Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 41

Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 41
LISTIR Lúkas í Bdgíii „Frábært leikhúsverk“ segir leikstjórinn í nóvember sýndi leikhúsið Brussels Kamer Toneel verkið Lúkas eftir Guð- mund Steinsson. Fréttaritari Pjóðlífs var ú staðnum og ræddi við leikstjórann og fleiri. Ummœli leikstjórans eru þau að hér sé um frúbært leikhúsverk að ræða. ÞETTA ER í FYRSTA skipti sem íslenskt leikrit hefur verið sett á svið í Briissel. Við þýðingu leikritsins var stuðst við enskan og þýskan texta. Lítið flæmskt atvinnuleikhús, Brússels Kamer Toneel sýndi leikritið og var þýðingin unnin á vegum þess. Fram til þessa hefur þekking Belga á íslandi verið ærið klisjukennd: „Á íslandi eru eldfjöll, hverir og fiskur og aftur fiskur." Nóbelskáldið þekkja margir og einstaka menn hafa lesið verk þess, oftast sér til ánægju. Líklegast hafa knattspyrnumennirnir haldið uppi merki íslands á seinni árum. Norðursjávar- byggð Belgíu á langa hefð í samskiptum við ísland, bæði í gegnum verslun Hansakaup- manna og sömuleiðis sjómanna allt fram undir seinustu ár. Á þeim slóðum mun hægt að finna torg og stræti sem kennd eru við ísland. Þar kyrjar fólk einnig fjölda þjóðlaga sem greina frá svaðilförum á íslandsmið og ástúðle^um samskiptum við fólkið uppi á landi. Islendingar sækja þó lítið til Belgíu annað en samskipti við NATO og Evrópu- bandalagið. Það er. í rauninni miður vegna þess að þjóðleiðin til Evrópu endar í túnjaðr- inum, þ.e. í Luxemborg. Belgía hefur upp á margt að bjóða, Brússel er mjög falleg borg og gömlu borgirnar í Flandri eru nánast mið- aldasöfn. Ekki spillir að þjóðin er elskuleg, hvor þeirra sem er. LEIKHÚSIÐ. Brússels Kamer Toneel hefur starfað í 25 ár, en það varð til á sjöunda áratugnum sem framúrstefnu- og tilrauna- leikhús. En þeir sem vildu breyta heiminum gegnum leikhúsið eru orðnir gamlir og því hefur Brússels Kamer Toneel fundið sér nýtt hlutverk. Það einbeitir sér helst að því að koma á framfæri verkum óþekktra höfunda og nýtur mikillar virðingar sem slíkt. Opin- ber viðurkenning hefur fengist á þessu hlut- verki leikhússins og árlega fær það styrk frá ríkinu, tæplega 13 milljónir íslenskra króna. Leikritið Lúkas var valið af löngum lista ættuðum frá Þýskalandi, en þar er margt fólk sem sinnir því vel að koma íslandi og íslend- ingum á framfæri. Að jafnaði velur Ieikhúsið til sýninga eitt af hverjum hundrað leikritum sem farið er yfir. • „Fólið Lúkas situr yfir krásunum." Willem Carpentier í hlutverki sínu í uppfærslu belgíska leikhússins Brússels Kamer Toneel. 41

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.