Þjóðlíf - 01.12.1987, Page 11

Þjóðlíf - 01.12.1987, Page 11
INNLENT Fréttamenn sýndu varfærni „Núna er ég hvergi fastráðin og er flökku- kerling í fyllstu merkingu. Það er margt spennandi í deiglunni. Ég er engum háð og starfa sem lausráðinn dagskrárgerðarmaður við sjónvarpið og að ýmsu öðru skemmti- legu.“ - Nú hefur orðið mikil umbylting í fjöl- miðlamálum okkar og samkeppni haldið innreið sína. Hvaða skoðun hefurðu á þessari þróun? „Mér finnst margt hafa breyst til batnaðar varðandi form og útlit frétta og fagmennskan hefur að ýmsu leyti aukist. Hins vegar frnnst mér alveg skorta á að það hafi verið litið á innihald fréttanna og að menn spyrðu sig hvað raunverulega væri verið að gera. Þetta hefur verið stefnulaus fréttamennska og ég hef hlegið að því með sjálfri mér, þegar ég heyri að fréttastofur beggja sjónvarpsstöðv- anna hafa ásakað hvor aðra um að stela hug- myndum frá sér. Ef þú horfir á fréttasjón- varp í öðrum löndum sérðu fljótt að í raun og veru er flestu í íslenskum sjónvarpsfréttum stolið erlendis frá. Það er sennilega aðeins tvennt í fréttum ríkissjónvarpsins sem er sér- íslenskt; Annað er þessi mikla áhersla sem lögð er á sjó og slor, og hins vegar það að hafa veðurfregnir upp á sex til sjö mínútur," segir hún og hlær dátt. Fréttamennskan á íslandi er þá ekki góð að þínu mati? „Nei, en þó hefur hún haft ákveðna eiginleika til að bera sem eru mjög góðir en eru því miður að hverfa með sam- keppninni sem nú er komin fram á sjónar- sviðið. Mér fannst okkar aðalsmerki vera að við tókum þann pól í hæðina, að manneskjan skipti meira máli en það að vera alltaf fyrst með fréttina. Fréttamenn voru ábyrgari og sýndu varfærni við meðferð viðkvæmra mála. Þetta er óðum að hverfa. í sumar talaði ég við starfsmann hjá Slysa- varnarfélaginu sem sagði mér að áður fyrr hefði hann t.d. alltaf getað treyst því að fréttamenn greindu ekki frá slysum væri þeim sagt að ekki hefði náðst í aðstandend- ur. Núna væri ekkert tillit tekið til þessa af sumum þeirra sem nú starfa á fjölmiðlum. Við höfum líka vanrækt rannsóknarfrétta- mennsku á íslandi og það á sérstaklega við um útvarp og sjónvarp. Þetta er fyrst og fremst komið til vegna tímaskorts og að- stöðuleysis. Við höfum klórað í yfirborðið og látið fyrirsagnafréttamennskuna ráða. Hér í Bandaríkjunum á sér stað ákveðið aftur- hvarf og fréttamenn að byrja að fá nóg af yfirborðsfréttunum. Á íslandi er það talið af hinu góða að vera með stuttar fréttir. Það er fyrst og fremst eftir amerískri fyrirmynd en bandarískir fréttamenn eru að breyta þessu og virðast gera meiri kröfur til að geta kafað ofan í mál. Ég held að við ættum aðeins að athuga okkar gang og gera tilraunir til að grafa aðeins dýpra við fréttaöflun.“ - Ertu á móti þessari margumtöluðu ,,frjálsu“ samkeppni á Islandi? „Nei, ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að samkeppni væri af hinu góða og hefði mátt koma til miklu fyrr. En hún hefur þó ekki ennþá orðið til góðs á íslandi og hefur að ýmsu leyti snúist uppí andstæðu sína. Sjón- varpið stóð sig vel í mörgu áður fyrr þó alltaf megi segja að við höfum verið of þung og ekki nógu skemmtileg, en samt tel ég að við höfum náð að vera með hagstæða blöndu fræðsluefnis, fréttaefnis og skemmtiefnis. Nú hefur þróunin öll orðið á kostnað fræðsluefnisins og sjónvarpið er að falla í þá gryfju að verða mestan part skemmtimiðill. (._______________________________________ barpsfréttum • Alls voru tekin fréttaviðtöl við 1842 karla yfir allt tímabilið eða 91.6%, en aðeins 169 konur, 8.4%. • Konur koma oftast fram í fréttaviðtölum árið 1986 og eru þá í 13.2% allra viðtala. Allt til ársins 1971 finnst ekkert fréttavið- tal við konur í mánuðunum maí og nóvem- ber. • Af þessum 2011 fréttaviðtölum tóku karl- fréttamenn 1466(73%) en kvenfrétta- menn 545 viðtöl (27%). • Það kemur í ljós að kvenfréttamenn eiga oftar viðtöl við konur heldur en karlfrétta- menn. Og einnig sýnir sig að viðtöl kven- fréttamanna eru mun sjaldnar send út snemma í fréttatímanum en viðtöl sem karlarnir taka. • í sumum málaflokkum finnst ekkert fréttaviðtal við konur. Þetta á t.d. við um orkumál, náttúruhamfarir, tækni og iðnað. Af alls 209 viðtölum um sjávarút- veg (fiskvinnsla undanskilin) er eitt viðtal við konu. • Aðeins í tveimur málaflokkum, jafnréttis- málum og öldrunarmálum, eru viðmæl- endur fréttamanna oftar konur en karlar. • Á árunum 1972 - 1979 er ekkert frétta- viðtal við konu sett meðal fimm fyrstu frétta í hverjum fréttatíma og öll árin eru kvenviðtöl sett aftar í fréttatímum en viðtöl við karla. • Sé litið á nokkrar starfsstöður viðmælenda fréttamanna, kemur t.d. í ljós að á öllu tímabilinu eru 968 viðtöl við fram- kvæmdastjóra af karlkyni en aðeins 52 við konur í þeim störfum. 248 viðtöl eru við karla sem titlaðir eru sérfræðingar en 10 við konur. Talað var við 60 karla úr hópi listamanna og 17 konur og 47 karla úr verslunar- eða verkalýðsstétt en aðeins 14 konur. Bændur af karlkyni sem rætt var við í sjónvarpsfréttum, voru 42 en ekki komu nema tvö viðtöl við konur í land- búnaðinum. Hlutfall karla og kvenna í fréttaviðtölum íslenska sjónvarpsins árin 1966-1986. Heimild: Dr. Sigrún Stefánsdóttir. „íslenskar konur og sjónvarpið.“ Nóvember 1987. Birt rneó leyfi höfundar. i 11

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.