Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.2011, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 25.08.2011, Blaðsíða 14
14 FIMMTudagurInn 25. ÁgÚST 2011 • VÍKURFRÉTTIR TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI Á REYKJANESI VEGNA FISKELDIS Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar Vitabraut 7, Reykjanesi, ásamt greinagerð og umhverfisskýrslu skv. lögum nr.105/2006 um umhverfismat áætlana. Tillagan gerir ráð fyrir fiskeldisstöð við Kistu á Reykjanesi. Tillagan ásamt fylgigögnum verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 frá og með 25. ágúst 2011 til 22. september 2011. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 6. október 2011. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana. Reykjanesbæ, 24. ágúst 2011. Sveinn Númi Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi INNRITUN YNGRI FLOKKA Miðvikudaginn 31. ágúst kl. 17-20 í Íþróttahúsinu Sunnubraut Einnig er hægt að skrá iðkendur rafrænt á keflavik.is/karfan. Mikilvægt er að allir iðkendur skrái sig! Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur J a z z b a l l e t t S t r e e t M o d e r n H i p H o p B r e i k d a n s D a n s t æ k n i D a n s m a n í a W o r k s h o p D a n s f e r ð i r www.danskompani . i s www.facebook.com/DansKompani Kíktu á okkur á opið hús í næstu viku, 29-31.ágúst: Mán-mið kl.14:30-18:00.  Kynning á dansnáminu 4-20+ ára  Móttaka skráninga  Móttaka pantana á dansfatnaði  Frágangur greiðslufyrirkomulags Frítt verður í 3 kynningartíma í breik fyrir stráka 8-15 ára. Frítt verður í danskynningartíma fyrir stelpur 10-20 ára. Mikilvægt er að skrá sig áður í þessa tíma – sjá vefsíðu! OPIÐ HÚS – FR ÍTT Í DANS Grófinni 8, 230 RNB | s. 773 7973 Heimsleikar lögreglu- og slökkviliðsmanna fara fram í New York dagana 26. ágúst til 5. september næstkomandi. Þetta er vettvangur eins af stærstu íþrótta- viðburðum heims sem líkja má við sjálfa ólympíuleikana. Móthaldarar búast við allt að 20.000 lögreglu- og slökkviliðsmönnum frá yfir 70 löndum víðs vegar úr heiminum. Leikarnir eru haldnir á tveggja ára fresti en í ár verða þeir sérstakir fyrir þær sakir að nú eru 10 frá árásunum á tvíburaturnana í New York þar sem leikarnir eru haldnir. Eins og oft áður munu slökkviliðs- menn héðan af Suðurnesjunum senda fulltrúa á leikana en þeir hafa farið reglulega síðan 1999 og staðið sig með sóma. 60 fulltrúar koma frá Íslandi að þessu sinni og þar af 20 frá slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli og munu þeir keppa í hinum ýmsu greinum s.s. knattspyrnu, körfubolta, lyfingum og ultimate firefighter sem sameinar alla helstu þætti slökkvistarfsins í eins konar fitness útfærslu. Einar Már Jóhannesson er einn af slökkviliðsmönnunum frá Isavia sem tekur þátt í leikunum. Hann fékk þá hugmynd að skjalfesta þessa merku ferð og í vinnslu er heimildamynd um undirbúning fyrir ferðina og ævintýrið sjálft í stóra eplinu. 20 slökkviliðsmenn af keflavíkurflugvelli til new york „Við Oddur Jónasson, vinur minn og starfsfélagi, vorum að velta því fyrir okkur að gaman væri að skjalfesta þetta ferðalag þar sem við höfðum heyrt svo skemmtilega hluti um leikana frá hinum strák- unum og við erum að fara í okk- ar fyrsta skipti og hugmyndin var upphaflega að kaupa okkur jafnvel góða upptökuvél sem væri með í ferðinni. Svo fórum við að hugsa að við nenntum ekki að standa í þessu öllu sjálfir og okkur fannst við vera með skemmtilegt efni í höndunum og að fólk gæti hugsanlega haft gaman af að fylgjast með þessum svakalega viðburði. Þetta vatt svo bara svona upp á sig og við fórum að gerast djarfari í þessum hugmyndum og að lokum vorum við mættir inn á teppi hjá Skjá einum, sáum fyrir okkur átta tuttugu mínútna þætti með smá gamansömu ívafi. Við vissum bara ekki betur, þetta er ekki svona einfalt og við vorum bara settir á okkar stað þarna á skrif- stofunni hjá Skjá einum. Þeim leist Leiðin á heimsleikana í heimildarmynd vf.is hins vegar mjög vel á hugmyndina og sögðu þetta vera flott efni í tvo klukkutíma þætti þar sem fjallað væri um undirbúning ferðarinnar í öðrum og leikana sjálfa og ferðalag- ið í þeim seinni. Við fengum því næst fagmennina Garðar Örn Arn- arson og Erling Jack Guðmundsson til liðs við okkur og allt fór á fullt.“ „Ég kom að þessu verkefni þannig að ég þekkti bæði til Einars Más og Odds og þeir vissu að ég væri í kvikmyndanámi. Þeir höfðu sam- band við mig og spurðu hvort ég hefði ekki áhuga á þessu. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um held- ur sló bara strax til enda alltaf ver- ið mikill slökkviliðsáhugamaður og er gríðarlega hrifinn af þessari tegund kvikmynda, þ.e.a.s. heim- ildamyndum. Eftir það hafði ég strax samband við góðvin minn og skólafélaga Erling og bauð hon- um að taka þátt í þessu með mér og þannig fór þetta að rúlla,“ segir Keflvíkingurinn Garðar Örn. Garðar segist líta á þetta sem virki- lega stórt tækifæri fyrir sig sem kvikmyndagerðarmann og besta kennsla sem maður fái í þessum bransa er einmitt þetta að vera í tök- um. „Það er bara eins og í öllu öðru þú safnar engri reynslu og þróast ekki bara á því að lesa bækur og fylgjast með kennaranum, maður þarf að vera úti á velli og gera það rétta og það ranga til þess að læra og þróast. Ég tel að þetta verkefni sé mjög góður stökkpallur fyrir mig persónulega sem kvikmyndagerð- armann,“ segir Garðar. Garðar segir áhorfendur mega eiga von á frábærri skemmtun fyrir bæði karla og konur á öllum aldri. „Við skyggnumst örlítið inn í líf slökkvi- liðsmannsins og daglega rútínu hjá þeim. Svo fylgjum við þeim í öllu því sem þeir munu aðhafast þarna úti, við munum verða eins og skugginn á þeim í New York og þeim verður ekkert hlíft, það verð- ur allt filmað. Þannig að fólk verður bara að bíða spennt eftir að fá að sjá þetta, og það er ekki ólíklegt að lögð verði stjörnuhella fyrir utan félags- bíó í Keflavík á Ljósanótt 2012. Íþróttafréttir alla daga á vef Víkurfrétta, Vf.is Einar Már Jóhannesson er einn af slökkviliðsmönnunum frá Isavia sem tekur þátt í leikunum. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.