Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.2011, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 25.08.2011, Blaðsíða 6
6 FIMMTudagurInn 25. ÁgÚST 2011 • VÍKURFRÉTTIR Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýs- ingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Leiðari Víkurfrétta EYÞÓR SÆMUNDSSON, BLAÐAMAÐUR Bjallan glymur og skólastarf er hafið á ný. Glaðlegir ung- lingar og góðlegir gamlingjar vakna til lífs á ný eftir hýði sum- arsins og svo eru það litlu krílin sem hafa beðið þess með óþreyju að komast aftur í skólann og hitta vinina. Lífið er að komast í fastar skorður eftir sumarfrí hjá flestum og ég er einn af þeim sem fagna því. Nú fer maður kannski loks að drífa sig í ræktina enda búinn að bæta á mig óvelkomnum kílóum enda má varla skína sól þá er maður kominn með ís í hönd, já eða ákveðinn gulleitan vökva sem rennur vel niður með sólskini. Bæjarhátíðirnar á Suðurnesjum eru senn á enda en nóg hefur verið um að vera síðan Sjóarinn síkáti reið á vaðið í byrjun júní. Nú um helgina ná Sandgerðisdagar hámarki og svo rennur upp Ljósanótt og þá er haustið sennilega byrjað að banka á dyrnar. Blaðið í dag ber þess merki um að Ljósanótt sé á næsta leiti og þar ætti eitthvað að vera í boði fyrir alla. Það sem stendur upp úr í dagskránni er fjöldinn allur af hæfileikafólki sem við eigum hér á Suðurnesjunum. Við þurfum ekki mikið að leita út fyrir Gull- bringusýslu til þess að fylla daskrána hér á Ljósanótt enda koma héðan listamenn í fremstu röð og sjaldan hefur jafn mikið af heimaræktuðum hæfileikum komið fram og einmitt í ár. Sumarið hefur annars verið ágætt. Þurrt og bjart þó það sé endilega ekki allra tebolli. En þó sennilega flestra. Íslend- ingar eru helteknir af veðrinu og oftar en ekki heyrir maður fólk í kringum sig hreinlega ljúga að sjálfu sér þegar kemur að veðri, það hreinlega telur sér trú um að veðrið sé frábært en innst inni veit það að svo er alls ekki. Þetta skemmtir mér mjög. Svo er ég alveg handviss um það að skiltið við KFC í Reykjanesbæ sem sýnir hitastigið er bilað eða þá að mælirinn sem lesið er af er ekki í skugganum. Ég tek haustinu fagnandi og finnst alltaf eitthvað notalegt þegar fyrstu lægðirnar koma yfir landið og maður nýtur þess bara að vera heima í notalegheitum og kveikir jafn- vel á kerti við og við. Ég er líklega allur að mýkjast með aldrinum og það er greinilegt að ég er orðinn gamall fyrst ég er að tala svona mikið um veðrið. Lífið að komast í fastar skorður vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 18. ágúst. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Með blik í auga ›› Tónlist og tíðarandi áranna 1950-1970: Myndlistarkennari Vegna forfalla vantar myndlistarkennara í Heiðarskóla. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsjónarmaður í Frístund í Heiðarskóla Starfið er hlutastarf og felst m.a. í umsjón og skipulagi Frístundar í Heiðarskóla. Umsóknir skulu berast starfsmannaþjónustu, Tjarnargötu 12, eða á mittreykjanes.is. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Þór Jónsson skólastjóri í síma 420-4501 og 894-4501 LAUSAR STÖÐUR Í HEIÐARSKÓLA Venju samkvæmt verður boð-ið upp á glæsilega hátíð- artónleika í tilefni af Ljósanótt í Reykjanesbæ. „Þetta árið hafa þeir hlotið nafnið Með blik í auga, og er tímaferða- lag aftur til áranna 1950 til 1970 í tónum, máli og myndum. Við förum í tímaflakk aftur til áranna þegar Hafnargatan var ómalbikuð og breyttist í stórfljót í rigningum. Þegar kaupmenn versluðu á öllum hornum og Kaupfélagið var stórveldi. Bærinn ilmaði fyrst og fremst af fiski og herinn nýbúinn að koma sér fyrir á Háaleitinu. Hallbjörg Bjarnadóttir, Ellý Vil- hjálms, Haukur Morthens og Raggi Bjarna hljómuðu í óskalagaþáttum sjúklinga og sjómanna,“ segja þeir Arnór Vilbergsson og Kristján Jóhannsson hjá Tónlistarfélagi Reykjanesbæjar í samtali við Víkur- fréttir. Það verður einmitt boðið upp á tónlist Hallbjargar, Ellýar, Hauks Mortens og Ragga Bjarna, auk – á hátíðartónleikum í Andrews á Ljósanótt Hljóma, Villa Vill, Flowers og Trú- brots í Andrews Theater á Ásbrú í Reykjanesbæ, sunnudaginn 4. sept- ember kl. 16 og aftur kl. 20. „Það eru frábærir söngvarar af Suðurnesjum sem stíga á svið, Valdimar Guðmundsson, Fríða Dís Guðmundsdóttir, Bríet Sunna Valdemarsdóttir Jana María Guð- mundsdóttir, Guðmundur Her- mannsson, Birna Rúnarsdóttir, Sveinn Sveinson og fleiri. Það er 14 manna hljómsveit sem leikur