Þjóðlíf - 01.12.1987, Page 36

Þjóðlíf - 01.12.1987, Page 36
LISTIR HELGI FRIÐJÓNSSON • Þórunn leikstjóri: „Ámóta vinna og að stýra frystitogara." Síldin kemur A síðastliðnu ári var söngleikurinn „Síldin kemur og síldin fer“ eftir syst- urnar Kristínu og Iðunni Steinsdœtur fluttur á a.m.k. þremur stöðum utan höfuðborgarsvæðisins. í þessum upp- færslum voru gamlir slagarar síldarár- anna notaðir til að gefa tóninn. Nú þegar Iðnó tekur verkið upp er frumsaminni tónlist Valgeirs Guðjónssonar veitt inn í verkið auk þess sem Hlíf Svavarsdóttir hefur verið ráðin til að semja ný dans- atriði og hreyfingar. Leiktextinn sjálfur stendur hins vegar að mestu óbreyttur, en á þeirri stundu sem þetta erskrifað eru þó uppi ráðagerðir um að breyta nafni verksins í„Síldin er komin“. AÆTLAÐ ER AÐ frumsýna síldarsöngleik- inn í leikskemmunni á Meistaravöllum hinn 8. janúar 1988, á aímælisdegi Ágústs Finns- sonar - svo vitnað sé í Valgeir Guðjónsson, textahöfund og tónlistar-. Nú fara að verða síðustu forvöð að njóta hinnar sérkennilegu braggastemmningar sem skemman býður upp á, þar sem til stendur að rífa hana næsta sumar. „Við flytjum okkur þá bara yfir í næsta bragga,“ segir Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri galvösk. Ástandsáraverkið Djöfla- eyjan hefur nú verið flutt í skemmunni fyrir fullu húsi svo mánuðum skiptir og nú er sem- sé ætlunin að skyggnast á önnur mið í ís- landssögu þessarar umbrotaaldar og rifja upp síldarárin. Þær systur, Iðunn og Kristín, hafa að undanförnu verið iðnar við kolann í leikrita- • „Hópsýning hinnar samhentu alþýðu.' gerð. Nú nýlega hlutu þær verðlaun í leik- ritasamkeppni Ríkisútvarpsins fyrir verk sitt „ 19. júní“, og önnur stykki þeirra systra munu nú vera á fjölum hér og hvar á landsbyggð- inni. Síldin kemur og síldin fer var þó fyrsta verkið sem þær skrifuðu í sameiningu. Iðunn hefur gefið út sex barnabækur og Kristín hlaut barnabókaverðlaun Vöku/Helgafells fyrir Franskbrauð með sultu á síðasta ári. Leikritagerð þeirra systra er sérkennilegur stakkur búinn þar sem Kristín býr á Akra- nesi en Iðunn í Reykjavík. Að sögn Iðunnar láta þær fjarlægðir ekkert á sig fá og senda iðulega Akraborgina yfir flóann með leik- þætti og leiðréttar setningar allt upp í þrisvar á dag. Venjulegast skrifa þær þátt og þátt hvor í sinni höfn og eiga því giska jafnmikið í sögupersónunum. KLOFSTÍGVÉL UNGDÓMSÁRANNA. í upptærslu Leikfélags Reykjavíkur á þessu síldarævintýri þeirra systra bætist Valgeir Guðjónsson við sem þriðji textahöfundur, því auk tónlistar semur hann söngljóð í verk- ið. Aðspurður segir Valgeir þessa nýju tónlist við verkið ekki vera slagara eða períóðu- músík einsog notast var við í fyrri uppfærsl- um. í stað einnar harmonikku er nú komin sex manna hljómsveit sem Jóhann G. Jó- hannsson (ekki Óðmaður!) mun stjórna. „Það má segja að ég gefi í textunum komment á atburðarásina í stað þess að bæta einhverju við hana,“ segir Valgeir. „Þetta er að sjálfsögðu allt unnið í mesta bróðerni," segir leikstjóri verksins, Þórunn Sigurðar- dóttir, og höfundurinn Iðunn samsinnir því. „Við Valgeir höfum unnið saman áður í leik- húsi og vitum því nokkurnveginn að hverju við erum að ganga,“ heldur Þórunn áfram. „Gott ef við ferðuðumst ekki saman um landið á nærbrókinni einni fyrir á að giska áratug. Þá vorum við bæði þátttakendur í söngleiknum Grœnjaxlar; Valgeir sem hluti af Spilverki þjóðanna, sem sá um tónlist í verkinu. Þá voru ævintýratímar og allir svo ungir og upprennandi, ekki satt Valgeir?" Valgeir jánkar, ífærður klofstígvélum sem hann kveðst einmitt hafa valsað um í öll ung- dómsárin í slorinu, en stígvélin þau arna væru nú orðin órjúfanlegur þáttur í sviðs- Sfldin kemur Valgeir Guðjónsson semur söngljóð í verk þeirra Iðunnar og Kristínar Steinsdætra sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir þann 8. janúar n.k. Upphafssöngurinn heitir Síldin kemur og er á þessa leið: I litlum bœ við lygnan sjó er lifað mestanpart í spekt og ró. Sumir gera annað á meðan aðrir gera hitt og enginn hugsar eingöngu um sitt. A klofstígvélum ganga karlar þar og konur hnýta siffonslœðurnar. Illa klceddur ceskulýður með sitt kvef og hor elst upp við saltfisk, sauðkindur og slor. Pá heyrirfólk í útvarpinu frétt. Nei, fjandinn, getur þetta verið rétt? Nú harðlífið og blankheitin á kjaftinn verða kýld því komin er hin sumarvissa síld. Og síldin veður um víðan fjörð á vosklœðum má sjá þá Grím og Hörð, Kristínarnar, Karítösin og Hildigunnurnar hverfa onísíldartunnurnar. Nýársuppfærsla Leikfélags Reykjavíkurí Skemmunni 36

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.