Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 10

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 10
INNLENT orku og lætur sig umhverfisvemdarmál miklu skipta. Um þessar mundir vinnur hann við rannsóknir á hitun andrúmsloftsins, - gróðurhúsaáhrifunum svokölluðu („Green- house-affect,“) - og er auk þess við rann- sóknir á mælingu eiturgufa úr jarðvegi. Þórleifur Stefán, 17 ára sonur Sigrúnar, stundar nám við Menntaskólann á Akureyri en yngri sonur hennar, Héðinn sem er 12 ára, býr hjá Sigrúnu og Dean í Minnesota. „Okkar aðskilnaður er ekkert lengri en ef ég ynni t.d. á farskipi,“ segir Sigrún brosmild. „Við ferðumst mikið á milli. Ég er á leiðinni heim núna og Dean og Héðinn koma svo á eftir mér um jólin. Ég fer aftur út í lok janúar, þeir koma til íslands í mars og ég fer til Bandaríkjanna um mánaðamótin apríl/maí. Þetta þarf bara allt að skipuleggja með góð- um fyrirvara en aðskilnaðurinn er vísast ekkert meiri en gengur og gerist hjá íslensk- um sjómannsfjölskyldum. Þetta er náttúr- lega hagstætt fyrir flugfélögin en óhagstætt fyrir fjárhag okkar, en í bili er þetta eina leiðin til að allir geti verið ánægðir með það sem þeir eru að gera.“ Og hvað er Sigrún Stefánsdóttir þá að gera þessa dagana? „Ég kenni hagnýta fjölmiðla- fræði í Háskóla íslands og á meðan ég hef verið í Bandaríkjunum síðustu vikur, hafa krakkarnir verið að skrifa stóra ritgerð sem bíður mín þegar ég kem heim. í farteskinu hef ég niðurstöður talsvert umfangsmikillar rannsóknar á stöðu íslenskra kvenna í frétt- um ríkissjónvarpsins frá upphafi. Ég hef varið tíma mínum hér í Bandaríkjunum undanfarnar vikur til að ganga frá því verk- efni,“ svarar hún og bætir við: „Niðurstöð- urnar eru vægast sagt hroðalegar með tilliti til stöðu kynjanna.“ Fannst ég vera þvinguð til að hætta í fréttunum Sigrún kveðst standa á tímamótum í lífi sínu. Þar sem náminu er nú lokið býst hún við að verða meira á íslandi næstu árin. „Það er ýmislegt fleira í deiglunni," heldur hún áfram. „Það hefur t.d. verið rætt við mig um uppbyggingu skólasjónvarps og ég hef vonir um að geta verið þátttakandi í að koma því af stað í gegnum fjarkennslunefnd sem hefur verið að undirbúa jarðveginn fyrir fjar- kennslu. Ég fjallaði um þessi mál í doktors- verkefninu og lagði þar til að ríkissjónvarpið yrði einskonar þjónustuaðili fyrir m.a. Námsgagnastofnun og æðri menntastigin og dreifikerfi þess yrði þá notað yfir daginn í þessum tilgangi. Þetta tel ég vera betri leið heldur en að reyna að þróa upp einhverja skólasjónvarpsdeild innan sjónvarpsins sjálfs. Námsgagnastofnun og sambærilegar þjónustustofnanir á hinum menntastigun- um, yrðu þá ábyrg fyrir því hvað ætti að framleiða í skólasjónvarpi og hvemig." - Er skólasjónvarp þitt aðal áhugamál? „Það er mitt sérsvið í fjölmiðlafræðinni," svarar Sigrún, „en ég hef samt engu minni áhuga á fjölmiðlum almennt og vona að ég geti unnið á fjölmiðlum hér eftir sem hingað til.“ - En þú ert samt hætt í fréttum, ekki satt? „Já, en ég vil þó ekki trúa því að það sé fyrir fullt og allt. Ástæðan fyrir því að ég hætti er fýrst og fremst sú að ég lifi eiginlega í tveimur heimum og fór frammá að fá hálfa stöðu fréttamanns við fréttastofuna. Mig langar til að starfa sem fréttamaður og leit á það sem mitt akkeri að hafa fast starf við sjónvarpið. Þessu var hafnað og ég varð mjög sár út af því. Ég fór einfaldlega í fýlu og sagði upp fyrr en ég ætlaði og í raun og veru fannst mér ég vera þvinguð til að segja upp,“ segir Sigrún og leynir því ekki að þetta mál hefur allt valdið henni leiðindum enda kveðst hún nánast líta á fréttastofuna sem hluta af sínu heimili eftir ellefu ára starf þar. „Ég tala ennþá um „okkur“ þegar ég tala um frétta- mennina á sjónvarpinu,“ segir hún og brosir. „Ég á eftir að venjast því að vera ekki lengur þarna innanborðs en veit þó ekki hvort ég get nokkumtíma sætt mig við það,“ bætir hún við hugsi. Sláandi kynjamunur í sjó Helstu niðurstöður úr rannsókn Dr. Sigrúnar Stefánsdóttur á konum í inniend- um sjónvarpsfréttum 1966-1986. Úrtakið er tveir mánuðir á hverju ári og voru öll innlend fréttaviðtöl í maí og nóvem- ber frá 1966 til loka ársins 1986 könnuð. Alls voru skráð 2011 viðtöl yfir 21 árs tíma- bil. Sigrún leitaði m.a. svara við eftirfarandi , spurningum: Hversu oft fá fréttamenn kon- ur í fréttaviðtöl sjónvarpsins? Hversu oft er rætt við konur með tilliti til hinna ýmsu þjóð- málasviða og málaflokka? Er einhver merkj- anlegur munur á karl- og kvenfréttamönn- um í þessu tilliti? Einnig var athugað hversu oft kvenfrétta- menn fá sín fréttaviðtöl sett framarlega í fréttatímana með samanburði við viðtöl karla, og svo var kannað hvort einhverjar breytingar hefðu orðið á þessum málum í gegnum tíðina. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.