Þjóðlíf - 01.12.1987, Page 18

Þjóðlíf - 01.12.1987, Page 18
„Neskaupstaður er Taisan íslands“ Segir Yu Chong Hua blakþjálfari \ H a n * 1 -t-i-1*........• • - i * *- ÍL • Yu Chong Hua a æfingu. HAUSTIÐ 1978 VAR byrjaö að æfa blak með skipulegum hætti hjá íþróttafélaginu Þrótti í Neskaupstað. Þá óraði engan fyrir því að tæpum tíu árum síðar myndi um tíu prósent íbúa bæjarins leggja stund á íþróttina og félagið eiga íslandsmeistara í nokkrum aldursflokkum pilta og stúlkna. Sem dæmi um hið ágæta unglingastarf hjá blakdeild Próttar má nefna að á síðasta ári þegar unglingalandslið íslands í blaki léku lands- leiki í Neskaupstað voru fimm Norðfirðingar í stúlknaliðinu og sjö í piltaliðinu. Nú er blakíþróttin tiltölulega ung á íslandi og á ekki jafn glæsta sögu og aðrar bolta- íþróttir, sem stundaðar eru innanhúss. En hvers vegna skyldi þá blakæði hafa gripið um sig í Neskaupstað? Astæðurnar eru ýmsar, en þrjár koma fyrst upp í hugann: í iyrsta lagi eru forystu- menn Þróttar óhemju duglegir og áhuga- samir. Ber þar helst að nefna þá Ólaf Sig- urðsson og Grím Magnússon kennara við Verkmenntaskóla Austurlands, en þraut- seigja þeirra og starfsgleði hefur smitað út frá sér og stuðlað að mydun samhents og góðs hóps, sem stendur að baki stafsemi blak- deildarinnar. Sem dæmi um dugnaðinn má nefna að öll þjálfun á vegum deildarinnar var unnin í sjálfboðavinnu þar til í september sl. í öðru lagi má skýra uppgang blaksins í Nes- kaupstað með því að íþróttahúsið á staðnum er of lítið til að hægt sé að stunda þar aðrar vinsælar boltagreinar með góðu móti, en húsið hentar hinsvegar blakinu vel. í þriðja lagi má skýra ást Norðfirðinga á blakíþrótt- inni með því að vonin til að ná góðum árangri, t.d. íslandsmeistaratitili, eróneitan- lega meiri í þeirri grein en rótgrónari íþrótt- um eins og t.d. handknattleik eða körfu- knattleik. Vissulega mætti líka benda á þætti sem gera það óhemju erfitt að leggja stund á blakið í þessum austasta kaupstað landsins. Það er t.d. staðreynd að hvergi annars staðar í Austfirðingafjórðungi er blak iðkað af alvöru sem keppnisgrein og því þurfa Þrótt- arar að fara langan veg til að etja kappi við verðuga andstæðinga. Styst geta þeir farið til Akureyrar eða Laugarvatns, en flestir kapp- leikir fara þó fram á Reykjavíkursvæðinu. Og til að halda niðri ferðakostnaði hafa Þróttarar tekið upp þann sið að fara með rútu til allra leikja á útivöllum. Skiljanlega verða slíkar ferðir yfir háveturinn oft hinar ævintýralepustu, en rútunni ekur enginn annar en Ólafur Sigurðsson núverandi leik- maður og fyrrverandi þjálfari. Hin síðari ár hafa íslensk íþróttafélög í talsverðum mæli sóst eftir kínverskum blak- þjálfurum og á yfirstandandi keppnisári hafa fimm kínverjar ráðist til slíkra starfa á Iand- inu. Fjórir þeirra þjálfa hjá félögum á Reykjavíkursvæðinu, en sá fimmti, Yu Chong Hua, leiðbeinir norðfirsku blakfólki. Yu Chong Hua þjálfar alla aldursflokka Þróttar og þegar hann telur ástæðu til leikur hann einnig með meistaraflokki karla í fyrstudeildarkeppninni. Yu kemur frá borginni Nanking í Kina, en þar munu vera búsettar um þrjár milljónir manna. Yu er vel menntaður þjálfari, en hann lagði stund á nám við íþróttaháskólann í Nanking á árunum 1962-70 og var blakið þar hans sérgrein. Auk námsins lék hann með úrvalsliði héraðsins, Jiangsu, en það er eitt af sterkustu liðunum í Kina. Annars er Yu alinn upp í Shanghai og borginni Suzhou, sem mun vera einhver mesta ferðamanna- borgin í kínverska alþýðulýðveldinu. Árið 1976 hætti Yu að mestu að leika blak, en tók við þjálfun Jiangsu-liðsins. Þjálfaði hann liðið með góðum árangri og hefur gert síðan að undanskildu árinu 1982, en þá annaðist hann þjálfun kvennalandsliðs Kína, sem reyndar vann heimsmeistaratitil undir hans stjóm. ÞJÓÐLÍFI lék forvitni á að fá að vita meira um þennan mann, sem kemur frá milljónaborg í fjölmennasta ríki heims eftir að hafa þjálfað veraldarinnar bestu blak- 18

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.