Víkurfréttir - 15.09.2011, Síða 14
14 FIMMTudagurInn 15. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR
vf.is
9VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 8. sepTeMber 2011
Mikill mannfjöldi var á Ljósanótt í Reykjanesbæ og
var hápunkturinn á laugardags-
kvöldið þegar metfjöldi mætti í
miðbæinn. Húsbílar og hjólhýsi
fylltu öll tjaldsvæði, sem boðið
voru upp á og eins stæði við Æg-
isgötuna við hátíðarsvæðið.
Lögreglan var með mikinn við-
búnað alla helgina og voru um
40 lögreglumenn á vakt á laug-
ardagskvöldinu þegar hátíðin stóð
sem hæst. Fjöldi björgunarsveit-
armanna var við störf bæði á landi
og sjó, auk Landhelgisgæslunnar.
Þá naut lögreglan á Suðurnesjum
aðstoðar frá sérsveit Ríkislögreglu-
stjóra og lögreglunni á Höfuðborg-
arsvæðinu. Þá voru sjúkraflutn-
ingamenn til taks á hátíðarsvæðinu.
Engin alvarleg mál komu til kasta
lögreglu fyrir utan slys í leiktæki á
hátíðarsvæðinu á laugardeginum,
þar sem 9 ára gömul stúlka slasaðist
alvarlega á handlegg eftir að hafa
fest hann í tækinu. Mikið annríki
var hjá lögreglunni á laugardags-
kvöldinu en miðað við mannfjölda
gekk allt vel fyrir sig.
Umferðin gekk hægt en greiðlega
fyrir sig og lítið um umferðaróhöpp
um helgina.
Annríki hjá lögreglu á Ljósanótt en allt gekk vel
Íslenska
sjávarútvegssýningin
2
0
11
Smárinn, Kópavogur • September 22-24
www.icefish.is
Eini viðburðurinn sem nær til íslenska
sjávarútvegsins í heild sinni
* Alþjóðlegar VIP-sendinefndir verða á staðnum
* Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í fimmta sinn þann 22. september 2011
Forðist biðraðir og sparið fé! Skráið ykkur á Netinu á
www.icefish.is til þess að spara 20%!
Allt fyrir atvinnumenn í sjávarútvegi frá veiðum til
vinnslu og dreifingar á fullunnum afurðum
Nánari upplýsingar veitir Marianne Rasmussen-Coulling í síma
+44 (0) 1329 825335, netfang: mrasmussen@mercatormedia.com
Íslenska sjávarútvegssýningin er
atburður á vegum Mercator Media
Samstarfsaðili um flutninga SkipuleggjandiAlþjóðleg útgáfa Opinber íslensk útgáfa Opinbert flugfélag/loftflutningafélag
& hótelkeðja
Icefish 2011_140wx90h_Aug22nd_Icefish 22/08/2011 08:10 Page 1
Stærsta Ljósanóttin
Það var fjölbreytt dagskráin í Frumleikhúsinu á föstudeginum en ungar
og efnilegar hljómsveitir af ýmsu tagi stigu þar á stokk. Þarna mátti sjá
argasta harðkjarna og dúllulega popptónlist, svo allt þar á milli. Margar
skemmtilegar hljómsveitir komu fram og m.a. þessir hressu strákar í
hljómsveitinni A day in december.
Snemma á laugardagsmorgun voru þeir allra morgunhressustu mættir við
Vatnaveröld til þess að þreyja Reykjanesmaraþon Lífsstíls. Veðrið var með
besta móti en undanfarin ár hefur verið vætusamt á meðan á hlaupinu
hefur staðið.
Það var margt um manninn við Skólaveg 12 á laugardaginn þar sem elsta
starfandi plötuútgáfufyrirtæki landsins, Geimsteinn, er til húsa. Lands-
þekktir listamenn komu þar fram í veðurblíðunni þ. á m. voru goðsagnir
eins og Bjartmar Guðlaugsson, Gylfi Ægisson og sjálfur meistari Megas.
Auk þess komu fram yngri tónlistarmenn eins og hljómsveitirnar Lifun,
Eldar og Valdimar.
Írena Líf Jónsdóttir er búin að vera í sjósundi í 1 ár og æft
sund frá 10 ára aldri. Sjósundið
segir hún henta sér betur en hið
hefðbundna sund. „Ég hætti í
sundi vegna meiðsla en í sjónum
er allt svo dofið út af kuldanum
þannig að ég get synt eins og ég vil
án þess að finna fyrir verkjum.“
Á dögunum varð Írena yngst
allra til að ljúka Viðeyjarsundinu
svokallaða þar sem synt er frá
Viðey til Reykjavíkurhafnar. Ekki
nóg með það heldur náði hún
besta tíma sem náðst hefur í þessu
erfiða sundi eða á 1:18.07. Írena
Líf er 16 ára stúlka úr Njarðvík en
hún hefur nú flust til Akureyrar
þar sem hún hyggst hefja nám í
MA og síðar meir stefnir hún á að
fara í læknisnám.
