Þjóðlíf - 01.12.1987, Side 34
LISTIR
Aðspuröur segir leikstjórinn, Benedikt
Árnason, að „þrátt fyrir söngleiksnafnbót-
ina þá sé ekki um að ræða neitt show með
amerískum stæl“. Peir Karl Aspelund, leik-
myndahönnuður, eru sammála um að Vesa-
lingarnir sé þvert á móti mjög „evrópsk“
sýning, þar sem söguþræði og persónusköp-
un bókarinnar er fylgt samviskusamlega án
allra útúrdúra. „Engin dansatriði og ekkert
skraut til að glepja augað“, segja þeir og
halda áfram: „Victor Hugo var óumdeilan-
legur oddviti rómantísku stefnunnar í Frakk-
landi og Vesalingarnir er hádramatískt verk,
næstum sorglegt, en inn á milli eru hrein
kómísk atriði sem létta á spennuþungan-
um.“
„Ef til vill ætti fremur að kalla verkið
óperu en söngleik,“ segir Karl. Benedikt
leikstjóri hreyfir hér andmælum og kveður
óperuformið annars eðlis og gera aðrar
kröfur.
En talið berst að leikmyndinni og Karl
hönnuður heldur áfram: „Þetta er líklega
með flóknustu dæmum sem leikmyndateikn-
ari getur komist í tæri við. í gegnum þessa
þriggja tíma löngu sýningu eru hvorki fleiri
né færri en 57 breytingar á sviðsmynd." Og
svipað er uppi á teningnum varðandi búning-
ana, sem eru einnig í höndum Karls. 28 full-
orðnir leikarar og þrjú börn taka þátt í sýn-
ingunni, en allir nema tveir leika fleiri en
eina persónu - sumir tíu til 15!
EINFALT RAUNSÆI. Vesalingarnir er því
sannkölluð hópsýning og allir leikaramir
„Fátækt er röng44
taka meira og minna þátt í öllum atriðunum.
Benedikt: „Það var stefnan að gera þétta
og góða hópsýningu og því gaf auga leið að
við yrðum að hafa seigt lið sem væri fært um
að standast öll þessi átök.“
Og Benedikt heldur áfram: „Um það bil
helmingur leikaranna er fastráðinn hér hjá
Þjóðleikhúsinu, en varðandi hinn helming-
inn þá leituðum við fanga á ýmsum stöðum.
Börnin sex sem þátt taka í sýningunni,
þ.e.a.s. þrjú sem aðalleikarar og þrjú til vara,
hafa sum hver leikið áður, bæði í Iðnó og í
Þjóðleikhúsinu. Þau hafa staðið sig prýðilega
og ekki að sjá neinn byrjendabrag.“
En fylgir Karl í einhverju hinni bresku
frummynd verksins við gerð leikmyndar?
„Nei, það eru aðeins vissar fílósófíur sem
eru þarna einsog útgangspunktar; ég tek
ekkert hrátt upp úrfyrri uppfærslum. Ef eitt-
hvað er, þá verður þessi leikmynd raunsæis-
legri en sú upphaflega."
Benedikt: „Sýningin er ákaflega stílíseruð
og innan þessarar stílíseringar eru ákveðnir
trúverðugir punktar, viss trúverðugheit. Þó
svo að við reynum að einfalda hlutina og
þjappa saman áherslum, þá verður sýningin
samt sem áður flókin og viðamikil í uppsetn-
ingu. Það er í mikið ráðist.“
í MARSEILLAISE TAKTI. Tónlistin er
rauði þráður Vesalinganna og að sögn Bene-
dikts, leikstjóra er mikið undir leikurunum
komið að leika af allri sinni orku, því hljóð-
kerfið verði aðeins notað sem fylling eða
stuðningur líkt og grímumar í hringleikhús-
• Benedikt: „Ekkert show með amerískum
stæl.“
Eru Vesalingarnir öreigasýning á krepputím-
um? BenediktÁrnason, leikstjóri, svararþví:
„Verkið var jú skrifað árið 1862, örfáum
árum eftir að Karl Marx gaf út sitt Auðmagn,
en það er engin ástæða til að ætla að einhver
tengsl séu þarna á milli; Frakkar hafa aldrei
tekið mikið mark á Þjóðverjum! Á hinn bóg-
inn þá var óhugnanleg fátækt og mikil stétta-
skipting í Evrópu þessara tíma. í Frakklandi
voru tíðar óeirðir stúdenta allt frá lýðveldis-
stofnuninni 1789 og Hugo skrifar einmitt
um litlar sellur og byltingarfélög mennta-
manna sem voru mynduð víðsvegar um
Frakkland í byrjun nítjándu aldar. Vesaling-
arnir hefjast þannig á svipmyndum úr lífi
fólks sem er statt á ýmsum stöðum í Frakk-
landi, flestirþó í suðurhlutanum. Sagan hefst
árið 1815 og endar í átökum júnímánaðar
1832, og í rás hennar liggja leiðir þessa fólks
saman í suðupottinum París. Viðhorf
stúdentanna er einfalt: „Fátækt er röng!“.
En leiðirnar til réttlætis valda þeim heila-
brotum, eins og ég minntist á áðan. Það má
kannske kalla slíkt ástand kreppu og h'kast til
er alltaf og á öllum stoðum einhverskonar
kreppuástand.“
34