undir,“ segja þeir félagar. Sýning- in í Andrews verður einnig klædd í búning áranna 1950 til 1970 og m.a. mun Gerður G. Bjarklind ljá fréttalestrinum rödd sína. Arnór B. Vilbergsson stjórnar hljómsveitinni og útsetur tónlistina í upprunalegum anda. Kristján Jó- hannsson skrifar handrit og kynnir viðburðinn. Dagskráin öll er verk Suðurnesjafólks en mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning hátíðartónleikanna og þrotlausar æfingar. Aðstandendur Með blik í augum ætla að fylla Andrews tví- vegis á sunnudeginum, 4. septem- ber, og lofa mikilli upplifun. Miðasala er á midi.is en einnig verður hægt að nálgast miða á heimaslóð í forsölu sem nánar verður auglýst síðar. Sa m n i n g a r hafa náðst milli HS Orku og spænska fyr- irtækisins Stolt Seafarm, dótt- u r f y r i r t æ k i s Stolt Nielsen samsteypunnar, um nýtingu af- falls frá Reykjanesvirkjun til fisk- eldis. Stolt Seafarm hyggst ala sólkola til útflutnings, en til eldisins þarf volgt vatn, sem fæst frá virkjuninni. Samningurinn, sem undirritaður var á mánudag, þýðir að tugir nýrra starfa skapast á Suðurnesjum, fyrst við framkvæmdir og uppbyggingu en síðar við rekstur eldisins. Albert Albertsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri HS Orku, segir við Morgunblaðið að framkvæmdir hefjist hið fyrsta. „Um leið og öll t i lski l in leyf i eru komin þá byrja þeir fram- kvæmdir. Þetta verður byggt upp í áföngum og árið 2017 verður þetta komið í fullan rekstur ef allt gengur upp.“ Framan af er áætlað að framleiðsl- an verði um 500 tonn á ári en verði orðin 2.000 tonn árlega frá og með 2017. Aðspurður hve mörg störf fiskeld- ið muni skapa segist Albert ekki hafa það á takteinum en þau muni hlaupa á tugum. „Þannig að þetta er tvímælalaust jákvætt fyrir svæð- ið hér.“ Ný fiskeldisverksmiðja mun rísa á Suðurnesjum Elegans Hársnyrtistofan á Nesvöllum - Reykjanesbæ - S. 421 4848 Ljósanætur- tiLboð Þú kaupir Masterpiece hárspray & Queen For A Day blásturs­ efni og færð frítt með Manipulator mótunarefni. HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Á LJÓSANÓT T er aðalstyrktaraðili tónleikanna G ra fís k hö nn un @ Br ag i E In ar ss on 2 01 1 Valdimar Guðmundsson Jana María Guðmundsdóttir Bríet Sunna Valdimarsdóttir Fríða Dís Guðmundsdóttir Guðmundur Hermannsson Birna Rúnarsdóttir Sveinn Sveinsson Elmar Þór Hauksson Arnar Dór Hannesson Guðmundur Sigurðsson Miðasala á midi.is Miðaverð kr. 2.500 Tónlistarstjórn: Arnór B. Vilbergsson Handrit og framkvæmdastjórn: Kristján Jóhannsson augl_vf_14x20.pdf 1 23.8.2011 16:58Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Sand- gerði lögðu fyrir síðasta fund bæjarráðs að atvinnu- og hafn- arráði verði skipt upp í tvö ráð. Í bókun Guðmundar Skúlasonar, fulltrúa B-lista, segir: „Bæjarfulltrúar B- og D-lista eru ekki sammála þeirri ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar að at- vinnu- og hafnarráð sé ein nefnd. Rúmt ár er síðan ráðin voru sameinuð og hafa fundargerðir nánast eingöngu fjallað um hafn- armál, enda málefni hafnarinnar mjög viðamikil og eðlilegt að sá málaflokkur sé undir nefnd. Atvinnuástand í Sandgerði er grafalvarlegt. Atvinnuleysi er komið yfir 15% og slæmar horfur í atvinnumálum. Í ljósi þessarar stöðu teljum við bæjarfulltrúar B- og D-lista nauðsynlegt að sett verði á laggirnar atvinnuráð sem mótar atvinnustefnu fyrir bæj- arfélagið. Leita þarf allra leiða til að fjölga atvinnutækifærum og nýta sem best það sem fyrir er. Hólmfríður Skarphéðinsdótt- ir, sign. Guðmundur Skúlason, sign.“ Ólafur Þór Ólafsson fulltrúi S- lista, sem fer með meirihlutann í Sandgerði, lagði fram eftirfarandi bókun: „S-listinn tekur undir áhyggjur B- og D-lista af stöðu atvinnu- mála í Sandgerðisbæ og þá skoð- un að þar sé verk að vinna. Meðal þess sem þarf að gera er að móta atvinnustefnu fyrir bæjarfélagið þar sem m.a. þarf að taka tillit til aukins samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum í atvinnumálum. Leiðin að auknum krafti í avinnu- málum felst hins vegar ekki í því að skipta upp atvinnu- og hafn- arráði og auka þar með kostnað við stjórnsýslu Sandgerðisbæjar og því greiða fulltrúar S-listans atkvæði gegn tillögunni. Ólafur Þór Ólafsson, sign. Sigursveinn B. Jónsson, sign.“ Tillaga B- og D-lista var felld með tveimur atkvæðum S-lista gegn einu atkvæði B-lista. Segja atvinnuástand í Sandgerði grafalvarlegt

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.