Þjóðlíf - 01.12.1987, Side 58

Þjóðlíf - 01.12.1987, Side 58
• Svefnherbergi. • Auðkúla í haust. Eftir á að torfklæða þakið. „Kúluhúsið fciðmar mann að sér“ „Þaö fylgja því ólýsanleg þægindi aö búa í kúluhúsi og gestir hafa haft á orði aö það sé eins og húsiö faðmi sig að sér þegar inn er komið. Manni líður einhvem veginn miklu betur þegar form hússins er svona heldur en í venjulegu ferhymdu húsi. Auk þess skapast óteljandi möguleikar sem .venjulegar bygg- ingar hafa ekki,“ segir Ásthildur Þórðar- dóttir nemi í Garðyrkjuskóla ríkisins en hún og maður hennar, Elías Skaftason múrari, ásamt fjórum bömum, fluttu í haust inn í kúluhús sem þau byggðu á ísafirði. Það hefur vakið mikla athygli í bænum og aðdáun því kúluhúsið, Auðkúla eins og sumir kalla það, er sérdeilis skemmtilegt og fellur vel að um- hverfinu. Auðkúla er ekki einvörðungu íbúðarhús heldur og að hluta til garðskýli. Utanfrá séð má ekki ætla að rými sé mikið en þegar inn er komið kemur annað í ljós. íbúð- in er alls 120 fermetrar og á þremur hæðum; fimm herbergi, bað, stofa, sjónvarpshol og eldhús. Garðskýlið er 110 fermetrar - trú- lega hið stærsta í einkaeign hér á landi. Húsið er hannað af Einari Þ. Ásgeirssyni, arkitekt, eftir hugmyndum Ásthildar og Elíasar og heiðurinn af innréttingum á Hall- dór Magnússon húsgagnasmíðameistari á ísafirði. „Einn af mörgum kostum er sá að þetta sparar 70% kyndingarkostnað,“ segir Ást- hildur. Og hún bætir því við að eftir að hún kom fram í útvarpsþætti og iýsti kúluhúsinu • Séð úr stigapalli í eldhús. Gluggarnir snúa að garðhýsinu. hafi skriða fyrirspurna farið af stað. „Það blundar í mörgum að byggja sér kúluhús,“ segir hún, „og ýmsir eru þegar famir að byggja, þ.á.m. nokkrir sem hyggjast reisa sér sumarbústað af þessu tagi.“ Ekki segir Ásthildur að byggingarkostn- aður húsa af þessu tagi sé meiri en gengur og gerist með einbýlishús. „Efnið nýtist þó bet- ur og þegar þesar byggingar verða staðlaðar efast ég ekki um að það verður ódýrara að byggja sér kúluhús en algeng einbýiishús,“ segir hún. • Utaná grind kúlunnar er strekktur dúkur og íbúðarhlutinn er svo klæddur torfi. 58

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.