Þjóðlíf - 01.12.1987, Qupperneq 35

Þjóðlíf - 01.12.1987, Qupperneq 35
LISTIR • Karl: „Vissar fílósófiur eru einsog útgangspunktar." um forngrikkja. Tónlist frakkans Schön- bergs er öll útsett fyrir tuttugu manna hljóm- sveit af bresku „súperstjörnunni" John Cameron, en hann mun væntanlega verða kominn hingað til lands þegar þessar h'nur birtast til að leggja Þjóðleikhúsinu lið. Sæ- björn Jónsson verður hljómsveitarstjóri sýn- ingarinnar, en Agnes Löve hefur unnið alla tónlistina með leikurunum. Benedikt: „Og ekki má gleyma því að Böðvar Guðmundsson hefur unnið það mikla þrekvirki að þýða þennan þriggja klukkustunda langa söngtexta. Það er sann- arlega ekki hlaupið að því að þýða svona stykki, en að okkar dómi sem stöndum að sýningunni þá hefur tekist glettilega vel til og texti þeirra Boublils og Kretzmers kemst vel til skila. Sjálf músíkin er mjög rómantísk, enda mikið sótt í smiðju nítjándu aldar tón- skálda. Inná milli bregður síðan fyrir bar- áttusöngvum í Marseillaise takti.“ NEISTAFLUG MILLI PÓLA. „Verkið er ákaflega dramatískt," heldur Benedikt áfram, „og eitt megineinkenni þess er tog- streitan á milli andstæðna; svart eða hvítt, gott eða illt, rétt eða rangt? Þetta eru spum- ingar sem í gegnum allt verkið brenna á vör- um persónanna. Þama eru heiftarleg upp- gjör einstaklinga við sjálfa sig, tilgang sinn og tilveru í heimi óvissu og ótta. Öllum þessum einstaklingum er eins og stillt upp við vegg og til að mynda veldur spurningin um rétt- niæti glæps einni aðalsöguhetjunni miklum heilabrotum. En það er spurningin um ást eða ekki ást sem skapar spennu og neistaflug á milli hinna andstæðu póla í hugum þessa fólks.“ Karl: „Þetta er dæmigerð nítjándu aldar rómantík þar sem hetjurnar þurfa að ganga í gegnum einhvern hreinsunareld til að ná stillingu sinni og fyrri reisn og töfraljóma. Sýningin er full af bókmenntalegum vanga- veltum og textahöfundarnir, Boublil og Kretzmer, eru mjög trúir hinni upphaflegu sögu Hugos.“ Svo er bara að sjá hvernig þessir nítjándu aldar Fransmenn spjara sig á Þjóðleikhúss- fjölunum á annan í jólum. Skyldi fellibylur tendra í þeim dularfullan neista? • Ólafur Engilbertsson Ingólfsstræti 6, s. 25656 Hektu hhrtvaií Vesalingarnir er með flóknustu sýningum sem Þjóðleikhúsið hefur sett á svið. íhenni leika 28 fullorðnir og þrjú börn. Með helstu hlutverk fara: Egill Ólafsson: Jean Valjean, söguhetjan. Jóhann Sigurðsson: Javert lögregluforingi. Aðalsteinn Bergdal: Enjolras, forsprakki stúdenta. Ragnheiður Steindórsdóttir: Fantine. Edda Heiðrún Backman: Cosette, dóttir Fantine. Sverrir Guðjónsson: Marius, elskhugi Cosette. Sigurður Sigurjónsson: Thénardier. Lilja Þórisdóttir: Madame Thénardier. Sigrún Waage: Éponine, dóttir Thénardier- hjónanna. Víðir Óli Guðmundsson og ívar öm Sverrisson: Gavroche, götustrákur. Dóra Ergun og íris Ósk Lárusdóttir: Éponine sem lítil stúlka. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.