Fo r m l e g t Vi ð e y j a r s u n d e r
4,3 km langt í beinni línu en
oftast er synt um 5 km vegna
strauma. Hvernig hagaði hún
undirbúningi fyrir sundið? „Ég
synti frá Viðeyjarbryggju og inn
í Reykjavíkurhöfn hjá gamla
slippnum. Ég synti í sundbol en
ekki galla og var með sundhettu og
sundgleraugu, var ekkert smurð.
Ég undirbjó mig eiginlega ekkert,
ákvað á sunnudagskvöldi að
synda þetta á mánudagsmorgni.
Ég var samt búin að vera að fara í
sjóinn á Fitjum, úti í Vogum og á
Garðskaga. Svo var ég líka búin að
vera að synda aðeins í Nauthólsvík
og tók þátt í Íslandsmeistaramóti
og vann 3 km sund kvenna.“
Hvað er svona skemmtilegt við
sjósund? Kuldakikkið, sjá svipinn á
fólki þegar ég kem upp úr og að geta
synt endalaust áfram í stað þess að
synda fram og til baka sömu leiðina
í sundlaug.
Hver eru helstu áhugamál þín
fyrir utan sundið? Gítar, júdó,
fjölskylda og vinir.
Hvenær stefnirðu á Ermasundið og
er það alveg raunhæft markmið?
2012 ef ég fæ gott slot, annars 2013.
Já fólk telur það raunhæft og hefur
mikla trú á mér.
Hvers vegna fluttir þú norður á
Akureyri? Ég er að fara í MA
Áttu þér einhverja fyrimynd í
sundinu? Já, klárlega Benna Hjartar
Ermasundsfara, hann er snillingur.
Hvert stefnirðu í framtíðinni
bæði hvað varðar sundið og í
skólanum? Að klára Ermasundið
og synda eitthvað nýtt og spennandi
hérna heima. Klára MA og fara svo
í læknisfræði.
Úr klórnum í saltið
Njarðvíkingar eygja enn veika von um að leika í 1. deildinni
í knattspyrnu karla að ári. Þeir eru
þremur stigum frá öðru sætinu
sem nægir þeim til þess að komast
upp um deild og á laugardaginn
klukkan 14:00 fá þeir granna sína
úr Reyni Sandgerði í heimsókn.
Reynismenn hafa ekki að neinu
að keppa sem slíku en fyrri
viðureign liðanna í sumar endaði
6-3 fyrir Reyni í bráðfjörugum
leik. Víkurfréttir náðu tali af
Gunnari Magnúsi Jónssy ni
þjálfara Njarðvíkinga.
„Ég býst bara við fjörugum leik
og vona að sem flestir sjái sér fært
að mæta, miðað við markasúpuna
sem þessi lið hafa boðið upp á í
sumar þá ætti enginn að vera
svikinn. Það væri óskandi að
liðin hefðu bæði möguleika á að
komast upp eins og gerðist fyrir
tveimur árum en nú erum það við
sem getum mögulega komið okkur
upp og þetta verður hörkuleikur.“
Njarðvíkingar eru þremur stigum
á eftir Tindastól/Hvöt og verða því
að treysta á að þeir tapi sínum leik
og Njarðvíkingar sigri granna sína
úr Sandgerði.
Tímabilið hefur verið brokkgengt
hjá Njarðvíkingum og þeir hafa
m.a. ekki enn sigrað tvo leiki í röð
í sumar. „Það er í raun ótrúlegt og
deildin hefur verið gríðarlega jöfn.
Það er líka merkilegt að segja frá
því og sennilega er það einsdæmi
en það hefur ekki enn orðið 0-0
jafntefli í deildinni í sumar sem er
hreint með ólíkindum.“
„Þetta er ungt lið sem skortir
kannski reynslu en þarna eru fullt
af hæfileikamönnum. Ég tel að við
séum tilbúnir í slaginn í 1. deild
en auðvitað yrði kannski að bæta
við nokkrum reynsluboltum og
svo verða þessir strákar sem við
erum með orðnir einu ári eldri.
Það kemur svo í ljós á laugardaginn
hvort við náum að klára þetta, það
er enn von,“ sagði Gunnar og hvatti
um leið fólk til að mæta á leikinn.
ENN ER voN
Reykjanesmótið í körfubolta er farið af stað og léku Suðurnesjaliðin sína fyrstu leiki í gærkvöldi og eru úrslit ókunn þegar þetta er ritað en Kefl-
víkingar tóku á móti Breiðablik og Njarðvík heimsótti Hauka. Grindvíking-
ar mæta svo lærisveinum Teits Örlygssonar í Stjörnunni í Garðabæ í kvöld.
Erlendir leikmenn eru komnir á klakann og liðin orðin nánast fullmönnuð,
áhugamenn um körfubolta geta því loks glaðst yfir því að tímabilið sé að
hefjast fyrir alvöru. Úrslit úr leikjum gærdagsins er hægt að nálgast í íþrótt-
um á vefsíðu okkar, vf.is.
REykjaNEsmótið í
köRfukNattlEik hafið