurbæjar þar sem keppt er upp
á stoltið. Biggi og Helgi leiða
Loddu göngu Sandgerðisdaga í
kvöld. Gangan hefst í Vörðunni
og gengið verður um götur bæj-
arins þar sem gestgjafar, lífs og
liðnir, taka vel á móti fjöldanum
með skemmtilegum uppákomum
þar gleðin og léttleikinn verða í
algleymi. Meðal tónlistarmanna
sem fram koma á laugardeginum
á hátíðarsviðinu verða Ingó (Veð-
urguð), Gylfi Ægissson auk fjölda
annara listamanna sem munu
skemmta gestum og gangandi. Að
sjálfsögðu verður svo flugelda-
sýning og varðeldur á laugardags-
kvöldið. Nánari dagskrá má sjá á
sandgerdisdagar.is
Næstkomandi laugardag klukkan 10:00 verður op-
inn góðgerðartími í Metabolic
í íþróttahúsinu á Ásbrú. Tekið
verður á móti frjálsum framlög-
um og mun öll innkoma renna
óskert til Velferðarsjóðs Suður-
nesja.
Helgi Jónas Guðfinnsson frá styrkt-
arthjalfun.is mun stýra tímanum
ásamt Sævari Borgarssyni sem mun
ásamt Helga sjá um Metabolic þjálf-
un í vetur en ákveðið hefur verið að
bæta við morgun og síðdegistím-
um í Reykjanesbæ vegna mikillar
ásóknar í hádegisnámskeiðin.
Engin þörf er á að skrá sig í góð-
gerðartímann, bara að mæta í
íþróttahúsið á Ásbrú fyrir klukk-
an 10:00, klár í að taka vel á því í
skemmtilegum æfingum.