Þjóðlíf - 01.12.1987, Qupperneq 45

Þjóðlíf - 01.12.1987, Qupperneq 45
verið hefur undanfarin ár. (1984 var verð- vísitala á hlutabréfum í 100 ábátasömustu fyrirtækjunum í Kauphöllinni 1000, en um miðjan október sl. var hún í kringum 2100). Þetta þýðir að fólk keypti hlutabréfin ekki vegna þess að það tryði því endilega að einkavæðingin yki samkeppni og hagkvæmni heldur vegna gróðavonar. Það vildi einfald- lega ávaxta sitt fé og fram að verðhruninu var hægt að reikna með 25-70 prósenta ágóða af hlutabréfakaupunum, ef þau voru seld einum mánuði eftir kaupin. Tímaritið The Economist segir, að breska ríkisstjórnin verði í framtíðinni að reyna að selja almenningi ríkishlutabréf á öðrum forsendum en hingað til. Blaðið heldur því fram, að héðan í frá þýði ekki að reyna að telja fólki trú um að hlutabréfakaupin séu örugg fjárfesting, heldur verði að örva fólk með því að sannfæra það um að umrædd fyrirtæki muni bjóða upp á betri þjónustu vegna einkavæðingarinnar, - aukin sam- keppni, aukin hagkvæmni, og þar fram eftir götunum. Fáir hafa trú á því að það reynist nægjanlegur hvati. Markaðsákafinn sem setti mikinn svip á efnahagslífið síðustu tvö árin, og hafði að margra mati afgerandi áhrif á úrslit kosninganna í júní, er horfinn. ÁHRIFIN Á STJÓRNMÁLIN. Skoðana- kannanir sem sýna fylgi flokkanna benda til þess, að íhaldsflokkurinn hafi ekki misst fylgi meðan öll ósköpin hafa dunið yfir. Fréttaskýrendur eru flestir þeirrar skoðunar, að ástæðan fyrir því sé slöpp stjórnarand- staða og sú almenna trú að vandinn sé fluttur inn frá Bandaríkjunum. Afstöðuleysi Verkamannaflokksins til al- menningshlutabréfa og einkavæðingar birt- ist í hnotskurn í ruglingslegum ummælum 1 Skjáir kaupahéðnanna. • Breska ríkisstjórnín skuldbatt Englandsbanka til að kaupa seldan hlut ríkisins í BP- olíufélaginu aftur ef verð félli; kaupahéðnar keyptu bréfin og komu í veg fyrir frekara verðfall. talsmanna flokksins í umræðunni um BP. Pað leit út eins og flokkurinn biði fyrst eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um það hvort BP yrði selt eða ekki og gerði síðan upp hug sinn. Flokksmenn eru mjög á öndverðum meiði um ágæti almenningshlutabréfa. Bryan Gould, talsmaður flokksins í verslun- ar- og iðnaðarmálum, er dyggur markaðs- sósíaiisti og hefur bæði í ræðu og riti lagt á það áherslu, að verðfallið undanfarið breyti ekki þeirri skoðun sinni að virk þátttaka almennings í hlutabréfaviðskiptum sé ein leið af mörgum að markmiðum félags- hyggjumanna. Á þingi róttækra vinstrisinna, sem haldið var í Chesterfield í boði þing- mannsins þar, Tony Benn, í fyrstu viku verð- hrunsins, virtust fulltrúar fagna því sem dundi yfir kauphöllina. Á þessu þingi var öllum hugmyndum um endurskoðun sósíal- ismans vísað á bug og var þess krafist, að ríkið tæki yfir stjórn kauphallarinnar. Neil Kinnock, leiðtogi flokksins, þarf á næstu árum að brúa gjána milli þessara ólíku skoð- anahópa, því þrátt fyrir þá holskeflu sem alþýðuauðhyggjan hefur orðið fyrir á síðustu vikum verður hún áfram í brennidepli stjórn- málanna. Margir draga í efa möguleika Kinnocks og félaga á að koma sér saman um heilsteypta afstöðu í þessu máli. Hugo Young, stjórn- málaskýrandi blaðsins Guardian, telur að íhaldsflokkurinn þurfi ekki að óttast að þetta áfall alþýðuauðhyggjunnar dragi úr fylgi flokksins, því þegar Verkamannaflokk- urinn er eins og hann er um þessar mundir og miðjuflokkarnir vega hvorn annan, eigi breskir kjósendur varla nokkurra kosta völ. 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.