Þjóðlíf - 01.12.1987, Side 24

Þjóðlíf - 01.12.1987, Side 24
ERLENT • Táknræn mynd fyrir sérstaka tegund barnabarsmiöa i Svíþjóð. Kristilegu kærieiksblómin Uppagudfræöi og barnabarsmíöar í Svíþjóö SÉRTRÚARSÖFNUÐIR ÝMSIR hafa verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu í Sví- þjóð. Nokkrir þeirra hafa tengst rannsókn morðsins á Olof Palme sökum ofstækisfulls haturs á Palme. Aðrir hafa svo lent undir smásjá sökum óvanalegrar afstöðu í ýmsum málum. Einn þessara hópa nefnir sig Orð lífsins og mun sækja fyrirmynd sína (og stýr- ingu) til Bandaríkjanna. Hingað til hefur hópur þessi aðallega vakið athygli fyrir þá guðfræðilegu afstöðu sem Svíar nefna „framgángsteologi“ og e.t.v. mætti íslenska sem „uppaguðfræði“. Felst hún í því að litið er svo á að reikningsstaða einstaklinga hjá almættinu endurspeglist í jarðnesku hlut- skipti þeirra. Þannig megi ljóst vera að þeir er nokkuð eiga undir sér séu í náðinni meðan fátæklingar og sjúklingar séu syndugri en góðu hófi gegnir og taki nú út sína hegningu. Hefur mörgum blöskrað þessi afstaða til ver- aldlegrar velferðar og flestir kirkjunnar þjónar snúist gegn hugmyndinni. Þeir sem raunsærri (eða kaldhæðnari) eru hafa hins vegar bent á að hvað svo sem Kristur hafi sagt um eyri ekkjunnar þá hafi það aldrei verið nema eyrir og ekki verði lengi gert út á slíkar upphæðir. Orð lífsins hefur á hinn bóg- inn, líkt og margir aðrir sértrúarsöfnuðir, virst ávaxta sitt pund vel og mun enda boð- skapurinn hljóma betur í eyrum þeirra er hvorki þurfa né vilja velta hverri krónu, en hinna er engar krónur hafa til að velta. Er sjálfsagt eins gott að menn taki mátulega alvarlega líkinguna um úlfandann og nálar- augað. En þó svo þessi uppaguðfræði hafí verið það er upphaflega vakti verulega athygli á söfnuði þessum hefur þó annað mál skyggt hér mjög á að undanförnu. Svo virðist sem í söfnuði þessum sé forræðishyggja með ólík- indum sterk, boðskapur safnaðarprestsins lítt í efa dreginn og allt lagt í sölurnar. Er raunar svo komið að sænska kirkjan hefur séð sig tilneydda að bjóða fyrrverandi með- limum uppá „lækningu" í formi samræðna og bæna, meðan þeir eru aftur að ná áttum í samfélaginu. FORRÆÐISHYGGJAN hefur tekið á sig önnur form og öllu ógeðfelldari. í ljós hefur komið að söfnuðurinn telur líkamlegar refs- ingar nauðsynlegar börnum og gengur þar þvert gegn opinberri afstöðu Svía. Eins og kunnugt mun vera eru bamabarsmíðar bannaðar með lögum hérlendis og hefur svo verið í þó nokkur ár. Frekar eru lög þessi þó táknræn fyrir afstöðu samfélagsins en að þeim sé mikið beitt og þær ógnarsögur er ég man eftir að hafa heyrt íslendinga segja um sænsk börn er komið hafi foreldrum sínum í fangelsi fyrir smáskell eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Sárasjaldan hefur það komið fýrir að börn kærðu foreldra sína og þegar það hefur gerst, hefur það sýnt sig að síst var vanþörf á að grípa í taumana. Nú hefur þó komið í ljós að söfnuður þessi sker sig mjög úr í sænsku samfélagi, í og með vegna þess að hann hvetur foreldra til að refsa börnum sínum líkamlega og leiðbeina forsvarsmenn safnaðarins um rétt vinnu- brögð. Pannig skulu foreldrar jafnan hafa biblíuna á lofti við refsingar og ekki má beita 24

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.