Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 29

Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 29
I'— * Heimasætan í húsinu við Starnbergvatn. leynir sér ekki, að húsráðandi er konung- hollur maður. Úr stofuglugganum sést út á Starnbergvatnið og mér verður hugsað til þess, að eigandinn hafi tæpast valið þennan stað af handahófi, því það var einmitt í þessu vatni, sem Lúðvík II. drukknaði með dular- fullum hætti fyrirréttum 100 árum. forstofunni rekst ég á unga og þokkafulla stúlku, sem reynist vera heimasætan á bænum. Hún fylgist af áhuga með öllu því, sem fram fer. Þegar við förum að spjalla saman kemur í ljós, að faðir hennar hafði verið tregur til að lána sjónvarpsliðinu húsið sitt. Dótturinni tókst hins vegar að telja honum hughvarf, enda hefur hún í hyggju að leggja fyrir sig leiklist og var því að sjálfsögðu spennt að sjá, hvernig slíkir þættir yrðu til. Eftir að hafa fylgst með þrálátum endur- tekningum einstakra atriða eru reyndar farnar að renna á heimasætuna tvær grímur og ekki laust við að leiklistardraumurinn hafi fölnað ofurlítið. Hún hefur orð á því, að sig langi alla vega frekar að spreyta sig á sviði en að stagast í sífellu á sömu setningunum fyrir framan myndavélar. Hver veit nema þessi kynni af allri þeirri nákvæmnisvinnu, sem fylgir slíkri þáttagerð, leiði til þess að heima- sætan í villunni við Starnbergvatn gefi alla leiklistardrauma upp á bátinn... Það kemur fram í tali við aðstoðarleik- stjóra myndarinnar, að hver Derrick-þáttur er tekinn upp á 15 dögum. Ég spyr, hvort það sé ekki naumlega skammtaður tími fyrir klukkutímamynd. Hann jánkar því og bætir við, að forsendan fyrir slíkum hraða sé góð samvinna allra þeirra, sem að þáttunum 29

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.