Þjóðlíf - 01.12.1987, Qupperneq 44

Þjóðlíf - 01.12.1987, Qupperneq 44
ATVINNULÍF ingarinnar. Eftir því sem fjölmiðlar hér kom- ast næst hefur almenningur ekki kippt sér upp við þessar mótsagnir. Hvort sem það stafar af umburðarlyndi Breta, snjallri fram- setningu ríkisstjórnarinnar eða vanmáttugri stjórnarandstöðu skal ósagt látið. Að líkindum bætti ríkisstjórnin stöðu sína vegna þessa máls því að margra mati sýndi hún stefnufestu án kreddufestu og eins og eitt dagblaðanna gaf í skyn veitti ríkisstjórn- in fólki þá tilfinningu að henni væri treyst- andi á viðsjálverðum tímum. En þó svo ríkis- stjórnin hafi e.t.v. tryggt sig eitthvað í sessi liggur í augum uppi, að einkavæðingaráform hennar hafa beðið skipbrot. Sparifjáreigend- ur munu á næstu mánuðum og jafnvel árum halda að sér höndum. Margir af þeim nærri sex milljón einstaklingum sem keyptu hluta- bréf á síðasta kjörtímabili í fyrsta sinn gera það ekki aftur. HLUTABRÉF PAPPÍRSSNEPLAR. Hluta- bréf eru bara pappírssneplar og verð þeirra ræðst m.a. af eignum og umsvifum fyrir- tækjanna, en þó aðallega af tiltrú manna á vaxtarmöguleikum þeirra og ágóðalíkum. Þessi trú hefur almennt orðið fyrir skakka- föllum og er það líklegri ástæða fyrir því að fólk hefur misst lystina á kræsingunum í kauphöllinni en að það hafi sjálft tapað miklum fjárhæðum. Ennþá a.m.k. er verð á hlutabréfum í fyrirtækjum sem ríkið hefur selt á síðustu tveimur árum hærra en upphaf- lega verðið, þannig að enginn hefur beint tapað á því að kaupa hlut í gömlu ríkisfyrir- tækjunum. Eftir verðfallið varð það ljóst að velgengni einkavæðingarinnar grundvallaðist á hinni stöðugu verðhækkun á hlutabréfum og hinni miklu grósku í kauphallarviðskiptum sem Fátt er svo með öllu illt... Verdhrunid hefur komiö frú Thatcher til góöa Verðhrunið mikla minnti Breta ill- þyrmilega á það hversu efnahagslíf þeirra er varnarlaust gagnvart risanum í vestri. A meðan óvissa ríkir um til hvaða aðgerða Reaganstjórnin mun grípa vegna fjárlagahallans og hvað þær að- gerðir munu hafa í för með sér, hafa breskir efnahags- og stjórnmálaskýr- endur fyrirvara á öllum sínum spám og ágiskunum. Áhrif hrunsins verða ekki að fullu Ijós fyrr en Bandaríkjamenn hafa komið sínum málum í lag. Þrátt fyrir það hefur hrunið þegar haft marg- vísleg áhrifá breskt efnahags- og stjórn- málalíf. HRUN ALÞÝÐUAUÐHYGGJUNNAR? Bresku ríkisstjórninni tókst að einkavæða BP-olíufélagið, í þeim skilningi að hún losaði sig við það. Henni tókst hins vegar ekki að gera það að almenningshlutafélagi eins og hún stefndi að. Almenningur vildi ekki kaupa hlutabréf í þessu þriðja stærsta olíu- félagi heims. Um tíma leit út fyrir að olíu- tunna frá British Petrolium Company yrði minnismerki alþýðuauðhyggjunnar, svipað því sem Steinn Steinarr reisti íslenska Kommúnistaflokknum fyrr á þessari öld í kvæðinu In Memoriam. Ríkisstjórnin breska setti sér það mark að selja fyrirtækið, en þar sem verðhrunið hindraði hana í að komast þá Ieið sem hún vildi, varð Lawson fjármála- ráðherra að finna aðra. Hann fann hana, þó svo hún hafi ekki verið merkt inn á vegakort Thatcherismans. Pað varð uppi á teningnum að ríkið seldi sín 31,5 prósent í félaginu en skuldbatt um leið bankann sinn til að kaupa þau aftur ef verð á hlutabréfunum félli niður fyrir ákveðið lágmark. Þessari úrlausn fylgdi mikil áhætta, því ef yfirvöld hefðu þurft að kaupa verðbréfin aftur hefði betur verið heima setið en af stað farið. En leikar fóru á annan veg. Kaupahéðnar, rétt eins og þing- menn íhaldsflokksins, töldu þetta snilldar- lausn og fengu aftur trú á gildi BP-bréfanna. Þeir keyptu því bréfin og komu í veg fyrir frekara verðfall. Thatcher, sem óneitanlega er einskonar forkólfur þeirrar tísku sem einkavæðingin hefur verið í V-Evrópu að undanförnu, stóð því með þessum hætti við sínar áætlanir þegar t.d. frönsk og spænsk yfirvöld frestuðu samkynja áformum. Það er hins vegar augljóst að með þessari lausn viðurkenndi Thatcher í verki nauðsyn þess að ríkið hlypi stundum undir bagga. Ef grannt er skoðað þá er þetta að sjálfsögðu í mótsögn við orð hennar og æði til þessa og til viðbótar í litlu samræmi við eðli einkavæð- • BP og fjármálaráðherrann. • íhaldsflokkurinn heldur sínu, þrátt fyrir allt. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.